Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Meirihluti fjárlaganefndar klofinn í skýrslumálinu

Val­gerð­ur Gunn­ars­dótt­ir, þing­kona Sjálf­stæð­is­flokks­ins, seg­ist ekki vera að­ili að skýrslu meiri­hluta fjár­laga­nefnd­ar Al­þing­is um einka­væð­ingu bank­anna hina síð­ari, sem Vig­dís Hauks­dótt­ir og Guð­laug­ur Þór Þórð­ar­son hafa kynnt.

Meirihluti fjárlaganefndar klofinn í skýrslumálinu
Efasemdir Valgerður Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfdstæðisflokksins, hefur efasemdir við skýrslu Guðlaugs Þórs og Vigdísar. Hún situr í meirihluta Fjárlaganefndar sem er kennt plaggið. Mynd: Magnus Fröderberg

„Ég hef ýmsar efasemdir við þessa skýrslu. Það verður að koma í ljós hver framvinda þessa verður,“ segir Valgerður Gunnarsdóttir, alþingismaður Sjálfstæðisflokks og nefndarmaður í Fjárlaganefnd, um samantekt þá sem kennd er við einkavæðingu bankanna hina síðari.

Vigdís Hauksdóttir formaður og Guðlaugur Þór Þórðarson varaformaður nefndarinnar hafa lýst því að samantektin sé skýrsla á ábyrgð meirihluta fjárlaganefndar. Þungar ávirðingar er að finna þar um framgöngu Steingríms J. Sigfússonar og þeirra embættismanna og starfsmanna sem komu að endurreisn bankanna. Skýrt er gefið til kynna að framganga ráðherrans hafi kostað þjóðarbúið mikla fjármuni og að þar hafi hagsmunir kröfuhafa bankanna verið teknir fram fyrir hagsmuni þjóðarinnar. Þegar hafa nokkrir þeirra sem sökum eru bornir mótmælt harðlega og gefið til kynna að þeirri hyggist höfða mál á hendur þeim sem bera ábyrgð á framsetningunni.

Forseti Alþingis upplýsti í gær að ekki hefði verið farið að þingsköpum þegar plaggið var samið og kynnt. 

Afsökunarbeiðni Guðlaugs Þórs

Guðlaugur Þór hefur beðist afsökunar á orðalagi í „skýrslunni” og lofar úrbótum. Vigdís hefur ekki beðist afsökunar og ítrekaði á Rás 2 í morgun að í henni væri allt sannleikanum samkvæmt. Varðandi það að plaggið væri ekki skýrsla fullyrti hún að því formsatriði yrði fullnægt í dag þegar hið umdeilda plagg fái málsnúmer.

Höfundarnir
Höfundarnir Vigdís Hauksdóttir og Guðlaugur Þórðarsson stóðu að skýrslunnu umdeildu.

Innan Sjálfstæðisflokksins eru miklar efasemdir við innihald skýrslunnar. Sumir þingmanna flokksins hafi lýst vinnubrögðunum við skýrsluna sem fúski og að skilningsleysi ráði för.

Valgerður Gunnarsdóttir vill ekkert láta uppi um framvindu málsins í Fjárlaganefnd og hvort hún muni krefjast frávísunar.

„Ég hef ekki gefið út að ég sé aðili að þessari skýrslu“

„Ég hef ekki gefið út að ég sé aðili að þessari skýrslu,“ segir hún.

Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður fjárlaganefndar, lét ekki ná í sig vegna málsins.  Innan þess meirihluta sem ber ábyrgð á samantektinni eru Haraldur, Ásmundur Einar Daðason og Páll Jóhann Pálsson.

Páll Jóhann segir að aðspurður að hann taki sína ábyrgð á samantektinni. Hann segist hafa treyst því að Vigdís og Guðlaugur væru að vinna sína vinnu.

Of harðort
Of harðort Páll Jóhann Pálsson vill tóna niður umdeilda skýrslu,

„Ég hef stutt fólkið í þessari vinnu. En það á eftir að fara betur yfir textann og lagfæra eitt og annað," segir hann.

Of harðort

Páll Jóhann segist ekki telja að þeir sem komu að endurreisn bankanna séu sekir. Framsetningin og ályktanirnar hafi komið honum á óvart. Þar hefði átt að gæta meiri hófstillingar.

„Ég hafði séð fyrir mér að farið yrði yfir málið. Orðalagið er á köflum óþarflega harkalegt og of mikið um ályktanir. Þarna þarf að lagfæra. Það er nauðsynlegt að fara yfir þessi mál og læra af því,“ segir Páll Jóhann.

Oddný Harðardóttir, formaður Samfylkingar og nefndarmaður í minnihluta fjárlaganefndar, hefur krafið meirihlutann um svör vegna vinnslu skýrslunnar. Þau svör hafa enn ekki borist. Fundarfall varð í nefndinni í gær en til stendur að funda á morgum.

„Ég mun krefjast þess að skýrslan verði dregin til baka og fólk beðið afsökunar. Það er grafalvarlegt þegar nefndir Alþingis eru misnotaðar með þessum hætti," segir Oddný.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnsýsla

Umboðsmaður taldi forræðið liggja hjá stjórnvaldinu en ekki ríkislögmanni
FréttirStjórnsýsla

Um­boðs­mað­ur taldi for­ræð­ið liggja hjá stjórn­vald­inu en ekki rík­is­lög­manni

Ákvörð­un­ar­vald um hvort bóta­skylda sé við­ur­kennd ligg­ur hjá því stjórn­valdi sem bóta­kröfu er beint að og stjórn­völd hafa for­ræði á kröfu­gerð, rök­semd­um og ágrein­ings­at­rið­um þeg­ar mál fara fyr­ir dóm­stóla. Þetta er af­staða um­boðs­manns Al­þing­is sam­kvæmt ábend­inga­bréfi sem hann sendi heil­brigð­is­ráð­herra ár­ið 2014, en for­sæt­is­ráðu­neyt­ið gaf út yf­ir­lýs­ingu á föstu­dag þar sem fram kom að rík­is­lög­mað­ur hefði „al­mennt for­ræði á kröfu­gerð og fram­setn­ingu henn­ar“.

Mest lesið

Vaxandi hætta á kreppuverðbólgu
6
GreiningHvað gerist árið 2026?

Vax­andi hætta á kreppu­verð­bólgu

Vax­andi lík­ur eru á að at­vinnu­leysi og há verð­bólga fari sam­an og þá duga hefð­bund­in tól efna­hags­stjórn­ar illa. Heims­hag­kerf­ið held­ur áfram að ger­breyt­ast og að­lag­ast nýrri, sí­breyti­legri en óljósri um­gjörð. Þjóð­ar­auð­lind­ir ná­granna okk­ar og jafn­vel okk­ar eig­in gætu ver­ið í hættu þeg­ar ris­inn í vestri ásæl­ist æ meiri auðævi á með­an um­hverf­is­mál­in verða auka­at­riði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár