Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Luxury Adventures í rannsókn hjá sérstökum saksóknara

Ólaf­ur Helgi Þor­gríms­son, fram­kvæmda­stjóri Lux­ury Advent­ur­es og skráð­ur for­stöðu­mað­ur trú­fé­lags­ins Zuism var færð­ur í gæslu­varð­hald fyr­ir nokkr­um mán­uð­um. Að sögn heim­ilda snýst mál­ið um pen­inga­þvott.

Luxury Adventures í rannsókn hjá sérstökum saksóknara
Í rannsókn Ólafur Helgi var færður í gæsluvarðhald fyrr í vetur vegna málsins. Mynd: Lux.is

Ólafur Helgi Þorgrímsson, framkvæmdastjóri Luxury Adventures og skráður forstöðumaður trúfélagsins Zuism, er í rannsókn hjá sérstökum saksóknara. Samkvæmt heimildum Stundarinnar snýst málið um peningaþvott í gegnum félagið Luxury Adventures.

Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, staðfestir að rannsókn á Ólafi Helga hafi staðið um nokkurt skeið. Sérstakur saksóknari segist annars lítið geta sagt um málið meðan það er enn í rannsókn. Hann segir þó að rannsóknin sé mjög langt komin, raunar nærri lokið. Ólafur Þór segir að málið hafi komið upp árið 2013. Vænta má þess að málið fari í ákærumeðferð á næstu vikum.

Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir bæði fyrir og eftir helgi hefur Stundin ekki náð í Ólaf Helga.

Færður í gæsluvarðhald

Samkvæmt heimildum Stundarinnar snýst meint afbrot Ólafs Helga meðal annars um millifærslu á fé frá Eystrasaltslöndunum til Íslands þar sem ferðaþjónustufyrirtæki hans var nýtt í þeim tilgangi. Samkvæmt heimildum skaut Seðlabanki Íslands málinu til sérstaks saksóknara. Fyrir nokkrum mánuðum síðan sat Ólafur Helgi sat í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Að sögn heimildarmanns má rekja upphaf málsins til þess að Seðlabanki Íslands fór að kanna innborganir á reikninga vegna ferða á vegum Luxury Adventures. 

Forstöðumaður Zuisma

Stundin greindi frá því á dögunum að Ólafur Helgi væri forstöðumaður eins dularfyllsta trúsöfnuðar á Íslandi, en sjálfur segist hann hafa hætt þar eftir nokkra mánuði. 

Félagið heitir  Zuismi, en söfnuðurinn fékk formlega skráningu árið 2013 eftir að honum hafði verið hafnað árið áður. Samkvæmt heimildum Stundarinnar verður trúfélagið brottfellt á næstu vikum.

Svo virðist sem meðlimir trúfélagsins trúi á fornsúmerska fjölgyðistrú, sem segja má að hafi runnið sitt skeið fyrir um 6000 árum. Skráðir meðlimir eru þrír.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
4
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár