Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Konan sem stal hænunni

Í næstu 13 tölu­blöð­um mun Vig­dís Gríms­dótt­irspyrja gesti og gang­andi 13 spurn­inga. Hall­gerð­ur Pét­urs­dótt­ir ríð­ur á vað­ið og seg­ir frá því þeg­ar hún stal hænu og gekk fylktu liði um bæ­inn.

Konan sem stal hænunni

Nafn: Hallgerður Pétursdóttir.

Fæðingardagur og ár: 13.1. 1948.

Starf: Elli- og lífeyrislaunþegi.

 

Spurningar:

1. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir?

Að upplifa það að verða enn þá steinhissa, orðin 69 ára gömul, rifja oft upp orð Sigurðar Pálssonar skálds: Ef engin væri hugljómunin væri ekkert líf.

2. Líf eftir þetta líf?

Já, í þeirri merkingu að minnast látinna, langa svo innilega að hringja eða spjalla við þann sem er genginn, það er minningin sem lifir.

3.  Hvað er það neyðarlegasta sem þú hefur lent í?

Það var þegar ég stal hænu frá pabba og setti hana í trédúkkuvagn systur minnar og keyrði með hænuna rúnt um bæinn. Systir mín fékk vagn en ekki ég, einhver karl úti í bæ hafði sagt að ég væri óþæg! Strollan af krökkum var á eftir mér og augnablikið var mitt. Það þurfti að lóga hænunni eftir að hafa farið þessa salíbunu.

Það alversta var að ég var ekki skömmuð.

4. Ertu pólitísk?

Já, ég er hápólitísk, lífið er pólitík.

5. Trúirðu á tilviljanir?

Nei.

6. Ef þú ættir eina ósk sem myndi örugglega rætast, hver væri hún?

Þessi spurning er flókin og svolítið mótsagnakennd. Hefur maður nokkurn tímann það öryggi að vita að ósk rætist? Ósk mín, sem ég veit að rætist þrátt fyrir allt, er sú að Trump geti stöðvað vitleysinginn í Norður-Kóreu og jafnvel verið elskaður eftir, svona þegar upp er staðið. Lífið getur verið svo ótrúlega ófyrirséð.

7. Ef þú gætir breytt einhverju sem þú hefur gert, hverju myndirðu breyta?

Að hafa haft það vit sem ég hef í dag þegar ég ól börnin okkar upp.

8. Hverju myndirðu breyta á Íslandi ættirðu þess kost?

Ég mundi gjörbreyta pólitískum áherslum og fókusa númer eitt á velferð barna.

9. En í heiminum?

Sama svar og í spurningunni á undan.

10. Ef þú skrifaðir ljóðabók, hvaða nafn gæfirðu henni?

Ljóðabókin mín mundi heita: Ó-sjálfstætt fólk.

11. Hver er afstaða þín til flóttamanna?

Afstaða mín til flóttamanna er skýr, rétta þeim skilyrðislausa hjálparhönd.

12. Hvaða dýr myndirðu vilja vera fengirðu tækifæri til þess?

Köttur á góðu heimili.

13. Segðu okkur eitthvað um ástina og byrjaðu á Ástin er ...:

Ástin er eins og Kiljan sagði aðspurður: Hvað er ást? Ég veit það ekki, sagði skáldið svo ef þú ert spurður, þá ljúgðu maður, ljúgðu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár