Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Luxury Adventures í rannsókn hjá sérstökum saksóknara

Ólaf­ur Helgi Þor­gríms­son, fram­kvæmda­stjóri Lux­ury Advent­ur­es og skráð­ur for­stöðu­mað­ur trú­fé­lags­ins Zuism var færð­ur í gæslu­varð­hald fyr­ir nokkr­um mán­uð­um. Að sögn heim­ilda snýst mál­ið um pen­inga­þvott.

Luxury Adventures í rannsókn hjá sérstökum saksóknara
Í rannsókn Ólafur Helgi var færður í gæsluvarðhald fyrr í vetur vegna málsins. Mynd: Lux.is

Ólafur Helgi Þorgrímsson, framkvæmdastjóri Luxury Adventures og skráður forstöðumaður trúfélagsins Zuism, er í rannsókn hjá sérstökum saksóknara. Samkvæmt heimildum Stundarinnar snýst málið um peningaþvott í gegnum félagið Luxury Adventures.

Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, staðfestir að rannsókn á Ólafi Helga hafi staðið um nokkurt skeið. Sérstakur saksóknari segist annars lítið geta sagt um málið meðan það er enn í rannsókn. Hann segir þó að rannsóknin sé mjög langt komin, raunar nærri lokið. Ólafur Þór segir að málið hafi komið upp árið 2013. Vænta má þess að málið fari í ákærumeðferð á næstu vikum.

Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir bæði fyrir og eftir helgi hefur Stundin ekki náð í Ólaf Helga.

Færður í gæsluvarðhald

Samkvæmt heimildum Stundarinnar snýst meint afbrot Ólafs Helga meðal annars um millifærslu á fé frá Eystrasaltslöndunum til Íslands þar sem ferðaþjónustufyrirtæki hans var nýtt í þeim tilgangi. Samkvæmt heimildum skaut Seðlabanki Íslands málinu til sérstaks saksóknara. Fyrir nokkrum mánuðum síðan sat Ólafur Helgi sat í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Að sögn heimildarmanns má rekja upphaf málsins til þess að Seðlabanki Íslands fór að kanna innborganir á reikninga vegna ferða á vegum Luxury Adventures. 

Forstöðumaður Zuisma

Stundin greindi frá því á dögunum að Ólafur Helgi væri forstöðumaður eins dularfyllsta trúsöfnuðar á Íslandi, en sjálfur segist hann hafa hætt þar eftir nokkra mánuði. 

Félagið heitir  Zuismi, en söfnuðurinn fékk formlega skráningu árið 2013 eftir að honum hafði verið hafnað árið áður. Samkvæmt heimildum Stundarinnar verður trúfélagið brottfellt á næstu vikum.

Svo virðist sem meðlimir trúfélagsins trúi á fornsúmerska fjölgyðistrú, sem segja má að hafi runnið sitt skeið fyrir um 6000 árum. Skráðir meðlimir eru þrír.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ólst upp við listamannslíf og laus við kassahugsun
4
Viðtal

Ólst upp við lista­manns­líf og laus við kassa­hugs­un

Þór­dís Hólm Fil­ips­dótt­ir er dótt­ir rit­höf­und­ar og mynd­list­ar­manns og í upp­eld­inu skiptu orð miklu máli. Skrif eru hluti af líf­inu, sem er eins og mynd­rænt ljóð, þar sem skipt­ast á skin og skúr­ir. Áhrif seinni heims­styrj­ald­ar­inn­ar mót­uðu fjöl­skyldu­sög­una, hún leit­aði ung út í heim og flutti seinna með ung­barn og ung­lings­dótt­ur til Afr­íku. Strax í æsku lærði hún að lifa ut­an ramm­ans og stund­ar nú heild­ræn­ar lækn­ing­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár