Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Lögreglan leitar í rauðri bifreið í Breiðholti

Þrjár lög­reglu­bif­reið­ir stöðv­uðu rauða bif­reið í Bökk­un­um í Breið­holti og leit­uðu í henni hátt og lágt. Ekki er vit­að hvort að­gerð lög­regl­unn­ar teng­ist leit­inni að Birnu Brjáns­dótt­ur. Í bif­reið­inni voru tveir menn en ekki ligg­ur fyr­ir hvort þeir hafi ver­ið hand­tekn­ir eða þeim sleppt. Bif­reið­in er enn á sama stað, óhreyfð eft­ir leit­ina.

Lögreglan leitar í rauðri bifreið í Breiðholti
Aðgerð lögreglunnar Ekki er vitað hvort leitin í rauða bílnum í Breiðholti tengist leitinni að Birnu Brjánsdóttur sem hvarf sporlaust aðfaranótt laugardags. Mynd: Notandi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði rauða bifreið nú fyrir skömmu í Bökkunum í Breiðholti en ekki er vitað hvort það sé í tengslum við leitina að Birnu Brjánsdóttur sem hvarf aðfaranótt laugardags.

Birna Brjánsdóttir
Birna Brjánsdóttir

Vitni segjast hafa séð þrjár lögreglubifreiðar koma aðvífandi að Bökkunum í Breiðholti fyrir tæpum klukkutíma og umkringja bifreiðina. 

Bifreiðinni þykir svipa til þeirrar bifreiðar sem talin er hafa annað hvort keyrt fram hjá Birnu á Laugaveginum aðfararnótt laugardags eða tekið hana upp í. Þetta er þó ekki rauður Kia Rio heldur Toyota Yaris. Þess ber að geta að Birna býr í Breiðholti, er 170 sentímetrar á hæð, um 70 kíló, ljósrauðhærð og með slegið hár.

Enn lagt á miðju stæði
Enn lagt á miðju stæði Rauð Toyota Yaris sem lögreglan leitaði í nú fyrir skömmu í Breiðholti situr enn á bílastæði í Bökkunum, ólöglega lagt og óhreyfður.

Óhreyfð og ólöglega lagt

Samkvæmt vitnum sem höfðu samband virtist sem að tveir menn hefðu verið í rauðu bifreiðinni sem var stöðvuð en í myndskeiði sem Stundin hefur undir höndum sjást lögreglumenn leita í bifreiðinni. Ekki er vitað hvort mennirnir tveir hafi verið færðir til yfirheyrslu hjá lögreglu eða sleppt á staðnum en rauða bifreiðin er enn á sama stað, óhreyfð og ólöglega lögð eftir leit lögreglunnar.

Engar upplýsingar hafa fengist frá lögreglu um hvort aðgerðin tengist leitinni eður ei.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hvarf Birnu Brjánsdóttur

Lögmaður Nikolaj skilur ekki af hverju hann hefur enn stöðu sakbornings
Fréttir

Lög­mað­ur Ni­kolaj skil­ur ekki af hverju hann hef­ur enn stöðu sak­born­ings

Unn­steinn Örn Elvars­son, lög­fræð­ing­ur Ni­kolaj Ol­sen, seg­ir að skjól­stæð­ing­ur sinn hafi ver­ið him­in­lif­andi þeg­ar hann fékk þær frétt­ir að hann yrði lát­inn laus úr gæslu­varð­haldi en ein­angr­un­in hef­ur reynt veru­lega á hann. Ekki verð­ur far­ið fram á far­bann yf­ir hon­um en hann hef­ur ver­ið stað­fast­ur í frá­sögn sinni, lýst yf­ir sak­leysi og reynt að upp­lýsa mál­ið eft­ir bestu getu.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
2
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
3
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár