Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Kona sem lagði ólöglega kom að bílnum sínum pökkuðum inn í plast

Borg­ara­legt rétt­læti við Garða­skóla í Garða­bæ, þar sem kona lagði í stæði fyr­ir vöru­mót­töku.

Kona sem lagði ólöglega kom að bílnum sínum pökkuðum inn í plast
Óvænt refsing Það tók konuna um tíu mínútur að opna bílinn. Mynd: Egill Róbertsson

Kona, sem átti erindi í Garðaskóla, varð fyrir því að bíl hennar hafði verið pakkað kyrfilega inn í plast þegar hún kom aftur að honum á bílastæðinu.

Um var að ræða einhvers konar tilfelli borgaralegs réttlætis, þar sem ótilgreindir, almennir borgarar refsuðu konunni fyrir að leggja í stæði sem merkt var „vörumóttaka“, þótt nóg væri af lausum stæðum á bílaplaninu.

„Mér fannst þetta snilldarhugmynd hjá þeim,“ segir Egill Róbertsson, starfsmaður í íþróttamiðstöðinni Ásgarði, sem tók mynd af bifreiðinni og birti í hópnum Verst lagði bíllinn á Facebook. Hann segist ekki hafa tekið þátt í plöstuninni. „Ég kom bara þarna að þegar þetta var búið. Ég veit ekkert hverjir þetta voru.“

Hún tók þessu frekar vel“

Plastaður bíll
Plastaður bíll „Svona getur farið fyrir fólki sem að leggur framan við skilti sem á stendur: Vörumóttaka,“ skrifaði Egill Róbertsson við deilingu á mynd af bílnum.

Konunni varð hverft við, en hún tók refsingunni vel. „Mér sýndist að konan, þegar hún kom, tæki þessu ekki illa. Hún tók þessu frekar vel,“ segir Egill.

Í kjölfarið hófst konan handa við að opna bílinn. „Hún var einhverjar tíu mínútur að þessu,“ segir Egill.

Tiltækinu er misjafnlega tekið af meðlimum í hópnum Verst lagði bíllinn. „Fullorðinn maður að plasta bíl... plís ekki fjölga þér,“ segir einn þeirra.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
1
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár