Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins, er í leyfi í Myanmar í Asíu en kemur aftur til Íslands síðar í vikunni. Þetta kemur fram í frétt á Nútímanum í dag. Páll Halldórsson, formaður BHM, gagnrýndi ríkið í Fréttablaðinu í morgun fyrir að vilja ekki funda um páskana. Í staðinn stefndi ríkið nokkrum stéttarfélögum vegna meint ólögmætis boðaðra verkfalla, en félagsdómur úrskurðaði í gær að þau væru lögleg.
Hjá fjármálaráðuneytinu fengust þau svör að Gunnar væri vissulega í leyfi, en fjarvera hans hafi hins vegar engin áhrif á yfirstandandi kjaraviðræður. Það sé í höndum ríkissáttasemjara að boða til fundar í deilunni, ekki samninganefndanna. „Leyfi einstaka starfsmanna hefur ekkert með framvindu málsins að gera,“ segir í svari fjármálaráðuneytisins við fyrirspurn Stundarinnar.
Athugasemdir