Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Norskur bæjarstjóri stöðvaði slagsmál íslensks skipstjóra

Ís­lensk­ir skip­verj­ar lentu í áflog­um við bar­þjón og hót­eleig­anda í Gam­vik í Norð­ur-Nor­egi. Kapp­ræð­ur leið­toga stjórn­mála­flokka hér­aðs­ins fóru fram á hót­el­inu á sama tíma og stöðv­uðu stjórn­mála­kon­ur ber­serks­gang Ís­lend­ing­anna.

Norskur bæjarstjóri stöðvaði slagsmál íslensks skipstjóra
Bæjarstjóri Gamvik Inga Manndal hringdi í lögregluna vegna sjómannanna. Henni blöskrar hve lengi lögreglan var á leiðinni.

„Þetta var mjög ógnandi og óþægilegt. Ég hélt að þeir myndu drepa þann sem vann þarna. Þeir duttu bak við barinn, þar sem gler brotnaði og prentari var rifinn niður. Algjört villta vestur.“ Svo lýsir oddviti íhaldsflokksins Höjre í Gamvik í Noregi, Nina Eilertsen, áflogum íslenskra sjómanna við starfsmenn á hóteli þar í bær. Samkvæmt frétt miðilsins iFinnmark réðust íslenskir sjómenn á barþjón sem og eiganda hótelsins Mehamn Arctic hotell síðasta þriðjudag um tíuleytið.

Stundin hefur heimildir fyrir því að þarna sé um að ræða íslenskan skipstjóra, ásamt öðrum áhafnarmeðlimum, á smábát sem gerður er út í Norður-Noregi. Nokkur fjöldi íslenskra sjómanna gerir út í Gamvik sem er nyrsta verstöð Noregs. „Norðmenn eru bara svo óvanir svona lögðu,“ segir einn þeirra sjómanna sem gerir út í Gamvik sem Stundin ræddi við. Hann vildi gera lítið úr slagsmálum sjómannanna.  

„Ef þessar konur hefðu ekki skorist í leikinn þá hefði getað farið mjög illa.“

Oddviti reyndi að stöðva slagsmálin

Svo vildi til að á sama tíma og íslensku sjómennirnir gengu berserksgang fóru fram kappræður leiðtoga stjórnmálaflokka héraðsins á hótelinu. Þar á meðal voru oddvitar helstu flokka, sem og bæjarstjóri Gamvik, Inga Manndal. Sveitastjórnarkosningar fara fram í dag í Noregi. Fyrrnefnd Nina reyndi sjálf að stöðva slagsmálin á meðan Inga bæjarstjóri hringdi í neyðarlínuna.

Í frétt iFinnmark gagnrýnir Inga sérstaklega viðbrögð lögreglu sem kom ekki fyrr en 40 mínútum eftir að hringt var eftir aðstoð. Þá höfðu íslensku sjómennirnir flúið af vettvangi. „Ef þessar konur hefðu ekki skorist í leikinn þá hefði getað farið mjög illa,“ segir Inga í samtali við iFinnmark.

Kveikti í sígarettu innandyra

Eigandi Arctic Hotell, Oddvar Jensen, segir að fokið hafi í  Íslendingana þegar þeim var neitað um afgreiðslu. Að sögn Oddvars urðu sjómennirnir sér úti um áfengi fyrir utan hótelið. „Barþjóninn bað þá um að fara en í stað þess kveikti einn þeirra sér í sígarettu. Þegar barþjóninn brást við því þá var hann sleginn niður,“ segir Oddvar í samtali við iFinnmark. Hann segist aldrei hafa upplifað annað eins á þeim fimmtán árum sem hann hefur starfað við hótelrekstur.

Skjáskot af kappræðum
Skjáskot af kappræðum Hér má sjá Ninu Eilertsen stuttu áður en hún reyndi að stöðva árás sjómannanna.
 

Baðst afsökunar

Í samtali við Stundina segir Nina Eilertsen að sjómennirnir hafi verið um fimm talsins. Nina segir að íslensku sjómennirnir hafi ekki allir verið slagsmálahundar og hafi einn þeirra reynt að stöðva áflogin ásamt norsku stjórnmálamönnunum. „Ég talaði við einn þeirra áður en slagsmálin hófust og var hann mjög jákvæður gagnvart bænum. Hann sagðist hafa verið í bænum í um mánuð og hann talaði vel um hann. Hann reyndi að stöðva slagsmálin,“ segir Nina.

Oddvitinn bætir við að einn skipverjinn hafi hringt í sig síðastliðinn föstudag og beðist afsökunar á hegðun sinni. „Ég held að þegar þeir komu heim til sín og það rann af þeim ölæðið hafi þeim öllum liðið illa og skammast sín. Ég var ánægð með að hann vildi biðjast afsökunar. Vonandi gerist þetta ekki aftur,“ segir Nina.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
2
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár