Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Reiðibylgja í kjölfar kæru og nafnbirtingar

DV nafn­greindi kær­end­ur í Hlíða­mál­inu fyr­ir slysni og baðst af­sök­un­ar. Nauðg­un­ar­kæra manns á hend­ur ungri konu hef­ur vak­ið hörð við­brögð og Sól­ey Tóm­as­dótt­ir for­seti borg­ar­stjórn­ar kall­ar Vil­hjálm H. Vil­hjálms­son „fyr­ir­lit­leg­an lág­kúru­lög­fræð­ing“.

Reiðibylgja í kjölfar kæru og nafnbirtingar

DV.is birti í dag nöfn og kennitölur manns og konu sem kært hafa hvort annað fyrir nauðgun í íbúð Hlíðahverfinu í Reykjavík.

Ágúst Borgþór Sverrisson, blaðamaðurinn sem skrifaði fréttina, segir í samtali við Stundina að um mistök hafi verið að ræða og gerðar hafi verið breytingar á umræddri grein. „Þetta eru bara mistök og ég er búinn að taka þetta út. Þetta er bara bömmer og mjög vont,“ segir hann.

Mistökin fólust í því að kæra mannsins á hendur konunni var birt í heild án þess að persónugreinanlegar upplýsingar væru fjarlægðar. Í kæruskjalinu mátti einnig sjá nöfn þriggja annarra manna sem sagðir eru geta gefið lögreglu skýrslu „um háttsemi konunnar“. Nöfnin og kennitölurnar voru inni í um það bil korter áður en fréttinni var breytt.

Neðst í frétt DV er nú að finna afsökunarbeiðni frá ritstjóra DV.is. „Þegar fréttin birtist fyrst fylgdi henni, fyrir mistök, kæruskjalið sem um ræðir. DV biður hluteigandi innilega afsökunar á þessum mistökum,“ segir þar.

Nokkur umræða hefur spunnist um málið á samfélagsmiðlum og hafa mistökin meðal annars verið sett í samhengi við atvik sem vakti athygli fyrir þremur árum þegar Pressan, sem nú er í eigu sama fyrirtækis og DV, birti mynd af stúlku sem kært hafði Egil Gillzenegger Einarsson fyrir kynferðisbrot. Myndin var fjarlægð og baðst þáverandi ritstjóri Pressunnar, afsökunar á birtingunni.

Hörð viðbrögð við kæru

Mikil reiði hefur blossað upp eftir að Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi tveggja manna sem kærðir voru fyrir kynferðisbrot gegn tveimur konum í Hlíðunum, lagði fram kæru fyrir hönd annars mannsins gegn annarri konunni. „Í dag sá ég glitta í afkima feðraveldisins sem mér datt ekki í hug að væri til. Fyrirlitlegi lágkúrulögfræðingur,“ skrifar Sóley Tómasdóttir, forseti borgarstjórnar Reykjavíkurborgar á Twitter. „Afsakið meðan ég æli,“ skrifar Sveinn Arnarson, blaðamaður á Fréttablaðinu, á Facebook.

Á umræðuvettvanginum Beauty Tips tjáir fjöldi kvenna sig um málið og hneykslast á framgangi lögmannsins. „Ég held að þetta snúist bara um taktík, að reyna að þagga konurnar niður,“ segir ein þeirra sem leggja orð í belg. „Af hverju kærði hann þær fyrst fyrir rangar sakargiftir en ekki konuna strax fyrir nauðgun? Hefði það ekki átt að vera í forgangi?“ spyr önnur. 

#þúertekkiein

Hildur Lilliendahl Viggósdóttir, sem talsvert hefur látið að sér kveða í jafnréttisumræðunni undanfarin ár, birtir stuðningsyfirlýsingu við stelpurnar á Facebook-síðu sinni og í Beauty Tips-hópnum.

„Í dag talaði ég við konur sem eru mjög triggeraðar eftir nýjasta viðbjóðslega útspil lögmannsins sem ég vil ekki nefna. Okkur langar til að koma stuðningi á framfæri við þolendurna í þessu máli. Við vitum ekki hverjar þær eru en við viljum að þær viti að við erum að hugsa til þeirra. Og ég býð öllum í Beauty tips að kvitta hérna undir ef þið viljið taka undir þessi skilaboð til þeirra,“ skrifar Hildur og hundruð kvenna taka undir. 

„Ef þetta væru mínar dætur væri ég svo óskaplega þakklát dómstóli götunnar fyrir öskrin og deilingar, ástina og baráttuna,“ segir einn þeirra Facebook-notenda sem deilir færslu Hildar. „Ég held að ALLIR ættu að setja sig í spor þessarra stelpna og hugsa, hvað ef þetta væri mín dóttir, systir, bróðir, maður eða kona!“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjölmiðlamál

Hundruð milljóna taprekstur fjölmiðla telst ekki til fjárhagserfiðleika
ÚttektFjölmiðlamál

Hundruð millj­óna ta­prekst­ur fjöl­miðla telst ekki til fjár­hagserf­ið­leika

Stærst­ur hluti Covid-styrkja til fjöl­miðla fer til þriggja sem töp­uðu hundruð­um millj­óna í fyrra. Lilja Al­freðs­dótt­ir mennta­mála­ráð­herra vildi að smærri miðl­ar fengju meira. And­staða var á Al­þingi og ekki er vit­að hvort fjöl­miðla­frum­varp verð­ur aft­ur lagt fram. Pró­fess­or seg­ir pen­ing­um aus­ið til hags­muna­að­ila.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár