Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Kærunefnd útlendingamála kvað upp 138 úrskurði á átta mánuðum

„Nefnd­in hef­ur hald­ið sjó og vel það,“ seg­ir formað­ur kær­u­nefnd­ar­inn­ar í sam­tali við Stund­ina. Mál­um fjölg­aði skyndi­lega í lok sept­em­ber og hef­ur nefnd­in feng­ið þrjá nýja starfs­menn til liðs við sig.

Kærunefnd útlendingamála kvað upp 138 úrskurði á átta mánuðum
Stundin fjallaði um mál hælisleitandans Felix í apríl. Hér er hann ásamt félögum sínum, en mynd tengist frétt ekki beint.

Frá því að kærunefnd útlendingamála tók til starfa í lok janúar hefur hún kveðið upp 138 úrskurði og lokið 15 málum með öðrum hætti. Á tímabilinu 1. mars til 24. september fækkaði málum í vinnslu um 34 prósent og meðalaldur slíkra mála lækkaði um 42 prósent. Alls fóru 153 mál farið af borði nefndarinnar. 

Þetta eru upplýsingar sem Stundin fékk frá kærunefndinni í seinni hluta septembermánaðar. Eins og fram kom í frétt þann 9. september síðastliðinn er fjallað um reynsluna af hinni nýstofnuðu kærunefnd í greinargerð fjárlagafrumvarpsins fyrir árið 2016. 

Greint er frá því að framlög til hælismála verði aukin um 175 milljónir króna, meðal annars vegna „vandkvæða kærunefndar í útlendingamálum við að uppfylla áform um þann málshraða sem að var stefnt með stofnun hennar“. Þá er vísað til þess að komið hafi upp „tímabundnir erfiðleikar í málsmeðferð hælisleitenda sem veldur því að biðtími hælisleitenda eftir niðurstöðu hefur lengst á ný“. 

Hjörtur Bragi Sverrisson
Hjörtur Bragi Sverrisson er formaður kærunefndar útlendingamála. Áður starfaði hann sem framkvæmdastjóri mannréttindadeildar ÖSE í Kosovo

Lægri meðalaldur mála

Samkvæmt tölfræðilegum upplýsingum sem Stundin fékk frá nefndinni hefur hins vegar talsverður árangur náðst frá því að nefndin tók til starfa. 112 mál voru á borði nefndarinnar þegar hún gat byrjað að úrskurða, en flest þeirra höfðu verið framsend frá innanríkisráðuneytinu. Þann 24. september voru 74 mál í vinnslu hjá nefndinni. Um síðustu áramót var meðalaldur mála í vinnslu 296 dagar. Þann 24. september var meðalaldur mála 171 dagur. 

„Af þessum tölum má sjá að nefndin hefur haldið sjó og vel það. Það þakka ég fyrst og fremst harðduglegum samverkamönnum mínum og utanaðkomandi nefndarmönnum sem hafa lagt á sig miklu meiri vinnu en gefið var til kynna þegar þeir voru skipaðir,“ segir Hjörtur Bragi Sverrisson, formaður nefndarinnar, í samtali við Stundina. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Fá ekki að læra hér frekar en í Afganistan
FréttirFlóttamenn

Fá ekki að læra hér frek­ar en í Af­gan­ist­an

Í Af­gan­ist­an var þeim bann­að að læra. Á Ís­landi hafa þær mætt hindr­un­um í hvert sinn sem þær hafa reynt að kom­ast í skóla. Þær þrá ekk­ert heit­ar en að læra ís­lensku, kom­ast inn í sam­fé­lag­ið og sækja sér há­skóla­mennt­un. En þær eru fast­ar; kom­ast ekki út úr störf­um sín­um sem hót­el­þern­ur þar sem þær hafa eng­in tæki­færi til að þjálfa ís­lensk­una: lyk­il­inn að sam­fé­lag­inu.
Ágreiningurinn um útlendingamáin
Greining

Ágrein­ing­ur­inn um út­lend­inga­má­in

„Ég tel ekki að slík frum­vörp eigi er­indi inn í þing­ið,“ sagði Svandís Svavars­dótt­ir. „Þar er­um við inn­viða­ráð­herra held ég ósam­mála,“ svar­aði Guð­rún Haf­steins­dótt­ir. Þetta var gam­alt stef og nýtt, að flokk­arn­ir væru ósam­mála í út­lend­inga­mál­um, en það hafði þó varla ver­ið jafn skýrt fyrr en rétt áð­ur en stjórn­in féll, skömmu áð­ur en Guð­rún ætl­aði sér að leggja fram frum­varp um lok­að bú­setu­úr­ræði.
Jón Gunnars og Áslaug Arna hringdu í ríkislögreglustjóra vegna Yazans
FréttirFlóttamenn

Jón Gunn­ars og Áslaug Arna hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra vegna Yaz­ans

Gögn sem Heim­ild­in fékk af­hent frá dóms­mála­ráðu­neyt­inu varpa ljósi á það að fleiri stjórn­mála­menn en Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son fé­lags­mála­ráð­herra tóku upp tól­ið og hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra áð­ur en ákveð­ið var að fresta brott­vís­un Yaz­ans Tamimi og fjöl­skyldu. Tveir fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins hringdu í Sig­ríði Björk Guð­jóns­dótt­ur rík­is­lög­reglu­stjóra og ræddu mál­ið.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár