„Klukkan 10:21 barst lögreglu tilkynning um konu í bíl sem ók upp að ungum karlmanni á Langholti á Selfossi, stöðvaði bíl sinn og miðaði skammbyssu að manninum og hvarf síðan á braut. Bíll konunnar fannst mannlaus skömmu síðar fyrir utan íbúðablokk á Selfossi. Lögreglumenn höfðu sjónpóst á húsinu meðan beðið var eftir liðsafla Sérsveitar ríkislögreglustjóra. Skömmu áður hafði konan beint byssu að öðrum manni á Árvegi.
Gerðar voru áætlanir um að ná til konunnar og gripið til allra öryggis- og viðbragðsáætlana eins og gert er í tilvikum sem þessum. Klukkan 12:56 gekk konan lögreglu á hönd. Konan var handtekin og aðgerðum lögreglu á staðnum lauk þar með. Málið er nú í höndum rannsóknardeildar lögreglunnar á Suðurlandi sem rannsakar málið.“
Svo hljóðar stöðuuppfærsla lögreglunnar á Suðurnesjum. Kona á Selfossi var handtekin fyrir að ógna menntaskóladreng og öðrum manni með byssu, en samkvæmt lögreglunni á Suðurnesjum var um leikfangabyssu að ræða. Samkvæmt þeim leit byssan mjög raunverulega út og því erfitt að átta sig á aðstæðum á vettvangi.
Athugasemdir