Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Kveður móður sína, sem var myrt: „Hjartahlý, skörp og góð kona sem vildi öllum vel“

Kona sem var myrt af eig­in­manni sín­um á Akra­nesi skil­ur eft­ir sig dótt­ur, móð­ur og barna­barn.

Kveður móður sína, sem var myrt: „Hjartahlý, skörp og góð kona sem vildi öllum vel“

Dóttir Nadezdu Eddu Tarasovu, sem var myrt af eiginmanni sínum á Akranesi 13. apríl, kveður hana í minningargrein í Morgunblaðinu í dag.

Nadezda var starfsmaður Grundaskóla á Akranesi. „Mamma mín, Nadezda Edda Tarasova, var myrt þann 13. apríl 2016. Mamma var hjartahlý, skörp og góð kona sem vildi öllum vel,“ segir í grein dóttur hennar, Júlíu. „Við vorum afar nánar, hún var mér allt í senn mamma, systir og besta vinkona. Andlát hennar er mér og fjölskyldu minni svo ákaflega þungbært. Elsku mamma - við vitum að þú ert með okkur, við elskum þig og þú verður ævinlega í hjörtum okkar.“

Minningargrein
Minningargrein Dóttir Nadezdu Eddu skrifar minningargrein um móður sína.

Nadezda skilur einnig eftir sig móður og barnabarn. Hún fæddist sjálf í Rússlandi 9. ágúst 1961 og er dóttir hennar, Júlía, búsett þar. 

Hún verður jarðsungin frá Akraneskirkjun í dag klukkan 14.30.

Samfélagið harmi lostið

Samfélagið á Akranesi var harmi lostið þegar fréttir bárust af því að hjón hefðu fundist látin í fjölbýlishúsi í bænum. Eiginmaður Nadezda, Guðmundur Valur Óskarsson, hafði glímt við veikindi. Lögreglan telur að hann hafi skotið eiginkonu sína til bana áður en hann svipti sig lífi. Þau höfðu verið gift í áratug.

Nadezda starfaði sem skólaliði í Grundaskóla og var vel liðin. 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu