Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Meirihluti fjárlaganefndar klofinn í skýrslumálinu

Val­gerð­ur Gunn­ars­dótt­ir, þing­kona Sjálf­stæð­is­flokks­ins, seg­ist ekki vera að­ili að skýrslu meiri­hluta fjár­laga­nefnd­ar Al­þing­is um einka­væð­ingu bank­anna hina síð­ari, sem Vig­dís Hauks­dótt­ir og Guð­laug­ur Þór Þórð­ar­son hafa kynnt.

Meirihluti fjárlaganefndar klofinn í skýrslumálinu
Efasemdir Valgerður Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfdstæðisflokksins, hefur efasemdir við skýrslu Guðlaugs Þórs og Vigdísar. Hún situr í meirihluta Fjárlaganefndar sem er kennt plaggið. Mynd: Magnus Fröderberg

„Ég hef ýmsar efasemdir við þessa skýrslu. Það verður að koma í ljós hver framvinda þessa verður,“ segir Valgerður Gunnarsdóttir, alþingismaður Sjálfstæðisflokks og nefndarmaður í Fjárlaganefnd, um samantekt þá sem kennd er við einkavæðingu bankanna hina síðari.

Vigdís Hauksdóttir formaður og Guðlaugur Þór Þórðarson varaformaður nefndarinnar hafa lýst því að samantektin sé skýrsla á ábyrgð meirihluta fjárlaganefndar. Þungar ávirðingar er að finna þar um framgöngu Steingríms J. Sigfússonar og þeirra embættismanna og starfsmanna sem komu að endurreisn bankanna. Skýrt er gefið til kynna að framganga ráðherrans hafi kostað þjóðarbúið mikla fjármuni og að þar hafi hagsmunir kröfuhafa bankanna verið teknir fram fyrir hagsmuni þjóðarinnar. Þegar hafa nokkrir þeirra sem sökum eru bornir mótmælt harðlega og gefið til kynna að þeirri hyggist höfða mál á hendur þeim sem bera ábyrgð á framsetningunni.

Forseti Alþingis upplýsti í gær að ekki hefði verið farið að þingsköpum þegar plaggið var samið og kynnt. 

Afsökunarbeiðni Guðlaugs Þórs

Guðlaugur Þór hefur beðist afsökunar á orðalagi í „skýrslunni” og lofar úrbótum. Vigdís hefur ekki beðist afsökunar og ítrekaði á Rás 2 í morgun að í henni væri allt sannleikanum samkvæmt. Varðandi það að plaggið væri ekki skýrsla fullyrti hún að því formsatriði yrði fullnægt í dag þegar hið umdeilda plagg fái málsnúmer.

Höfundarnir
Höfundarnir Vigdís Hauksdóttir og Guðlaugur Þórðarsson stóðu að skýrslunnu umdeildu.

Innan Sjálfstæðisflokksins eru miklar efasemdir við innihald skýrslunnar. Sumir þingmanna flokksins hafi lýst vinnubrögðunum við skýrsluna sem fúski og að skilningsleysi ráði för.

Valgerður Gunnarsdóttir vill ekkert láta uppi um framvindu málsins í Fjárlaganefnd og hvort hún muni krefjast frávísunar.

„Ég hef ekki gefið út að ég sé aðili að þessari skýrslu“

„Ég hef ekki gefið út að ég sé aðili að þessari skýrslu,“ segir hún.

Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður fjárlaganefndar, lét ekki ná í sig vegna málsins.  Innan þess meirihluta sem ber ábyrgð á samantektinni eru Haraldur, Ásmundur Einar Daðason og Páll Jóhann Pálsson.

Páll Jóhann segir að aðspurður að hann taki sína ábyrgð á samantektinni. Hann segist hafa treyst því að Vigdís og Guðlaugur væru að vinna sína vinnu.

Of harðort
Of harðort Páll Jóhann Pálsson vill tóna niður umdeilda skýrslu,

„Ég hef stutt fólkið í þessari vinnu. En það á eftir að fara betur yfir textann og lagfæra eitt og annað," segir hann.

Of harðort

Páll Jóhann segist ekki telja að þeir sem komu að endurreisn bankanna séu sekir. Framsetningin og ályktanirnar hafi komið honum á óvart. Þar hefði átt að gæta meiri hófstillingar.

„Ég hafði séð fyrir mér að farið yrði yfir málið. Orðalagið er á köflum óþarflega harkalegt og of mikið um ályktanir. Þarna þarf að lagfæra. Það er nauðsynlegt að fara yfir þessi mál og læra af því,“ segir Páll Jóhann.

Oddný Harðardóttir, formaður Samfylkingar og nefndarmaður í minnihluta fjárlaganefndar, hefur krafið meirihlutann um svör vegna vinnslu skýrslunnar. Þau svör hafa enn ekki borist. Fundarfall varð í nefndinni í gær en til stendur að funda á morgum.

„Ég mun krefjast þess að skýrslan verði dregin til baka og fólk beðið afsökunar. Það er grafalvarlegt þegar nefndir Alþingis eru misnotaðar með þessum hætti," segir Oddný.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnsýsla

Umboðsmaður taldi forræðið liggja hjá stjórnvaldinu en ekki ríkislögmanni
FréttirStjórnsýsla

Um­boðs­mað­ur taldi for­ræð­ið liggja hjá stjórn­vald­inu en ekki rík­is­lög­manni

Ákvörð­un­ar­vald um hvort bóta­skylda sé við­ur­kennd ligg­ur hjá því stjórn­valdi sem bóta­kröfu er beint að og stjórn­völd hafa for­ræði á kröfu­gerð, rök­semd­um og ágrein­ings­at­rið­um þeg­ar mál fara fyr­ir dóm­stóla. Þetta er af­staða um­boðs­manns Al­þing­is sam­kvæmt ábend­inga­bréfi sem hann sendi heil­brigð­is­ráð­herra ár­ið 2014, en for­sæt­is­ráðu­neyt­ið gaf út yf­ir­lýs­ingu á föstu­dag þar sem fram kom að rík­is­lög­mað­ur hefði „al­mennt for­ræði á kröfu­gerð og fram­setn­ingu henn­ar“.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Birkir tapaði fyrir ríkinu í Strassborg
6
Fréttir

Birk­ir tap­aði fyr­ir rík­inu í Strass­borg

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hafn­aði öll­um kæru­lið­um Birk­is Krist­ins­son­ar vegna máls­með­ferð­ar fyr­ir ís­lensk­um dóm­stól­um. Birk­ir var dæmd­ur til fang­elsis­vist­ar í Hæsta­rétt­ið ár­ið 2015 vegna við­skipta Glitn­is en hann var starfs­mað­ur einka­banka­þjón­ustu hans. MDE taldi ís­lenska rík­ið hins veg­ar hafa brot­ið gegn rétti Jó­hann­es­ar Bald­urs­son­ar til rétt­látr­ar máls­með­ferð­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár