Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

„Vorið kemur ekki fyrr en í apríl"

Páll Berg­þórs­son og Óli Þór Árna­son um lok vet­urs

„Vorið kemur ekki fyrr en í apríl"

Enn er nokkuð í vorið. Þetta segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur. „Mars telst yfirleitt til vetrarmánuðar á Íslandi,” útskýrir hann. Í kjölfar þeirra storma sem gengið hafa yfir landið nýverið er ljóst að fólki er tekið að lengja eftir vorinu. Miklar frosthörkur hafa verið og fyrstu mánuðir ársins hafa verið harðir. „Það er von á tveimur nokkuð góðum hlákuköflum í næstu viku, en þær verða ekki viðvarandi.” segir Óli Þór.

„Það er nú ekki nema febrúar,” segir Páll Bergþórsson, veðurfræðingur og fyrrverandi veðurstofustjóri. „Vorið kemur ekki fyrr en í apríl eða í lok mars. Þessir mánuðir eru vanalega kaldasti tími vetursins en við erum kannski komin yfir allra kaldasta hlutann.” Þó þetta sé ekki versti vetur sem Páll hefur séð segir hann veturinn sérstakan að því leytinu til að það hefur verið mikil suðvestan átt. „Það er heldur óalgengt á þessum tíma. Í suðvestan átt er alltaf lang mest úrkoma að sunnan og vestan þar sem það stendur af hafi.”

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Náum ekki verðbólgumarkmiði fyrr en 2027 – launahækkanir lykilþáttur
6
Fréttir

Ná­um ekki verð­bólgu­mark­miði fyrr en 2027 – launa­hækk­an­ir lyk­il­þátt­ur

Vara­seðla­banka­stjóri seg­ir bank­ann gera ráð fyr­ir að verð­bólga hækki aft­ur áð­ur en hún lækk­ar. Spár Seðla­bank­ans geri ráð fyr­ir að verð­bólgu­markmið ná­ist á fyrri hluta 2027. Launa­hækk­an­ir sem tryggð­ar voru í síð­ustu kjara­samn­ing­um hafi gegnt lyk­il­hlut­verki í því að við­halda inn­lend­um hluta verð­bólg­unn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár