Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Kona ógnaði tveimur mönnum með leikfangabyssu

Sér­sveit­in köll­uð til á Sel­fossi vegna konu með leik­fanga­byssu. „Hún fór mót­þróa­laust," seg­ir ná­granni. Íbú­um brugð­ið.

Kona ógnaði tveimur mönnum með leikfangabyssu

„Klukkan 10:21 barst lögreglu tilkynning um konu í bíl sem ók upp að ungum karlmanni á Langholti á Selfossi, stöðvaði bíl sinn og miðaði skammbyssu að manninum og hvarf síðan á braut. Bíll konunnar fannst mannlaus skömmu síðar fyrir utan íbúðablokk á Selfossi. Lögreglumenn höfðu sjónpóst á húsinu meðan beðið var eftir liðsafla Sérsveitar ríkislögreglustjóra. Skömmu áður hafði konan beint byssu að öðrum manni á Árvegi.

Gerðar voru áætlanir um að ná til konunnar og gripið til allra öryggis- og viðbragðsáætlana eins og gert er í tilvikum sem þessum. Klukkan 12:56 gekk konan lögreglu á hönd. Konan var handtekin og aðgerðum lögreglu á staðnum lauk þar með. Málið er nú í höndum rannsóknardeildar lögreglunnar á Suðurlandi sem rannsakar málið.“

Svo hljóðar stöðuuppfærsla lögreglunnar á Suðurnesjum. Kona á Selfossi var handtekin fyrir að ógna menntaskóladreng og öðrum manni með byssu, en samkvæmt lögreglunni á Suðurnesjum var um leikfangabyssu að ræða. Samkvæmt þeim leit byssan mjög raunverulega út og því erfitt að átta sig á aðstæðum á vettvangi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár