Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Konurnar kærðar fyrir rangar sakagiftir

Vil­hjálm­ur H. Vil­hjálms­son, lög­mað­ur og verj­andi ann­ars sak­born­inga í nauðg­un­ar­máli í Hlíð­um, seg­ir ábyrgð Frétta­blaðs­ins mikla. Frétta­blað­ið kraf­ið um tutt­ugu millj­ón­ir krón­ur og af­sök­un­ar­beiðni. Að­stoð­ar­rit­stjóri seg­ir fjöl­mið­il­inn ekki bera ábyrgð á at­burða­rás gær­dags­ins.

Konurnar kærðar fyrir rangar sakagiftir

Vilhjálmur H. Vilhjámsson, lögmaður og verjandi annars sakborninga í umdeildu nauðgunarmáli, lagði í gær fram kæru á hendur stúlkunum tveimur sem kærðu tvo menn fyrir nauðgun í síðasta mánuði. Þær eru kærðar fyrir rangar sakagiftir. Vilhjálmur sagði frá þessu í viðtali í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun.

„Ég veit ekkert hvað býr í heilabúinu á stúlkum sem ákveða að saka menn að ósekju um slíka hluti. Ég get ekki sett mig inn í það hugarástand,“ sagði Vilhjálmur meðal annars, þegar hann var spurður að því af hverju stúlkurnar ættu að ljúga þessu upp á mennina. Þá hefur hann einnig krafið Fréttablaðið um tuttugu milljónir króna í miskabætur. 

„Ég veit ekkert hvað býr í heilabúinu á stúlkum sem ákveða að saka menn að ósekju um slíka hluti.“

Fanney Birna Jónsdóttir, aðstoðarritstjóri Fréttablaðsins, var einnig í viðtali í Morgunútvarpinu. Hún sagði Fréttablaðið standa við forsíðufrétt gærdagsins og vísaði í yfirlýsingu Kristínar Þorsteinsdóttur aðalritstjóra Fréttablaðsins í þeim efnum. Þá vísar hún í viðtal Fréttablaðsins við Öldu Hrönn Jóhannsdóttur, yfirlögreglufræðing á skrifstofu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, í morgun þar sem hún segir að hugtök á borð við „útbúin til nauðgana“ og „raðnauðgarar“ séu matskennd. Í fréttinni hafi komið fram að í íbúðinni hafi fundist tæki og tól sem hafi verið notuð í ofbeldistilgangi og þessar staðhæfingar hafi Fréttablaðið hafi fengið staðfest af fleiri en einum heimildamanni. 

Fanney Birna sagði Fréttablaðið ekki ábyrgt á þeirri atburðarás sem varð í gær en mikil reiði greip um sig í kjölfar fréttarinnar. Rúmlega þrjú þúsund manns hafa nú deilt mynd af mönnunum tveimur sem grunaðir eru um nauðgun á Facebook og þá mættu um fimm hundruð manns til mótmæla fyrir utan lögreglustöðina að Hverfisgötu í gær og mótmæltu vinnubrögðum lögreglunnar í kynferðisbrotamálum. Fanney Birna segir það hafa verið síðustu steningu fréttarinnar, ekki fyrirsögnina, sem hafi vakið mesta athygli, að mennirnir hafi ekki verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. 

Haldlögðu tölvu, svipu og keðjur

Vilhjálmur segir gögn liggja fyrir í málinu sem sýni fram á að maðurinn og önnur stúlkan hafi átt í miklum og góðum samskiptum um mánaðarskeið, þar á meðal eftir að kynmök áttu sér stað. Í seinna málinu, þar sem skjólstæðingur Vilhjálms er kærður ásamt öðrum manni fyrir nauðgun, er honum gefið að sök að hafa skipað konunni að hafa munnmök við hinn manninn. Mennirnir hafa hins vegar báðir hafnað þessari lýsingu alfarið. Þá segir hann atvik daginn eftir sýna fram á að allt hafi leikið í lyndi. „Fólkið snæddi þarna saman morgunmat. Stúlkan hafði brotið hæl á skemmtanalífinu á skónum sínum um kvöldið og fór út í skóm og bol af öðrum kærðu. Allt lék í lyndi,“ fullyrðir Vilhjálmur. „Þetta er auðvitað mjög sérstakt, svo ekki sé fastara að orði kveðið, og í engu samræmi við þær svakalegu lýsingar í Fréttablaðinu. Sem er auðvitað alveg með ólíkindum.“ Þess ber að geta að Vilhjálmur hefur ekki fengið gögn málsins afhent hjá lögreglu. Hann tók við sem verjandi annars mannsins seinni partinn í gær. 

„Stúlkan hafði brotið hæl á skemmtanalífinu á skónum sínum um kvöldið og fór út í skóm og bol af öðrum kærðu. Allt lék í lyndi.“

Að sögn Vilhjálms voru þrír hlutir haldlagðir af lögreglu í íbúðinni í Hlíðunum; tölvu, gamla svipu sem afi húsráðanda átti og keðjur af boxpúða kærða. „Annað var ekki haldlagt og íbúðin er að öðru leyti óhreyfð,“ segir hann í ummælum við myndband sem hann birti á Facebook í gærkvöld. Myndbandið á að sýna fram á venjulega 35 fermetra íbúð en ekki íbúð útbúna fyrir nauðganir eins og Fréttablaðið fullyrti í forsíðufrétt í gær. 

Um þá staðreynd að mennirnir voru ekki úrskurðaðir í gæsluvarðhald segir Vilhjálmur: „Ég held að lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu sem er með mjög marga færa lögfræðinga á sínum snærum hafi einfaldlega áttað sig á því að þeir voru ekki með neitt mál í höndunum. Síðan kemur upp einhvers konar múgæsingur í kringum þetta.“

Hann segir viðbrögð lögreglu í gær, að fara aftur yfir málið og kanna hvort mistök hafi verið gerð við rannsókn þess, hafi verið til þess að sefa reiði eigenda umræðunnar. „Eigendur umræðunnar eru auðvitað þessir þrýstihópar sem hafa verið að þrýsta á og skipuleggja þennan útifund. Halda þessum málum á lofti; Druslugangan, Stígamót og svo mætti lengi áfram telja. Það eru auðvitað allir skíthræddir við þetta lið.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.
Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
3
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár