Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Rangt að ekki hafi verið mótmælt 17. júní

Að minnsta kosti fjór­um sinn­um hef­ur ver­ið mót­mælt á 17. júní frá alda­mót­um. Sam­fé­lags­miðl­ar gera mót­mæl­end­um auð­veld­ara fyr­ir að skipu­leggja mót­mæl­in. Stefán Páls­son sagn­fræð­ing­ur seg­ir Ís­lend­inga fljóta að gleyma.

Rangt að ekki hafi verið mótmælt 17. júní

Borið hefur á mikilli óánægju með fyrirhuguð mótmæli á Austurvelli á morgun, 17. júní, en um 3400 manns hafa boðað komu sína á mótmælafund. Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgafulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, skrifaði um málið á Facebook síðu sína í morgun og þá skrifaði Kolbrún Bergþórsdóttir, ritstjóri DV, leiðara í blað dagsins þar sem hún sagðist vonast til þess að þjóðin fái að hvíla sig á reiðinni á þjóðhátíðardaginn. Á mbl.is er meðal annars spurt hvort um sé að ræða fyrstu mótmælin á 17. júní og haft er eftir Arnari Rúnari Marteinssyni, aðalvarðstjóra hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, að hann muni ekki eftir öðrum skipulögðum mótmælum á þjóðhátíðardaginn. „Ég hef nú bara verið hérna í 30 ár en ég man ekki eftir því. Það hafa einhverjir menn komið með skilti en engin skipulögð mótmæli,“ segir hann.

Stefán Pálsson sagnfræðingur vakti hins vegar athygli á því á Facebook- síðu sinni í morgun að mótmæli á þjóðhátíðardeginum væri engin nýlunda hér á landi. „Það man aldrei neinn neitt,“ segir hann og segir alla vera búna að gleyma Icesave-mótmælunum á Austurvelli 17. júní árið 2009 og Falun Gong mótmælunum árið 2002. Stefán segir fólk oft hafa mætt með mótmælaspjöld á hátíðarhöldin en sjaldgæfara sé að það stefni til mótmæla á sama tíma og hátíðarhöld fara fram. „Ég held að það sé að hluta til afleiðing samfélagsmiðla að í dag geturðu með mjög óformlegum hætti stefnt til mótmæla.“

Stundin rifjaði upp nokkur mótmæli á þjóðhátíðardegi Íslendinga. 

Frammíköll undir ræðu ráðherra 

Árið 2009 safnaðist hópur fólks saman við hátíðarsvæðið á Austurvelli til þess að mótmæla því sem því þótti betur mega fara og koma skoðunum sínum á framfæri, eins og segir í frétt Morgunblaðsins af málinu

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár