Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Kakkalakkarnir komnir til að vera

Spreng­ing í út­köll­um vegna kakka­lakka í heima­hús­um. Þýski kakka­lakk­inn finnst nú á öllu land­inu.

Kakkalakkarnir komnir til að vera
Þýski kakkalakkinn Erfitt getur reynst að losa sig við þennan hvimleiða húsgest sem nærist á fitu og matarleifum.

Íbúa í Reykjanesbæ, sem hafði um nokkurt skeið safnað flöskum og dósum til þess að fara með í endurvinnslustöðina Dósasel í Reykjanesbæ, brá heldur betur í brún þegar hann tæmdi poka á gólfi fyrirtækisins í síðustu viku. Með tómu flöskunum féllu fjölmargir kakkalakkar á gólfið, um tíu stykki, og var þá strax hringt í Ragnar Guðleifsson, en hann starfar sem meindýraeyðir á höfuðborgarsvæðinu.

Loka þurfti Dósaseli þennan daginn á meðan Ragnar gekk úr skugga um að þeir væru ekki fleiri á ferðinni auk þess sem öllum flöskum, dósum, pokum og öðru lauslegu var fargað. Þetta var ekki fyrsta útkallið hans Ragnars vegna kakkalakka á þessu ári. Þvert á móti þá hafa útköllin verið ansi mörg í ár og hefur þeim fjölgað gríðarlega á undanförnum árum.

„Já, það er orðið mun meira um þessi útköll en venjulega. Ég hef starfað við þetta í sex ár núna og hef aldrei séð jafn mörg tilfelli þar sem kakkalakkar hafa gert sig heimakomna hjá fólki. Þetta vandamál er ekki bara bundið við Suðurnesin þó svo að það hafi verið þannig í gamla daga í kringum herinn. Núna finnst hann um allt land,“ segir Ragnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Lofar stöðugleika til að ná niður 125 milljarða vaxtabyrði
5
Fréttir

Lof­ar stöð­ug­leika til að ná nið­ur 125 millj­arða vaxta­byrði

Rík­is­stjórn­in ætl­ar að ná halla­laus­um rekstri strax ár­ið 2027 en halli næsta árs verð­ur 15 millj­arð­ar, sam­kvæmt nýkynntu fjár­laga­frum­varpi. Það er um 11 millj­örð­um minni halli en gert hafði ver­ið ráð fyr­ir. Vaxta­gjöld rík­is­sjóðs nema nú 125 millj­örð­um króna á ári, sem jafn­gild­ir um 314 þús­und krón­um á hvern íbúa – hærri fjár­hæð en rekst­ur allra fram­halds­skóla og há­skóla lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Segja hugmyndir um einföldun regluverks alls ekki fela í sér einföldun
6
Fréttir

Segja hug­mynd­ir um ein­föld­un reglu­verks alls ekki fela í sér ein­föld­un

Fé­lag heil­brigð­is- og um­hverf­is­full­trúa leggst gegn breyt­ing­um á eft­ir­litsum­hverfi fyr­ir­tækja sem ráð­herr­ar kynntu í vik­unni og mót­mæl­ir því að þær feli í sér ein­föld­un eft­ir­lits. Þá sýni til­lög­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar „mik­ið skiln­ings­leysi á mála­flokkn­um og þeim fjöl­breyttu verk­efn­um sem heil­brigðis­eft­ir­lit sinn­ir“.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár