Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Kakkalakkarnir komnir til að vera

Spreng­ing í út­köll­um vegna kakka­lakka í heima­hús­um. Þýski kakka­lakk­inn finnst nú á öllu land­inu.

Kakkalakkarnir komnir til að vera
Þýski kakkalakkinn Erfitt getur reynst að losa sig við þennan hvimleiða húsgest sem nærist á fitu og matarleifum.

Íbúa í Reykjanesbæ, sem hafði um nokkurt skeið safnað flöskum og dósum til þess að fara með í endurvinnslustöðina Dósasel í Reykjanesbæ, brá heldur betur í brún þegar hann tæmdi poka á gólfi fyrirtækisins í síðustu viku. Með tómu flöskunum féllu fjölmargir kakkalakkar á gólfið, um tíu stykki, og var þá strax hringt í Ragnar Guðleifsson, en hann starfar sem meindýraeyðir á höfuðborgarsvæðinu.

Loka þurfti Dósaseli þennan daginn á meðan Ragnar gekk úr skugga um að þeir væru ekki fleiri á ferðinni auk þess sem öllum flöskum, dósum, pokum og öðru lauslegu var fargað. Þetta var ekki fyrsta útkallið hans Ragnars vegna kakkalakka á þessu ári. Þvert á móti þá hafa útköllin verið ansi mörg í ár og hefur þeim fjölgað gríðarlega á undanförnum árum.

„Já, það er orðið mun meira um þessi útköll en venjulega. Ég hef starfað við þetta í sex ár núna og hef aldrei séð jafn mörg tilfelli þar sem kakkalakkar hafa gert sig heimakomna hjá fólki. Þetta vandamál er ekki bara bundið við Suðurnesin þó svo að það hafi verið þannig í gamla daga í kringum herinn. Núna finnst hann um allt land,“ segir Ragnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
3
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár