„Maður segir ekki nei þegar Vilborg Arna býður manni að koma með til Nepal,“ segir Kolbrún Björnsdóttir dagskrárgerðarmaður sem hefur gjörbylt lífi sínu frá því að vera fremur andsnúin íþróttum og hreyfingu í það að stunda hjólreiðar og göngur af kappi. Fram undan er kvennaferð til Nepal þar sem Kolbrún verður fararstjóri með afrekskonunni Vilborgu Örnu Gissurardóttur.
Kolbrún er fyrst og fremst þekkt sem fjölmiðlamaður. Hún hefur verið áberandi um árabil og víða komið við. Lengst var hún þó í morgunþættinum Bítinu á Bylgjunni. Hún var orðin dauðþreytt á að rífa sig upp fyrir allar aldir.
„Ég var orðin mjög þreytt á vinnutímanum og þessu ati sem fylgdi því að stýra svona þjóðmálaþætti eftir hrunið og allt sem þá gekk yfir. Ég var búin að fá nóg en álpaðist samt aftur inn á fjölmiðlana eftir tveggja mánaða sumarfrí. Þá tók ég að mér að gera þætti fyrir Stöð 2. Þá …
Athugasemdir