Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Konur hættu eftirmeðferð við krabbameini vegna læknaskorts

Þær kon­ur sem hafa und­ir­geng­ist með­ferð við brjóstakrabba­meini hafa þurft að fresta lækni­svið­tali í allt að ár vegna skorts á lækn­um. Land­spít­al­inn hef­ur nú skert þjón­ust­una og til­kynnt kon­un­um að þær fái sím­tal við hjúk­un­ar­fræð­ing í stað lækni­svið­tals. Aldrei hafa ver­ið færri krabba­meins­lækn­ar starf­andi á Ís­landi frá því að krabba­meins­lækn­ing­ar urðu til sem sér­grein upp úr 1980.

Konur hættu eftirmeðferð við krabbameini vegna læknaskorts
Frá Landspítalanum Vegna skorts á krabbameinslæknum verður eftirlit með endurkomu krabbameins fært í hendurnar á hjúkrunarfræðingum. Mynd: Kristinn Magnússon

Vegna landflótta krabbameinslækna hafa konur í bata eftir meðferð við brjóstakrabbameini þurft að bíða í ár fram yfir þann tíma sem fyrirhugaður var eftir viðtali við lækni og eftirliti með endurkomu krabbameins.

Dæmi eru um að konur hafi látið af krabbameinsmeðferð eftir að lyfseðill rann út, þar sem ekki fékkst reglubundið viðtal hjá krabbameinslækni.

Göngudeild blóð- og krabbameinslækninga hefur nú sent tilkynningu á konur í bata eftir brjóstakrabbameinsmeðferð um að vegna skorts á krabbameinslæknum muni héðan í frá verða breytt verklag við eftirlit með endurkomu krabbameinsins. Í stað viðtala hjá krabbameinslæknum fái konurnar símtal frá hjúkrunarfræðingi.

Skert þjónusta boðuð með bréfi

„Undanfarið hefur Landspítali glímt við mikinn skort á sérfræðingum í krabbameinslækningum,“ segir í bréfinu frá göngudeild blóð- og krabbameinslækninga.

Konur sem glímt hafa við brjóstakrabbamein munu því ekki lengur sjálfkrafa hitta krabbameinslækni vegna eftirlits með endurkomu krabbameinsins eins og verið hefur. Fram að þessu hafa konurnar jafnan hitt sérhæfðan krabbameinslækni þrisvar fyrsta árið eftir greiningar, síðan á sex mánaða fresti og að lokum árlega þar til fimm ár eru liðin frá meðferð.

„Við erum í sögulegu lágmarki frá því að krabbameinslækningar urðu til sem sérgrein“

„Við erum í sögulegu lágmarki frá því að krabbameinslækningar urðu til sem sérgrein upp úr 1980,“ segir Ásgerður Sverrisdóttir, krabbameinslæknir hjá Landspítala. 

Árs seinkun á viðtölum

Ásgerður segir að staðan hafi verið orðin svo slæm, vegna manneklu, að konur hafi jafnvel hætt áframhaldandi lyfjameðferð. „Biðtímarnir voru orðnir óásættanlega langir. Það voru dæmi um að konum væri að seinka í viðtöl í allt að 12 mánuði. Biðin umfram þann tíma sem konur áttu að koma lengdist um allt að tólf mánuði. Það datt þá niður þetta viðtal, og skoðun og myndataka. Í vissum tilfellum féll lyfjameðferðin niður,“ segir Ásgerður. 

Hún segist ekki geta nefnt fjölda þeirra kvenna sem hætti krabbameinsmeðferð vegna skorts á læknum og mikils biðtíma eftir viðtölum. „Þetta eru ekki mörg tilvik. Oft höfðu konur samband og fengu lyfin endurnýjuð. Í einhverjum tilvikum féll meðferðin niður. Það er óæskilegt.“

Húsnæðismálin hrekja lækna úr landi

Að mati Ásgerðar hafa húsnæðismál Landspítalans einna mest áhrif á þá ákvörðun ungra lækna að starfa erlendis frekar en á Íslandi. „Það eru fjölþættar skýringar. Að miklu leyti hvernig staðan í heilbrigðiskerfinu hefur verið. Það hefur lengi staðið til að byggja nýjan spítala, en framkvæmdin á því er ekki komin vel af stað. Við búum við mikinn húsnæðisskort. Það hefur mjög mikil áhrif á vinnuumhverfi,“ segir hún. „Það gengur mjög illa að byggja upp einingar, meðal annars brjóstamiðstöð, eins og gerist best erlendis. Við höfum ekki húsnæði til að gera það sem við höfum verið að reyna að koma af stað þar. Þótt við séum að vinna eftir slíku módeli. Húsnæðismálin eru lykilatriði í því að fólk ákveði að fara aftur úr landi eða velji að koma ekki heim úr sérnámi. Við höfum orðið fyrir hvoru tveggja. Við höfum orðið fyrir því að margir ungir krabbameinslæknar fara aftur út og svo að þeir komi ekki heim eftir sérnám.“

Reynt að einkavæða aðgerðir vegna brjóstakrabbameins

Á sama tíma og verulegur skortur hefur verið á krabbameinslæknum hefur aukist þrýstingur á að einkavæða meðferðir við brjóstakrabbameini. Í október 2014 lögðu forsvarsmenn lækningafyrirtækisins Klíníkurinnar ehf. til við heilbrigðisráðuneytið að stofnuð yrði og starfrækt einkarekin brjóstamiðstöð sem átti að þjónusta konur með brjóstakrabbamein og framkvæma fyrirbyggjandi aðgerðir á þeim sem eru arfberar fyrir stökkbreytingarnar BRCAI og BRCAII, sem auka verulega líkur á brjóstakrabbameini.

Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra hefur enn ekki tekið afstöðu til þess hvort Sjúkratryggingar Íslands ættu að gera samning við Klíníkina um að ríkið niðurgreiði aðgerðir hjá Klíníkinni.

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði í stefnuræðu sinni í janúar að niðurskurður hefði „kallað fram hughrif hjá stórum hluta þjóðarinnar um að samfélagssáttmáli um tryggt aðgengi að heilbrigðisþjónustu hafi brostið“. Þá sagði hann að ríkisstjórnin hefði gert heilbrigðismál að forgangsverkefni. „Aukin útgjöld til heilbrigðismála á síðustu árum hafa ekki náð að lækna þessi hughrif.“ 

Stundin ræddi við konu sem er í bata eftir brjóstakrabbameinsmeðferð og fékk tilkynningu um breytt verklag í eftirmeðferð. „Þetta var náttúrlega ekkert í líkingu við það að hitta sjálfan lækninn,“ sagði hún.

Bréf til kvenna í eftirliti eftir krabbameinsmeðferð

Skert þjónusta við konur í bata af brjóstakrabbameini útskýrð í bréfi

Undanfarið hefur Landspítali glímt við mikinn skort á sérfræðingum í krabbameinslækningum. Þeir sérfræðingar sem eru í vinnu hjá okkur eru því störfum hlaðnir og hafa haft fleiri verkefni en þeir hafa með góðu móti komist yfir. Þetta hefur meðal annars leitt til þess að bið eftir eftirliti hefur lengst. 

Gagnger endurskoðun hefur undanfarið farið fram á vinnu sérfræðinganna og annarra á krabbameinseiningunni, í því skyni að nýta krafta þeirra sem best í þeim verkefnum sem þeir einir geta sinnt, s.s. krabbameinslyfjameðferð og halda þannig uppi þeirri mikilvægu þjónustu við sjúklinga spítalans. 

Til að styrkja þjónustuna munu hjúkrunarfræðingar koma í auknum mæli að eftirliti brjóstakrabbameinsgreindra, sem er í samræmi við það sem gerist í nágrannalöndum okkar. 

Þú mátt því eiga von á því að hjúkrunarfræðingar deildarinnar muni hringja í þig á næstu mánuðum og fara yfir stöðuna. Hann mun síðan vera í sambandi við krabbameinslækni eftir því sem við á.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Þakklátur fyrir að vera á lífi
5
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár