Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Sýrland verður minnisvarði um hæfileika okkar til að drepa

Mörg­um er í hag að við­halda stríð­inu í Sýr­landi, sem tæt­ir upp eitt elsta menn­ing­ar­ríki heims. Magnús Þorkell Bern­harðs­son, pró­fess­or í sögu Mið-Aust­ur­landa, grein­ir sam­heng­ið í stríð­inu sem er að leysa upp Sýr­land.

Magnús Þorkell Bernharðsson, prófessor í sögu Mið-Austurlanda, bjó í Sýrlandi á síðasta áratug síðustu aldar og segir að þrátt fyrir einræðisstjórn hafi stöðugleiki og friðsæld einkennt landið. Hann kom síðast til Sýrlands í byrjun árs 2011, rétt áður en arabíska vorið brast á. Í dag getur hann sagt að það hafi verið lognið á undan storminum en á þeim tíma upplifði hann það ekki þannig, heldur sá hann jákvæðar breytingar á samfélaginu, bæði efnahagslegar og stjórnmálalegar. „Viðhorfin voru frjálslyndari og bjartsýnin meiri en hafði verið áður. Fólk var farið að gera langtímaáætlanir. Sýrlendingar áttu auðveldara með að komast til náms erlendis og biðin við erlend sendiráð var mun styttri en áður. Á þessum tímapunkti fannst mér eins og Sýrlendingar væru loksins komnir út á þjóðbrautina og væru að setja í þriðja gír. Það var ekkert sem gaf til kynna að óveðursský væru á lofti heldur var spáin góð.“

Átakanleg þróun 

Sýrland er sögufræg þjóð, fyrsta stafrófið er þaðan, akuryrkja hefur verið stunduð þar í þúsundir ára og Magnús Þorkell bendir á að þarna hafi mannkynið verið í hvað mestum tengslum við jörðina, alls konar trúarbrögð og heimsveldi hafa komið og farið. „Sýrland er eins og eitt stórt þjóðminjasafn. Ef þú spáir í það hvernig þróunin hefur verið þá er það kannski táknrænt fyrir okkar tíma, þar sem tæknin og framþróunin er orðin svo mikil varðandi það að beita ofbeldi, að birtingarmynd nútímans er 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Fá ekki að læra hér frekar en í Afganistan
FréttirFlóttamenn

Fá ekki að læra hér frek­ar en í Af­gan­ist­an

Í Af­gan­ist­an var þeim bann­að að læra. Á Ís­landi hafa þær mætt hindr­un­um í hvert sinn sem þær hafa reynt að kom­ast í skóla. Þær þrá ekk­ert heit­ar en að læra ís­lensku, kom­ast inn í sam­fé­lag­ið og sækja sér há­skóla­mennt­un. En þær eru fast­ar; kom­ast ekki út úr störf­um sín­um sem hót­el­þern­ur þar sem þær hafa eng­in tæki­færi til að þjálfa ís­lensk­una: lyk­il­inn að sam­fé­lag­inu.
Ágreiningurinn um útlendingamáin
Greining

Ágrein­ing­ur­inn um út­lend­inga­má­in

„Ég tel ekki að slík frum­vörp eigi er­indi inn í þing­ið,“ sagði Svandís Svavars­dótt­ir. „Þar er­um við inn­viða­ráð­herra held ég ósam­mála,“ svar­aði Guð­rún Haf­steins­dótt­ir. Þetta var gam­alt stef og nýtt, að flokk­arn­ir væru ósam­mála í út­lend­inga­mál­um, en það hafði þó varla ver­ið jafn skýrt fyrr en rétt áð­ur en stjórn­in féll, skömmu áð­ur en Guð­rún ætl­aði sér að leggja fram frum­varp um lok­að bú­setu­úr­ræði.
Jón Gunnars og Áslaug Arna hringdu í ríkislögreglustjóra vegna Yazans
FréttirFlóttamenn

Jón Gunn­ars og Áslaug Arna hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra vegna Yaz­ans

Gögn sem Heim­ild­in fékk af­hent frá dóms­mála­ráðu­neyt­inu varpa ljósi á það að fleiri stjórn­mála­menn en Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son fé­lags­mála­ráð­herra tóku upp tól­ið og hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra áð­ur en ákveð­ið var að fresta brott­vís­un Yaz­ans Tamimi og fjöl­skyldu. Tveir fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins hringdu í Sig­ríði Björk Guð­jóns­dótt­ur rík­is­lög­reglu­stjóra og ræddu mál­ið.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár