Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Íslendingur handtekinn í Flórída grunaður um morð: Hefnd og græðgi, segir unnusta hans

42 ára gam­all Ís­lend­ing­ur, Magni Böðv­ar Þor­valds­son, sit­ur í gæslu­varð­haldi í Jackson­ville í Flórída-fylki grun­að­ur um morð. Unn­usta Magna Böðv­ars seg­ir í sam­tali við Stund­ina að ásak­an­irn­ar bygg­ist á gremju og græðgi fyrr­ver­andi ást­konu Magna.

Íslendingur handtekinn í Flórída grunaður um morð: Hefnd og græðgi, segir unnusta hans
Magni Böðvar og Sherry Bandarískir fjölmiðlar hafa greint frá handtöku Magna Böðvars í þarlendum fjölmiðlum en þar var þessi mynd birt af honum ásamt konunni sem fannst myrt, Sherry Prather.

„Hann er saklaus,“ segir Sara, unnusta hins 42 ára gamla Magna Böðvars Þorvaldssonar sem hefur verið í tíu daga í haldi lögreglunnar í Jacksonville í Flórída vegna gruns um morð.

Magni Böðvar // Johnny Wayne
Magni Böðvar // Johnny Wayne Situr á bakvið lás og slá í Jacksonville, grunaður um að hafa myrt konu fyrir fjórum árum.

Um er að ræða fjögurra ára gamalt óleyst morðmál en fórnarlambið, hin 43 ára gamla Sherry Prather, sást síðast yfirgefa knæpu á mótorhjóli ásamt Magna Böðvari. Það var 12. október árið 2012. Í byrjun nóvember sama ár fékk lögreglan upplýsingar um líkamsleifar nálægt Braddock Road í Jacksonville. Það var lík Sherry.

Það tók réttarlækni töluverðan tíma að bera kennsl á Sherry þar sem lík hennar var illa farið vegna ágangs dýra. Bein í hálsi er sagt hafa komið yfirvöldum á sporið hver manneskjan væri en umræddu beini var komið fyrir í læknisaðgerð sem Sherry undirgekkst fyrir mörgum árum en á því var auðkennisnúmer sem hægt var að rekja til hennar. Hún er talin hafa verið myrt með skotvopni.

Vitni fengu þrjú þúsund dollara

Magni Böðvar hefur ávallt haldið fram sakleysi sínu en lögreglan í Jacksonville yfirheyrði hann skömmu eftir líkfundinn. Lögreglan taldi þá ekki ástæðu til að ætla að Magni Böðvar hafi komið nálægt morðinu en nú, fjórum árum seinna, hefur lögreglan handtekið hann og ákært fyrir annars stigs morð. Ef fundinn sekur gæti Magni Böðvar þurft að dúsa á bakvið lás og slá í þrjátíu ár.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu