Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Leita enn að Herði: „Við erum engu nær“

Hörð­ur Björns­son er enn týnd­ur en leit hef­ur stað­ið yf­ir frá því á mið­viku­dag. Síð­ast sást til hans við Laug­ar­ás­veg. Lög­regl­an tel­ur ólík­legt að hann sé hættu­leg­ur sjálf­um sér.

Leita enn að Herði: „Við erum engu nær“
Hörður Björnsson Síðast er vitað um ferðir hans á Laugarásvegi klukkan fjögur aðfaranótt miðvikudags. Mynd: Lögreglan

Enn stendur yfir leit að Herði Björnssyni sem týndist aðfararnótt þriðjudags. Hörður er 25 ára gamall og 188 cm á hæð, grannur og með hvítt sítt hár og rautt skegg. Talið er að hann sé klæddur í dökkan jakka, svartar buxur og gráa peysu. Lögreglan hefur hvatt almenning sérstaklega til að leita vel í og á sínum eignum, svo sem húsum, skúrum, bílum og görðum.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti fyrst eftir Herði síðastliðinn miðvikudag, en síðast var vitað af honum á Laugarásvegi klukkan fjögur aðfararnótt miðvikudags. Þá var hann skólaus.

Stundin ræddi við Sigurbjörn Jónsson aðalvarðstjóra hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem sagði að áherslan sé fyrst og fremst lögð á leit í Laugardalnum. „Við leggjum áherslu á Laugardalinn og svæðið þar í kring,“ segir Sigurbjörn. Ábendingar hafa engu að síður borist víða að og er þeim öllum fylgt eftir. Það er því búið að fara um allt höfuðborgarsvæðið að leita að honum. „Við erum engu nær,“ segir Sigurbjörn.

 

Þar sem Hörður var skólaus þegar síðast sást til hans vakna spurningar um hvers vegna svo sé. Sigurbjörn segir það ekki endilega til marks um andlegt ástand hans. Hann hafi verið hjá vinum sínum í íbúð í Laugaráshverfinu þegar hann hvarf aðfararnótt miðvikudags. Þá telur Sigurbjörn einnig ólíklegt að Hörður sé hættulegur sjálfum sér. „Hann fór bara út og hefur gleymt að fara í skóna, einhverra hluta vegna. Ég hef ekki skýringar á því,“ segir Sigurbjörn.

Þeir sem telja sig hafa séð Hörð eru beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 843-1106.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár