Magnús Þorkell Bernharðsson, prófessor í sögu Mið-Austurlanda, bjó í Sýrlandi á síðasta áratug síðustu aldar og segir að þrátt fyrir einræðisstjórn hafi stöðugleiki og friðsæld einkennt landið. Hann kom síðast til Sýrlands í byrjun árs 2011, rétt áður en arabíska vorið brast á. Í dag getur hann sagt að það hafi verið lognið á undan storminum en á þeim tíma upplifði hann það ekki þannig, heldur sá hann jákvæðar breytingar á samfélaginu, bæði efnahagslegar og stjórnmálalegar. „Viðhorfin voru frjálslyndari og bjartsýnin meiri en hafði verið áður. Fólk var farið að gera langtímaáætlanir. Sýrlendingar áttu auðveldara með að komast til náms erlendis og biðin við erlend sendiráð var mun styttri en áður. Á þessum tímapunkti fannst mér eins og Sýrlendingar væru loksins komnir út á þjóðbrautina og væru að setja í þriðja gír. Það var ekkert sem gaf til kynna að óveðursský væru á lofti heldur var spáin góð.“
Átakanleg þróun
Sýrland er sögufræg þjóð, fyrsta stafrófið er þaðan, akuryrkja hefur verið stunduð þar í þúsundir ára og Magnús Þorkell bendir á að þarna hafi mannkynið verið í hvað mestum tengslum við jörðina, alls konar trúarbrögð og heimsveldi hafa komið og farið. „Sýrland er eins og eitt stórt þjóðminjasafn. Ef þú spáir í það hvernig þróunin hefur verið þá er það kannski táknrænt fyrir okkar tíma, þar sem tæknin og framþróunin er orðin svo mikil varðandi það að beita ofbeldi, að birtingarmynd nútímans er
Athugasemdir