Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Meirihluti fjárlaganefndar klofinn í skýrslumálinu

Val­gerð­ur Gunn­ars­dótt­ir, þing­kona Sjálf­stæð­is­flokks­ins, seg­ist ekki vera að­ili að skýrslu meiri­hluta fjár­laga­nefnd­ar Al­þing­is um einka­væð­ingu bank­anna hina síð­ari, sem Vig­dís Hauks­dótt­ir og Guð­laug­ur Þór Þórð­ar­son hafa kynnt.

Meirihluti fjárlaganefndar klofinn í skýrslumálinu
Efasemdir Valgerður Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfdstæðisflokksins, hefur efasemdir við skýrslu Guðlaugs Þórs og Vigdísar. Hún situr í meirihluta Fjárlaganefndar sem er kennt plaggið. Mynd: Magnus Fröderberg

„Ég hef ýmsar efasemdir við þessa skýrslu. Það verður að koma í ljós hver framvinda þessa verður,“ segir Valgerður Gunnarsdóttir, alþingismaður Sjálfstæðisflokks og nefndarmaður í Fjárlaganefnd, um samantekt þá sem kennd er við einkavæðingu bankanna hina síðari.

Vigdís Hauksdóttir formaður og Guðlaugur Þór Þórðarson varaformaður nefndarinnar hafa lýst því að samantektin sé skýrsla á ábyrgð meirihluta fjárlaganefndar. Þungar ávirðingar er að finna þar um framgöngu Steingríms J. Sigfússonar og þeirra embættismanna og starfsmanna sem komu að endurreisn bankanna. Skýrt er gefið til kynna að framganga ráðherrans hafi kostað þjóðarbúið mikla fjármuni og að þar hafi hagsmunir kröfuhafa bankanna verið teknir fram fyrir hagsmuni þjóðarinnar. Þegar hafa nokkrir þeirra sem sökum eru bornir mótmælt harðlega og gefið til kynna að þeirri hyggist höfða mál á hendur þeim sem bera ábyrgð á framsetningunni.

Forseti Alþingis upplýsti í gær að ekki hefði verið farið að þingsköpum þegar plaggið var samið og kynnt. 

Afsökunarbeiðni Guðlaugs Þórs

Guðlaugur Þór hefur beðist afsökunar á orðalagi í „skýrslunni” og lofar úrbótum. Vigdís hefur ekki beðist afsökunar og ítrekaði á Rás 2 í morgun að í henni væri allt sannleikanum samkvæmt. Varðandi það að plaggið væri ekki skýrsla fullyrti hún að því formsatriði yrði fullnægt í dag þegar hið umdeilda plagg fái málsnúmer.

Höfundarnir
Höfundarnir Vigdís Hauksdóttir og Guðlaugur Þórðarsson stóðu að skýrslunnu umdeildu.

Innan Sjálfstæðisflokksins eru miklar efasemdir við innihald skýrslunnar. Sumir þingmanna flokksins hafi lýst vinnubrögðunum við skýrsluna sem fúski og að skilningsleysi ráði för.

Valgerður Gunnarsdóttir vill ekkert láta uppi um framvindu málsins í Fjárlaganefnd og hvort hún muni krefjast frávísunar.

„Ég hef ekki gefið út að ég sé aðili að þessari skýrslu“

„Ég hef ekki gefið út að ég sé aðili að þessari skýrslu,“ segir hún.

Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður fjárlaganefndar, lét ekki ná í sig vegna málsins.  Innan þess meirihluta sem ber ábyrgð á samantektinni eru Haraldur, Ásmundur Einar Daðason og Páll Jóhann Pálsson.

Páll Jóhann segir að aðspurður að hann taki sína ábyrgð á samantektinni. Hann segist hafa treyst því að Vigdís og Guðlaugur væru að vinna sína vinnu.

Of harðort
Of harðort Páll Jóhann Pálsson vill tóna niður umdeilda skýrslu,

„Ég hef stutt fólkið í þessari vinnu. En það á eftir að fara betur yfir textann og lagfæra eitt og annað," segir hann.

Of harðort

Páll Jóhann segist ekki telja að þeir sem komu að endurreisn bankanna séu sekir. Framsetningin og ályktanirnar hafi komið honum á óvart. Þar hefði átt að gæta meiri hófstillingar.

„Ég hafði séð fyrir mér að farið yrði yfir málið. Orðalagið er á köflum óþarflega harkalegt og of mikið um ályktanir. Þarna þarf að lagfæra. Það er nauðsynlegt að fara yfir þessi mál og læra af því,“ segir Páll Jóhann.

Oddný Harðardóttir, formaður Samfylkingar og nefndarmaður í minnihluta fjárlaganefndar, hefur krafið meirihlutann um svör vegna vinnslu skýrslunnar. Þau svör hafa enn ekki borist. Fundarfall varð í nefndinni í gær en til stendur að funda á morgum.

„Ég mun krefjast þess að skýrslan verði dregin til baka og fólk beðið afsökunar. Það er grafalvarlegt þegar nefndir Alþingis eru misnotaðar með þessum hætti," segir Oddný.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnsýsla

Umboðsmaður taldi forræðið liggja hjá stjórnvaldinu en ekki ríkislögmanni
FréttirStjórnsýsla

Um­boðs­mað­ur taldi for­ræð­ið liggja hjá stjórn­vald­inu en ekki rík­is­lög­manni

Ákvörð­un­ar­vald um hvort bóta­skylda sé við­ur­kennd ligg­ur hjá því stjórn­valdi sem bóta­kröfu er beint að og stjórn­völd hafa for­ræði á kröfu­gerð, rök­semd­um og ágrein­ings­at­rið­um þeg­ar mál fara fyr­ir dóm­stóla. Þetta er af­staða um­boðs­manns Al­þing­is sam­kvæmt ábend­inga­bréfi sem hann sendi heil­brigð­is­ráð­herra ár­ið 2014, en for­sæt­is­ráðu­neyt­ið gaf út yf­ir­lýs­ingu á föstu­dag þar sem fram kom að rík­is­lög­mað­ur hefði „al­mennt for­ræði á kröfu­gerð og fram­setn­ingu henn­ar“.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
4
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár