Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Neyðarástandið opinberar slæman aðbúnað dýra

Þétt­leiki dýra er al­mennt of mik­ill. Sauð­fjár­bænd­ur hefðu ekki upp­lif­að sama neyð­ar­ástand. Formað­ur Dýra­vernd­ar­sam­bands Ís­lands seg­ir reglu­gerð­ir um vel­ferð svína og ali­fugla bjóða upp á þetta ástand.

Neyðarástandið opinberar slæman aðbúnað dýra

„Þetta segir okkur talsvert um vandann sem fylgir þauleldi,“ segir Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndarsambands Íslands, um neyðarástandið sem nú ríkir í svína- og alifuglabúum. Fréttablaðið og Morgunblaðið fjalla bæði um neyðarástand á svínabúum á forsíðum blaðanna í dag. Ástandið er til komið vegna verkfalls dýralækna í BHM en þéttleiki og þrengsli í svínabúum eru víða orðin meiri en lög gera ráð fyrir. Hallgerður segir reglugerðirnar um velferð svína og alifugla þannig upp byggðar að í rauninni megi ekkert megi upp á. „Það er eiginlega það sem við erum að reka okkur á núna,“ segir hún. 

„Þær reglugerðir sem eru settar um þessi dýr eru um lágmarksvelferð og þegar þær eru nýttar til fulls þá birtist þessi vandi mjög fljótt. Það er mitt mat að til dæmis sauðfjárbóndi, sem hefði þurft að hinkra með sín lömb í nokkrar vikur til eða frá, hefði haft betri úrræði,“ segir Hallgerður. Hún segist til að mynda vita um svínabónda sem hefur ekki nýtt til fulls það svigrúm sem reglugerðirnar leyfa og þar ríkir ekki sama neyðarástand og hjá öðrum aðilum. Það sama eigi við um alifugla. 

Þéttleiki of mikill

Samkvæmt núgildandi reglugerð um velferð alifugla má hámarksþéttleiki fugla ekki fara yfir 33 kíló á fermetra. Mætvælastofnun getur hins vegar veitt undanþágu fyrir auknum þéttleika allt að 39 kíló á fermetra í eldishúsum. Þessar undanþágur voru harðlega gagnrýndar, meðal annars af dýralæknum, þegar reglugerðirnar voru lagðar fram á síðasta ári. 

 „Þeir aðilar sem halda þessi bú töluðu um að ástandið væri orðið alvarlegt í þeim húsum þar sem hámarksþéttleiki væri nýttur, sem er 39 kíló á fermetra, en voru ekki svo stressaðir yfir húsunum sem voru með vistvænu yfirbragði þar sem 25 kíló á fermetra er hámarkið,“ segir Hallgerður. „Þess má geta að Dýraverndarsambandið, þegar það veitti umsagnir um reglugerðirnar, þá lögðum við til 25 kílóa hámarksþéttleika á fermetra í alifuglahúsum vegna þess að það hefur verið sýnt fram á með rannsóknum að bæði streituvandi og sjúkdómavandi liggur við þessi mörk,“ bætir hún við. 

Dýralæknar sýni dýrunum virðingu

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kjaradeilur 2015

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
4
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
5
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár