Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Konurnar kærðar fyrir rangar sakagiftir

Vil­hjálm­ur H. Vil­hjálms­son, lög­mað­ur og verj­andi ann­ars sak­born­inga í nauðg­un­ar­máli í Hlíð­um, seg­ir ábyrgð Frétta­blaðs­ins mikla. Frétta­blað­ið kraf­ið um tutt­ugu millj­ón­ir krón­ur og af­sök­un­ar­beiðni. Að­stoð­ar­rit­stjóri seg­ir fjöl­mið­il­inn ekki bera ábyrgð á at­burða­rás gær­dags­ins.

Konurnar kærðar fyrir rangar sakagiftir

Vilhjálmur H. Vilhjámsson, lögmaður og verjandi annars sakborninga í umdeildu nauðgunarmáli, lagði í gær fram kæru á hendur stúlkunum tveimur sem kærðu tvo menn fyrir nauðgun í síðasta mánuði. Þær eru kærðar fyrir rangar sakagiftir. Vilhjálmur sagði frá þessu í viðtali í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun.

„Ég veit ekkert hvað býr í heilabúinu á stúlkum sem ákveða að saka menn að ósekju um slíka hluti. Ég get ekki sett mig inn í það hugarástand,“ sagði Vilhjálmur meðal annars, þegar hann var spurður að því af hverju stúlkurnar ættu að ljúga þessu upp á mennina. Þá hefur hann einnig krafið Fréttablaðið um tuttugu milljónir króna í miskabætur. 

„Ég veit ekkert hvað býr í heilabúinu á stúlkum sem ákveða að saka menn að ósekju um slíka hluti.“

Fanney Birna Jónsdóttir, aðstoðarritstjóri Fréttablaðsins, var einnig í viðtali í Morgunútvarpinu. Hún sagði Fréttablaðið standa við forsíðufrétt gærdagsins og vísaði í yfirlýsingu Kristínar Þorsteinsdóttur aðalritstjóra Fréttablaðsins í þeim efnum. Þá vísar hún í viðtal Fréttablaðsins við Öldu Hrönn Jóhannsdóttur, yfirlögreglufræðing á skrifstofu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, í morgun þar sem hún segir að hugtök á borð við „útbúin til nauðgana“ og „raðnauðgarar“ séu matskennd. Í fréttinni hafi komið fram að í íbúðinni hafi fundist tæki og tól sem hafi verið notuð í ofbeldistilgangi og þessar staðhæfingar hafi Fréttablaðið hafi fengið staðfest af fleiri en einum heimildamanni. 

Fanney Birna sagði Fréttablaðið ekki ábyrgt á þeirri atburðarás sem varð í gær en mikil reiði greip um sig í kjölfar fréttarinnar. Rúmlega þrjú þúsund manns hafa nú deilt mynd af mönnunum tveimur sem grunaðir eru um nauðgun á Facebook og þá mættu um fimm hundruð manns til mótmæla fyrir utan lögreglustöðina að Hverfisgötu í gær og mótmæltu vinnubrögðum lögreglunnar í kynferðisbrotamálum. Fanney Birna segir það hafa verið síðustu steningu fréttarinnar, ekki fyrirsögnina, sem hafi vakið mesta athygli, að mennirnir hafi ekki verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. 

Haldlögðu tölvu, svipu og keðjur

Vilhjálmur segir gögn liggja fyrir í málinu sem sýni fram á að maðurinn og önnur stúlkan hafi átt í miklum og góðum samskiptum um mánaðarskeið, þar á meðal eftir að kynmök áttu sér stað. Í seinna málinu, þar sem skjólstæðingur Vilhjálms er kærður ásamt öðrum manni fyrir nauðgun, er honum gefið að sök að hafa skipað konunni að hafa munnmök við hinn manninn. Mennirnir hafa hins vegar báðir hafnað þessari lýsingu alfarið. Þá segir hann atvik daginn eftir sýna fram á að allt hafi leikið í lyndi. „Fólkið snæddi þarna saman morgunmat. Stúlkan hafði brotið hæl á skemmtanalífinu á skónum sínum um kvöldið og fór út í skóm og bol af öðrum kærðu. Allt lék í lyndi,“ fullyrðir Vilhjálmur. „Þetta er auðvitað mjög sérstakt, svo ekki sé fastara að orði kveðið, og í engu samræmi við þær svakalegu lýsingar í Fréttablaðinu. Sem er auðvitað alveg með ólíkindum.“ Þess ber að geta að Vilhjálmur hefur ekki fengið gögn málsins afhent hjá lögreglu. Hann tók við sem verjandi annars mannsins seinni partinn í gær. 

„Stúlkan hafði brotið hæl á skemmtanalífinu á skónum sínum um kvöldið og fór út í skóm og bol af öðrum kærðu. Allt lék í lyndi.“

Að sögn Vilhjálms voru þrír hlutir haldlagðir af lögreglu í íbúðinni í Hlíðunum; tölvu, gamla svipu sem afi húsráðanda átti og keðjur af boxpúða kærða. „Annað var ekki haldlagt og íbúðin er að öðru leyti óhreyfð,“ segir hann í ummælum við myndband sem hann birti á Facebook í gærkvöld. Myndbandið á að sýna fram á venjulega 35 fermetra íbúð en ekki íbúð útbúna fyrir nauðganir eins og Fréttablaðið fullyrti í forsíðufrétt í gær. 

Um þá staðreynd að mennirnir voru ekki úrskurðaðir í gæsluvarðhald segir Vilhjálmur: „Ég held að lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu sem er með mjög marga færa lögfræðinga á sínum snærum hafi einfaldlega áttað sig á því að þeir voru ekki með neitt mál í höndunum. Síðan kemur upp einhvers konar múgæsingur í kringum þetta.“

Hann segir viðbrögð lögreglu í gær, að fara aftur yfir málið og kanna hvort mistök hafi verið gerð við rannsókn þess, hafi verið til þess að sefa reiði eigenda umræðunnar. „Eigendur umræðunnar eru auðvitað þessir þrýstihópar sem hafa verið að þrýsta á og skipuleggja þennan útifund. Halda þessum málum á lofti; Druslugangan, Stígamót og svo mætti lengi áfram telja. Það eru auðvitað allir skíthræddir við þetta lið.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
1
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.
Leitar að framtíðarstarfsfólki á leikskóla:  „Við erum alltaf að gefa afslátt“
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Leit­ar að fram­tíð­ar­starfs­fólki á leik­skóla: „Við er­um alltaf að gefa af­slátt“

Hall­dóra Guð­munds­dótt­ir, leik­skóla­stjóri á Drafnar­steini, seg­ir það enga töfra­lausn að for­eldr­ar ráði sig tíma­bund­ið til starfa á leik­skól­um til að tryggja börn­um sín­um leik­skóla­pláss. Þetta sé hins veg­ar úr­ræði sem hafi ver­ið lengi til stað­ar en hef­ur færst í auk­ana síð­ustu ár. Far­fugl­arn­ir mega ekki verða fleiri en stað­fugl­arn­ir.
Hélt að hún myndi höndla álagið betur
4
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Eini Íslendingurinn til að hlaupa maraþon með tvö ígrædd líffæri
5
Viðtal

Eini Ís­lend­ing­ur­inn til að hlaupa mara­þon með tvö ígrædd líf­færi

Kári Guð­munds­son fékk grætt í sig nýra og bris fyr­ir átta ár­um. Hann er eini Ís­lend­ing­ur­inn sem hef­ur feng­ið tvö líf­færi og náð að hlaupa heilt og hálf mara­þon eft­ir líf­færaígræðsl­una og það oft­ar en einu sinni. Kári hafði í raun mjög lít­ið hreyft sig í gegn­um ár­in en nú hleyp­ur hann og lyft­ir til að fá auk­ið út­hald og styrk og seg­ist aldrei hafa ver­ið í betra formi, það sýni all­ar mæl­ing­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“
Það er eitthvað í samfélaginu sem ýtir undir kulnun
5
Viðtal

Það er eitt­hvað í sam­fé­lag­inu sem ýt­ir und­ir kuln­un

Streita er vax­andi vandi í nú­tíma­sam­fé­lagi og ekki óal­gengt að fólk fari í kuln­un. Dr. Ólaf­ur Þór Æv­ars­son er sjálf­stætt starf­andi geð­lækn­ir og stofn­andi Streitu­skól­ans sem er hluti af heild­stæðri vel­ferð­ar­þjón­ustu Heilsu­vernd­ar. Hann seg­ir að for­varn­ir og fræðsla séu mik­il­væg­ir þætt­ir til að fólk verði bet­ur með­vit­að um eig­in heilsu og geti tek­ið ábyrgð og sporn­að við streitu en hún get­ur haft víð­tæk áhrif á fólk bæði lík­am­lega og and­lega.
Foreldrar vinna á leikskóla til að brúa bilið
6
FréttirÍ leikskóla er álag

For­eldr­ar vinna á leik­skóla til að brúa bil­ið

Veru­leiki barna­fjöl­skyldna í Reykja­vík ein­kenn­ist af því að börn eru orð­in alltof göm­ul til að telja ald­ur í mán­uð­um þeg­ar þau loks kom­ast inn á leik­skóla. Ár­um sam­an hef­ur öll­um 12 mán­aða göml­um börn­um ver­ið lof­að leik­skóla­plássi en raun­in er að mán­uði barna sem fá pláss er hægt að telja í tug­um. For­eldr­ar hafa grip­ið til sinna ráða, með­al ann­ars með því að starfa á leik­skóla til að fá for­gang að leik­skóla­plássi.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár