Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Missti fingur á girðingu við leiksvæði barna

Starfs­mað­ur á frí­stunda­heim­ili sem missti fing­ur vegna girð­ing­ar tel­ur hættu­leg­ar girð­ing­ar vera víða í leik­umhverfi barna. Slys hafa ít­rek­að orð­ið vegna þeirra. Borg­in hafn­ar bóta­kröfu og seg­ir girð­ing­una hafa ver­ið setta upp sam­kvæmt leið­bein­ing­um.

Missti fingur á girðingu við leiksvæði barna
Með skerta hreyfigetu Signý starfar nú sem starfsnemi hjá utanríkisráðuneytinu og vinnur einnig að meistararitgerð sinni í alþjóðasamskiptum við Háskóla Íslands. Mynd: Kristinn Magnússon

Signý Tindra Dúadóttir missti fingur í vinnuslysi á síðasta ári. Hún festi giftingarhring sinn í teinum á girðingu við frístundaheimili í Vesturbænum með þeim afleiðingum að fingurinn rifnaði af. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem fólk slasar sig alvarlega á þessari gerð girðinga en fyrir nokkrum árum skarst barn til að mynda alvarlega á hálsi þegar það klifraði yfir samskonar girðingu. Herdís L. Storgaard, verkefnastjóri hjá Miðstöð slysavarna barna, segist enn fá tilkynningar um slys vegna þessara girðinga þrátt fyrir töluverða fjölmiðlaumfjöllun í kjölfar alvarlegs slyss í Hafnarfirði árið 2011. Hún segir alveg ljóst að girðingar af þessu tagi séu ólöglegar við leiksvæði barna. Reykjavíkurborg er ekki á sama máli.

Hætti við að klifra yfir

Girðingarnar má finna víða á höfuðborgarsvæðinu. Þær eru á milli umferðagatna, í kring um byggingasvæði, skóla og við íþróttasvæði og sundlaugar. Oftast eru þær annað hvort grænar eða gráar. Á þeim eru litlir teinar sem eru ýmist efst eða neðst á girðingunni. Ef teinarnir eru neðst þá er efri hlutinn alveg sléttur. Á flest öllum skóla- og íþróttasvæðum snúa teinarnir niður og á þeim stöðum sem þeir snúa upp hafa skólar gjarnan látið setja hlíf yfir teinana svo þeir valdi ekki skaða. „En það eru enn leikskólar og skólalóðir með girðingar með teinum sem snúa upp,“ fullyrðir Signý.

Hún var að vinna á frístundaheimilinu Frostheimum við Frostaskjól í Vesturbænum þegar slysið átti sér stað. Hún hafði séð strák úr hópnum hlaupa á bakvið skúr og fór að sækja hann. Drengurinn hafði sparkað bolta yfir girðingu sem var við skúrana og hugðist klifra yfir til að sækja hann. „Ég bað hann um að gera það ekki og bauðst til að sækja boltann. Ég byrjaði að klifra, en sá síðan litlu teinana efst á girðingunni og leist ekki á blikuna. Teinarnir voru augljóslega hættulegri en þeir virtust við fyrstu sýn þannig ég hætti við að klifra yfir. Ég sleppti því takinu á girðingunni, en það var nóg til þess að giftingahringurinn minn festist í einum tein og fingurinn rifnaði af.“

Borgin hafnar bótakröfu

Missti fingur
Missti fingur Signý Tindra Dúadóttir missti fingur á girðingu við frístundaheimili þar sem hún starfaði.

Signý segist hafa farið í áfall við slysið, bæði líkamlegt og andlegt. „Það er ekki fallegt þegar fingur rifnar af,“ útskýrir Signý, en hún fékk sýkingu og 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
5
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár