Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Lögreglan hundeltir þá sem reykja gras meðan fólk er dauðadrukkið í kringum börnin sín

Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir seg­ir að það ríki gríð­ar­leg með­virkni gagn­vart glat­aðri drykkju­menn­ingu.

Lögreglan hundeltir þá sem reykja gras meðan fólk er dauðadrukkið í kringum börnin sín
Mynd: Íris Ann Sigurðardóttir Mynd: Íris Ann Sigurðardóttir

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, leikkona og ritstjóri Kvennablaðsins, telur að á Íslandi gæti gríðarlegrar meðvirkni gagnvart glataðri drykkjumenningu. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í viðtali við hana í nýjasta tölublaði MAN sem dreift var til áskrifenda í dag og kemur í verslanir á morgun. 

„Lögreglan hundeltir barnafólk sem reykir gras en enginn gerir athugasemdir við heimilishald þar sem fólk er dauðadrukkið í kringum börnin sín. Áfengisneysla og heimilisofbeldi á Íslandi helst í hendur. Við þurfum að uppræta þessa glötuðu drykkjumenningu,“ segir Steinunn Ólína sem lýsir því hvernig líf hennar breyttist til hins betra eftir að hún hætti að drekka. „Allt er auðveldara og það er eins og þrír dagar hafi bæst við vikuna. Ég næ að slaka á með öðrum hætti og mér er alveg sama þó aðrir drekki í kringum mig.“  

Í viðtalinu fjallar Steinunn Ólína meðal annars um hugmyndina á bak við Kvennablaðið, frétta- og afþreyingarvef sem þær Soffía Steingrímsdóttir opnuðu árið 2013. 

„Ég fór að skoða þessa svokölluðu kvennamiðla innlenda og erlenda, og þessar síður blaðanna sem eiga að vera fyrir konur. Þessar síður eru allra góðra gjalda verðar, ég sjálf les um slúður, krem, heilsu og tísku ef því er að skipta, en það sem ég áttaði mig fljótlega á er að þetta er nánast eingöngu markaðsefni sem beint er að konum sérstaklega, það virðist sem sé útbreiddur misskilningur að markaðsefni sé það eina sem þær hafi raunverulega áhuga á. Þegar maður flettir þessum síðum þá verður maður engu nær um veröldina, maður upplifir eiginlega bara skort eða vöntun, það er verið að gera eitthvað eftirsóknarvert sem maður getur kannski aldrei eignast, setja fram markmið sem maður getur aldrei náð, hvort sem það eru nú rándýrir skór, penthouse-íbúð í New York, fáránlegur árangur í líkamsrækt eða einhver glamúr-lífsstíll. Einhvern veginn skilur efnið lesandann eftir með þá tilfinningu að hann sé heldur misheppnaður og að hann verði að eignast svona líf, hvað sem það kostar. En ég held að flestar konur langi bara ekkert í svona líf,“ er haft eftir Steinunni. „Ég vissi að það væru til fjölmargar konur eins og ég sem hefðu brennandi áhuga á samfélaginu og vildu taka þátt í þjóðfélagsumræðunni. Hugmynd okkar var því að búa til einhvers konar fjölmiðil sem væri beint til kvenna án þess að segja þeim hvernig þær ættu að lifa lífinu, og án þess að segja þeim að líf þeirra væri ófullkomið.“

„Konur þykja verðmætur hópur fyrir
auglýsendur en það er eins og það gildi
ekki um okkar lesendur“

Fram kemur að þrátt fyrir að mikill lestur sé á vefnum, eða að jafnaði 120 þúsund einstakir notendur á viku, sé reksturinn erfiður. „Auglýsendur sumir hverjir sniðganga okkur vegna róttækni, sem er bjánalegt því okkar lesendur kaupa vörur og þjónustu ekkert síður en aðrir. Sumir auglýsendur styðja líka bara ákveðna fjölmiðla vegna hagsmunatengsla eða af gömlum vana, þetta er ekki alveg einfalt. Ég veit ekki um neinn annan fjölmiðil fyrir konur í heiminum sem er ekki keyrður áfram á lífsstílsefni heldur sem fjölbreyttur frétta- og afþreyingarvefur þar sem lesendahópurinn er að stærstum hluta konur. Konur þykja verðmætur hópur fyrir auglýsendur en það er eins og það gildi ekki um okkar lesendur, það er eins og þessum miðaldra körlum sem stýra auglýsingabransanum og mörgum fyrirtækjum landsins finnist miðillinn ekki nógu fínn og kannski bara á köflum of óþægilegur, hugsanlega er bara markvisst verið að reyna að þagga niður í okkur. Þetta er fáránlegt því þarna er ekki verið að hugsa um konur sem neytendur sem taka sjálfstæðar ákvarðanir og það að ná til þeirra. Það að stærstu auglýsendur landsins auglýsi aldrei hjá okkur sem gæti skipt sköpum fyrir okkar rekstur snýst um allt annað en neytendur, það snýst um hagsmuni, fjölmiðlastjórnun og ekkert annað,“ segir hún. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjölmiðlamál

Hundruð milljóna taprekstur fjölmiðla telst ekki til fjárhagserfiðleika
ÚttektFjölmiðlamál

Hundruð millj­óna ta­prekst­ur fjöl­miðla telst ekki til fjár­hagserf­ið­leika

Stærst­ur hluti Covid-styrkja til fjöl­miðla fer til þriggja sem töp­uðu hundruð­um millj­óna í fyrra. Lilja Al­freðs­dótt­ir mennta­mála­ráð­herra vildi að smærri miðl­ar fengju meira. And­staða var á Al­þingi og ekki er vit­að hvort fjöl­miðla­frum­varp verð­ur aft­ur lagt fram. Pró­fess­or seg­ir pen­ing­um aus­ið til hags­muna­að­ila.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
5
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár