Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Rangt að ekki hafi verið mótmælt 17. júní

Að minnsta kosti fjór­um sinn­um hef­ur ver­ið mót­mælt á 17. júní frá alda­mót­um. Sam­fé­lags­miðl­ar gera mót­mæl­end­um auð­veld­ara fyr­ir að skipu­leggja mót­mæl­in. Stefán Páls­son sagn­fræð­ing­ur seg­ir Ís­lend­inga fljóta að gleyma.

Rangt að ekki hafi verið mótmælt 17. júní

Borið hefur á mikilli óánægju með fyrirhuguð mótmæli á Austurvelli á morgun, 17. júní, en um 3400 manns hafa boðað komu sína á mótmælafund. Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgafulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, skrifaði um málið á Facebook síðu sína í morgun og þá skrifaði Kolbrún Bergþórsdóttir, ritstjóri DV, leiðara í blað dagsins þar sem hún sagðist vonast til þess að þjóðin fái að hvíla sig á reiðinni á þjóðhátíðardaginn. Á mbl.is er meðal annars spurt hvort um sé að ræða fyrstu mótmælin á 17. júní og haft er eftir Arnari Rúnari Marteinssyni, aðalvarðstjóra hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, að hann muni ekki eftir öðrum skipulögðum mótmælum á þjóðhátíðardaginn. „Ég hef nú bara verið hérna í 30 ár en ég man ekki eftir því. Það hafa einhverjir menn komið með skilti en engin skipulögð mótmæli,“ segir hann.

Stefán Pálsson sagnfræðingur vakti hins vegar athygli á því á Facebook- síðu sinni í morgun að mótmæli á þjóðhátíðardeginum væri engin nýlunda hér á landi. „Það man aldrei neinn neitt,“ segir hann og segir alla vera búna að gleyma Icesave-mótmælunum á Austurvelli 17. júní árið 2009 og Falun Gong mótmælunum árið 2002. Stefán segir fólk oft hafa mætt með mótmælaspjöld á hátíðarhöldin en sjaldgæfara sé að það stefni til mótmæla á sama tíma og hátíðarhöld fara fram. „Ég held að það sé að hluta til afleiðing samfélagsmiðla að í dag geturðu með mjög óformlegum hætti stefnt til mótmæla.“

Stundin rifjaði upp nokkur mótmæli á þjóðhátíðardegi Íslendinga. 

Frammíköll undir ræðu ráðherra 

Árið 2009 safnaðist hópur fólks saman við hátíðarsvæðið á Austurvelli til þess að mótmæla því sem því þótti betur mega fara og koma skoðunum sínum á framfæri, eins og segir í frétt Morgunblaðsins af málinu

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár