Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Níðingarnir á Núpi

Reyn­ir Trausta­son skrif­ar bóka­dóm um Út­laga Jóns Gn­arr. „Út­lag­inn er ágæt bók ef lit­ið er fram­hjá því að mörk­in á milli skáld­skap­ar og raun­veru­leika eru horf­in.“

Níðingarnir á Núpi

Þrjár stjörnur
Útlaginn
Jón Gnarr
Útgefandi: Mál og menning
384 blaðsíður

Útlaginn er þriðja bókin í sagnaflokki Jóns Gnarr um æsku og unglingsár. Fyrri bækurnar voru Indíáninn og Sjóræninginn. Bókin er að mörgu leyti frábær en sumpart síðri. Helsti galli hennar er sá að mörkin á milli skáldskapar, ímyndunar og staðreynda hverfa. Það ægir saman tilbúnum persónum og fólki af holdi og blóði sem sumt þarf að sitja undir þungum ásökunum. Sum nöfn eru raunveruleg en önnur skálduð. Þótt Útlaginn sé kynnt sem skáldævisaga hefur í kynningu á bókinni verið byggt á því að lýst sé nöprum veruleika. Lesandinn á þess enga möguleika að átta sig á því hvað er satt og hvað skáldað. 

Nauðgarar á Núpi

Héraðsskólinn að Núpi í Dýrafirði er að mestu leyti sögusviðið. Í bókinni eru lýsingar frá námsárum Jóns á þessum einangruðu slóðum á Vestfjörðum. Talsvert er um einelti sem Jón lýsir en sver að mestu af sér beina þátttöku en er ævinlega nálægur. Þá hæðist Jón að kennurum og segir þá alla vera réttindalausa. Allt er þetta þó fremur sakleysislegt í samanburði við þær ásakanir sem settar eru fram í bókinni um að hópur drengja hafi haft samfarir við stúlku sem kölluð er Lena. Þetta hét í frásögninni að ríða henni til hamingju með afmælið. Í frásögn Fréttablaðsins var atvikinu lýst sem hópnauðgun og skáldaða ævisagan notuð sem óyggjandi heimild um þá villimennsku sem hefði viðgengst á Núpi. Eftir stendur að nokkrir skólabræður Jóns eru þá nauðgarar og Lena fórnarlamb. En vandinn er sá að 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár