Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Kakkalakkarnir komnir til að vera

Spreng­ing í út­köll­um vegna kakka­lakka í heima­hús­um. Þýski kakka­lakk­inn finnst nú á öllu land­inu.

Kakkalakkarnir komnir til að vera
Þýski kakkalakkinn Erfitt getur reynst að losa sig við þennan hvimleiða húsgest sem nærist á fitu og matarleifum.

Íbúa í Reykjanesbæ, sem hafði um nokkurt skeið safnað flöskum og dósum til þess að fara með í endurvinnslustöðina Dósasel í Reykjanesbæ, brá heldur betur í brún þegar hann tæmdi poka á gólfi fyrirtækisins í síðustu viku. Með tómu flöskunum féllu fjölmargir kakkalakkar á gólfið, um tíu stykki, og var þá strax hringt í Ragnar Guðleifsson, en hann starfar sem meindýraeyðir á höfuðborgarsvæðinu.

Loka þurfti Dósaseli þennan daginn á meðan Ragnar gekk úr skugga um að þeir væru ekki fleiri á ferðinni auk þess sem öllum flöskum, dósum, pokum og öðru lauslegu var fargað. Þetta var ekki fyrsta útkallið hans Ragnars vegna kakkalakka á þessu ári. Þvert á móti þá hafa útköllin verið ansi mörg í ár og hefur þeim fjölgað gríðarlega á undanförnum árum.

„Já, það er orðið mun meira um þessi útköll en venjulega. Ég hef starfað við þetta í sex ár núna og hef aldrei séð jafn mörg tilfelli þar sem kakkalakkar hafa gert sig heimakomna hjá fólki. Þetta vandamál er ekki bara bundið við Suðurnesin þó svo að það hafi verið þannig í gamla daga í kringum herinn. Núna finnst hann um allt land,“ segir Ragnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
1
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár