Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Rússneskar herþotur minni Íslendinga á mikilvægi þjóðaröryggisstefnu og fullveldis

Lilja Al­freðs­dótt­ir ut­an­rík­is­ráð­herra benti á að rúss­nesk­ar herflug­vél­ar hefðu flog­ið und­ir ís­lenskri far­þega­þotu í vik­unni: „Ný­sam­þykkt lög um þjóðarör­ygg­is­ráð og -stefnu eru ekki upp á punt, held­ur snú­ast um raun­veru­leg mál sem varða full­veldi Ís­lands og ör­yggi al­menn­ings.“

Rússneskar herþotur minni Íslendinga á mikilvægi þjóðaröryggisstefnu og fullveldis

Lilja D. Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra og þingframbjóðandi Framsóknarflokksins, var frummælandi flokksins á eldhúsdagsumræðunum á Alþingi í kvöld. Hvorki Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, né Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, héldu ræðu.

Lilja vakti athygli á því í ræðu sinni að rússneskar herflugvélar hefðu flogið undir íslenskri farþegaþotu á leið til Stokkhólms í síðustu viku. Vélarnar hefðu ekki látið vita af sér og flogið án auðkennis.

„Þótt ekki hafi verið um að ræða brot á alþjóðalögum minna atvik af þessu tagi okkur á að þótt við búum á eyju er Ísland svo sannarlega ekki eyland þegar kemur að öryggismálum,“ sagði Lilja og bætti við: „Atvik af þessu tagi staðfesta, að vera okkar í Atlantshafsbandalaginu með tilheyrandi eftirliti og vöktun er ekki aðeins skynsamleg heldur nauðsynleg.“ Þá sagði hún að nýsamþykkt lög um þjóðaröryggisráð og þjóðaröryggisstefnu væru ekki upp á punt, heldur snerust um fullveldi Íslands og öryggi almennings.

Í ræðu sinni nefndi Lilja að fyrir átta árum hefði „íslenska efnahagsrútan“ keyrt út í skurð og setið þar föst í nokkur ár. „En við erum komin af stað á ný með sterkar hendur á stýri. Til að byrja með var leiðin hál og brekkan brött, en með mikilli seiglu erum við komin á jafnsléttu á ný og leiðin er greið,“ sagði hún og bætti við: „Hins vegar hefur aldrei verið mikilvægara en nú, að hafa augun á veginum og tryggja að við keyrum ekki of hratt. Því jafnvel þótt vegurinn hafi batnað eru beygjurnar krappar, og augnabliks kæruleysi getur verið dýrkeypt. Þess vegna skiptir máli, að við stýrið sitji reynslumikill bílstjóri sem kunni að keyra við ólíkar aðstæður.“ Þá minntist Lilja á deiluna um vörumerkið Iceland og að þar ættu Íslendingar að standa á rétti sínum sem þjóð eins og í Icesave-málinu. Lagði Lilja áherslu á að þingmenn ynnu saman að stóru hagsmunamálunum. „Við verðum að ávinna okkur traust hvert annars og takast á um stefnur og málefnalegar áherslur, en ekki um einstakar persónur,“ sagði hún.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

Gætu allt eins verið á hálendinu
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár