Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Lögreglan leitar í rauðri bifreið í Breiðholti

Þrjár lög­reglu­bif­reið­ir stöðv­uðu rauða bif­reið í Bökk­un­um í Breið­holti og leit­uðu í henni hátt og lágt. Ekki er vit­að hvort að­gerð lög­regl­unn­ar teng­ist leit­inni að Birnu Brjáns­dótt­ur. Í bif­reið­inni voru tveir menn en ekki ligg­ur fyr­ir hvort þeir hafi ver­ið hand­tekn­ir eða þeim sleppt. Bif­reið­in er enn á sama stað, óhreyfð eft­ir leit­ina.

Lögreglan leitar í rauðri bifreið í Breiðholti
Aðgerð lögreglunnar Ekki er vitað hvort leitin í rauða bílnum í Breiðholti tengist leitinni að Birnu Brjánsdóttur sem hvarf sporlaust aðfaranótt laugardags. Mynd: Notandi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði rauða bifreið nú fyrir skömmu í Bökkunum í Breiðholti en ekki er vitað hvort það sé í tengslum við leitina að Birnu Brjánsdóttur sem hvarf aðfaranótt laugardags.

Birna Brjánsdóttir
Birna Brjánsdóttir

Vitni segjast hafa séð þrjár lögreglubifreiðar koma aðvífandi að Bökkunum í Breiðholti fyrir tæpum klukkutíma og umkringja bifreiðina. 

Bifreiðinni þykir svipa til þeirrar bifreiðar sem talin er hafa annað hvort keyrt fram hjá Birnu á Laugaveginum aðfararnótt laugardags eða tekið hana upp í. Þetta er þó ekki rauður Kia Rio heldur Toyota Yaris. Þess ber að geta að Birna býr í Breiðholti, er 170 sentímetrar á hæð, um 70 kíló, ljósrauðhærð og með slegið hár.

Enn lagt á miðju stæði
Enn lagt á miðju stæði Rauð Toyota Yaris sem lögreglan leitaði í nú fyrir skömmu í Breiðholti situr enn á bílastæði í Bökkunum, ólöglega lagt og óhreyfður.

Óhreyfð og ólöglega lagt

Samkvæmt vitnum sem höfðu samband virtist sem að tveir menn hefðu verið í rauðu bifreiðinni sem var stöðvuð en í myndskeiði sem Stundin hefur undir höndum sjást lögreglumenn leita í bifreiðinni. Ekki er vitað hvort mennirnir tveir hafi verið færðir til yfirheyrslu hjá lögreglu eða sleppt á staðnum en rauða bifreiðin er enn á sama stað, óhreyfð og ólöglega lögð eftir leit lögreglunnar.

Engar upplýsingar hafa fengist frá lögreglu um hvort aðgerðin tengist leitinni eður ei.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hvarf Birnu Brjánsdóttur

Lögmaður Nikolaj skilur ekki af hverju hann hefur enn stöðu sakbornings
Fréttir

Lög­mað­ur Ni­kolaj skil­ur ekki af hverju hann hef­ur enn stöðu sak­born­ings

Unn­steinn Örn Elvars­son, lög­fræð­ing­ur Ni­kolaj Ol­sen, seg­ir að skjól­stæð­ing­ur sinn hafi ver­ið him­in­lif­andi þeg­ar hann fékk þær frétt­ir að hann yrði lát­inn laus úr gæslu­varð­haldi en ein­angr­un­in hef­ur reynt veru­lega á hann. Ekki verð­ur far­ið fram á far­bann yf­ir hon­um en hann hef­ur ver­ið stað­fast­ur í frá­sögn sinni, lýst yf­ir sak­leysi og reynt að upp­lýsa mál­ið eft­ir bestu getu.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár