Skortur á hjúkrunarfræðingum ríkir um allt land. Gríðarleg undirmönnun er á Landspítalanum en meirihluti nema sem munu útskrifast úr hjúkrunarfræði í vor ætlar ekki að starfa hjá spítalanum. Nemarnir sætta sig ekki við þau laun sem nýútskrifuðum hjúkrunarfræðingum býðst á spítalanum og geta fengið betri kjör hjá stofnunum sveitarfélaganna. Landspítalinn hefur brugðist við, meðal annars með því að innleiða hvatakerfi sem umbunar þeim sem vinna meiri yfirvinnu, vaktir á kvöldin, næturnar og um helgar. „Þetta hefur ekki höfðað sterklega til útskriftarhópsins sem stendur fastur á því að launin eigi að vera hærri,“ segir Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdarstjóri hjúkrunar á Landspítalanum. Hún segir spítalann líta málið mjög alvarlegum augum.
Í sumar, þegar fastráðnir hjúkrunarfræðingar fara í sumarfrí og nýir hjúkrunarfræðingar taka ekki við, má búast við gríðarlegri undirmönnun á spítalanum. Auk þess hafa starfsmenn sjúkrahússins lýst yfir áhyggjum af því hversu margir hjúkrunarfræðinga kjósa fremur að vinna hjá flugfélögunum á sumrin sem …
Athugasemdir