Svanur Guðmundsson, kosningastjóri Framsóknar og flugvallarvina í síðustu borgarstjórnarkosningum, hefur yfirgefið Facebook eftir stormasaman dag á samfélagsmiðlinum. Ummæli Svans um að hælisleitandinn Tony Omos væri þrælahaldari og melludólgur vöktu mikla athygli, rétt eins og Stundin greindi frá í morgun, en rétt er að taka fram að Tony hefur aldrei verið ákærður fyrir brot af þessu tagi. Þá stakk Svanur upp á því að útlendingar yrðu sviptir þeirri vernd sem lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga veita. Ýmsir hafa fordæmt ummælin.
Uppfært kl. 23:55: Svo virðist sem Svanur sé hættur við að hætta á Facebook. Hann er mættur aftur til leiks en hefur þó fjarlægt umdeilda færslu sína um hælisleitandann.
Athugasemdir