Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Jakob Bjarnar:„Reynt að gera blaðamanninn að ófreskju“

Blaða­mað­ur hef­ur feng­ið á sig mikla gagn­rýni vegna um­fjöll­un­ar um lista­manna­laun. Sak­að­ur um að vera hald­inn „fíkni­sjúk­dómi“.

Jakob Bjarnar:„Reynt að gera blaðamanninn að ófreskju“

Jakob Bjarnar Grétarson, blaðamaður á Vísi, hefur fengið yfir sig mikla gagnrýni undanfarna daga vegna umfjöllunar hans um listamannalaun. Hann hefur meðal annars verið sagður haldinn „fíknisjúkdómi“ af öðrum blaðamanni á Facebook. „Ég gerði fullkomlega hlutlæga samantekt. Öll umfjöllunin um listamannalaunin er algjörlega hlutlæg. Það er fullkomið rökþrot í gangi og reynt að gera blaðamanninn að ófreskju,“ segir  Jakob Bjarnar í samtali við Stundina. 
 
Atli Fanndal, blaðamaður í lausamennsku sem skrifar fyrir bæði Kvennablaðið og MAN Magasín, skrifar stöðufærslu þar sem hann sakar Jakob Bjarnar óbeint um að þjást af fíknisjúkdóm. „Hve lengi á almenningur að sætta sig við að fjölmiðlar þessa lands séu undirsettir spéhræddum mönnum og þeirra fíknisjúkdómum? Þetta er bilun. Ótrúlega júvinæl og vitlaust,“ skrifaði Atli á Facebook-síðu sína á miðvikudag og deilir hann frétt Jakobs Bjarnar um að Andri Snær hafi einungis gefið út eina bók á tæpum 10 árum.

„Sem fyrrverandi blaðamaður og nú- og æ verandi fíknisjúklingur, spyr ég af einskærri forvitni: Hvað áttu við?“ spyr Kolbeinn Óttarsson Proppé, 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár