Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Norskur bæjarstjóri stöðvaði slagsmál íslensks skipstjóra

Ís­lensk­ir skip­verj­ar lentu í áflog­um við bar­þjón og hót­eleig­anda í Gam­vik í Norð­ur-Nor­egi. Kapp­ræð­ur leið­toga stjórn­mála­flokka hér­aðs­ins fóru fram á hót­el­inu á sama tíma og stöðv­uðu stjórn­mála­kon­ur ber­serks­gang Ís­lend­ing­anna.

Norskur bæjarstjóri stöðvaði slagsmál íslensks skipstjóra
Bæjarstjóri Gamvik Inga Manndal hringdi í lögregluna vegna sjómannanna. Henni blöskrar hve lengi lögreglan var á leiðinni.

„Þetta var mjög ógnandi og óþægilegt. Ég hélt að þeir myndu drepa þann sem vann þarna. Þeir duttu bak við barinn, þar sem gler brotnaði og prentari var rifinn niður. Algjört villta vestur.“ Svo lýsir oddviti íhaldsflokksins Höjre í Gamvik í Noregi, Nina Eilertsen, áflogum íslenskra sjómanna við starfsmenn á hóteli þar í bær. Samkvæmt frétt miðilsins iFinnmark réðust íslenskir sjómenn á barþjón sem og eiganda hótelsins Mehamn Arctic hotell síðasta þriðjudag um tíuleytið.

Stundin hefur heimildir fyrir því að þarna sé um að ræða íslenskan skipstjóra, ásamt öðrum áhafnarmeðlimum, á smábát sem gerður er út í Norður-Noregi. Nokkur fjöldi íslenskra sjómanna gerir út í Gamvik sem er nyrsta verstöð Noregs. „Norðmenn eru bara svo óvanir svona lögðu,“ segir einn þeirra sjómanna sem gerir út í Gamvik sem Stundin ræddi við. Hann vildi gera lítið úr slagsmálum sjómannanna.  

„Ef þessar konur hefðu ekki skorist í leikinn þá hefði getað farið mjög illa.“

Oddviti reyndi að stöðva slagsmálin

Svo vildi til að á sama tíma og íslensku sjómennirnir gengu berserksgang fóru fram kappræður leiðtoga stjórnmálaflokka héraðsins á hótelinu. Þar á meðal voru oddvitar helstu flokka, sem og bæjarstjóri Gamvik, Inga Manndal. Sveitastjórnarkosningar fara fram í dag í Noregi. Fyrrnefnd Nina reyndi sjálf að stöðva slagsmálin á meðan Inga bæjarstjóri hringdi í neyðarlínuna.

Í frétt iFinnmark gagnrýnir Inga sérstaklega viðbrögð lögreglu sem kom ekki fyrr en 40 mínútum eftir að hringt var eftir aðstoð. Þá höfðu íslensku sjómennirnir flúið af vettvangi. „Ef þessar konur hefðu ekki skorist í leikinn þá hefði getað farið mjög illa,“ segir Inga í samtali við iFinnmark.

Kveikti í sígarettu innandyra

Eigandi Arctic Hotell, Oddvar Jensen, segir að fokið hafi í  Íslendingana þegar þeim var neitað um afgreiðslu. Að sögn Oddvars urðu sjómennirnir sér úti um áfengi fyrir utan hótelið. „Barþjóninn bað þá um að fara en í stað þess kveikti einn þeirra sér í sígarettu. Þegar barþjóninn brást við því þá var hann sleginn niður,“ segir Oddvar í samtali við iFinnmark. Hann segist aldrei hafa upplifað annað eins á þeim fimmtán árum sem hann hefur starfað við hótelrekstur.

Skjáskot af kappræðum
Skjáskot af kappræðum Hér má sjá Ninu Eilertsen stuttu áður en hún reyndi að stöðva árás sjómannanna.
 

Baðst afsökunar

Í samtali við Stundina segir Nina Eilertsen að sjómennirnir hafi verið um fimm talsins. Nina segir að íslensku sjómennirnir hafi ekki allir verið slagsmálahundar og hafi einn þeirra reynt að stöðva áflogin ásamt norsku stjórnmálamönnunum. „Ég talaði við einn þeirra áður en slagsmálin hófust og var hann mjög jákvæður gagnvart bænum. Hann sagðist hafa verið í bænum í um mánuð og hann talaði vel um hann. Hann reyndi að stöðva slagsmálin,“ segir Nina.

Oddvitinn bætir við að einn skipverjinn hafi hringt í sig síðastliðinn föstudag og beðist afsökunar á hegðun sinni. „Ég held að þegar þeir komu heim til sín og það rann af þeim ölæðið hafi þeim öllum liðið illa og skammast sín. Ég var ánægð með að hann vildi biðjast afsökunar. Vonandi gerist þetta ekki aftur,“ segir Nina.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Var krabbamein í sýninu?
1
Viðtal

Var krabba­mein í sýn­inu?

Bylgja Babýlons uppist­and­ari seg­ir ým­is­legt benda til að hún hafi feng­ið ranga grein­ingu úr skimun fyr­ir leg­hálskrabba­meini hjá Krabba­meins­fé­lag­inu ár­ið 2018 líkt og fleiri kon­ur. Hún greind­ist með krabba­mein rúm­um tveim­ur ár­um síð­ar. „Ég vil bara vita hvort það liggi ein­hvers stað­ar sýni úr mér á Ís­landi frá ár­inu 2018 merkt „hreint“ þeg­ar það er í raun og veru krabba­mein í því.“
„Ég vildi ekki vera stelpan sem öskraði stopp“
2
Skýring

„Ég vildi ekki vera stelp­an sem öskr­aði stopp“

Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem vinna inn­an sviðslista á Ís­landi hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni í starfi eða í tengsl­um við það. Á ís­lensk­um vinnu­mark­aði al­mennt er sú tala 16%. Hver er staða nánd­ar­þjálf­un­ar á Ís­landi? „Ég var svo varn­ar­laus, þar sem leik­stjór­inn (kk) sam­þykkti þetta allt,“ kom fram í einni sög­unni í yf­ir­lýs­ing­unni Tjald­ið fell­ur ár­ið 2017. Hér er rætt er við leik­ara og aðra sem þekkja til.
Einhverfir á vinnumarkaði: Starfsmannaskemmtanir bara ólaunuð yfirvinna
3
Úttekt

Ein­hverf­ir á vinnu­mark­aði: Starfs­manna­skemmt­an­ir bara ólaun­uð yf­ir­vinna

Í at­vinnu­aug­lýs­ing­um er gjarn­an kraf­ist mik­illa sam­skipta­hæfi­leika, jafn­vel í störf­um þar sem þess ekki er þörf. Þetta get­ur úti­lok­að fólk, til að mynda ein­hverfa, sem búa yf­ir öðr­um mik­il­væg­um styrk­leik­um. Bjarney L. Bjarna­dótt­ir gerði tíma­mót­a­rann­sókn á þessu og legg­ur áherslu á að at­vinnu­rek­end­ur efli fötl­un­ar­sjálfs­traust.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Var krabbamein í sýninu?
3
Viðtal

Var krabba­mein í sýn­inu?

Bylgja Babýlons uppist­and­ari seg­ir ým­is­legt benda til að hún hafi feng­ið ranga grein­ingu úr skimun fyr­ir leg­hálskrabba­meini hjá Krabba­meins­fé­lag­inu ár­ið 2018 líkt og fleiri kon­ur. Hún greind­ist með krabba­mein rúm­um tveim­ur ár­um síð­ar. „Ég vil bara vita hvort það liggi ein­hvers stað­ar sýni úr mér á Ís­landi frá ár­inu 2018 merkt „hreint“ þeg­ar það er í raun og veru krabba­mein í því.“
„Ég vildi ekki vera stelpan sem öskraði stopp“
4
Skýring

„Ég vildi ekki vera stelp­an sem öskr­aði stopp“

Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem vinna inn­an sviðslista á Ís­landi hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni í starfi eða í tengsl­um við það. Á ís­lensk­um vinnu­mark­aði al­mennt er sú tala 16%. Hver er staða nánd­ar­þjálf­un­ar á Ís­landi? „Ég var svo varn­ar­laus, þar sem leik­stjór­inn (kk) sam­þykkti þetta allt,“ kom fram í einni sög­unni í yf­ir­lýs­ing­unni Tjald­ið fell­ur ár­ið 2017. Hér er rætt er við leik­ara og aðra sem þekkja til.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár