Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Illugi telur Guðlaug Þór stýra Vigdísi

Furða sig á orð­um Vig­dís­ar Hauks­dótt­ur á Face­book, sem lýsti því yf­ir á Út­varpi Sögu að rit­stjóri Kjarn­ans væri mögu­lega að af­vega­leiða les­end­ur. „Röð af til­hæfu­laus­um ásök­un­um,“ seg­ir Þórð­ur Snær.

Illugi telur Guðlaug Þór stýra Vigdísi

Orð sem Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, lét falla á Útvarpi Sögu í gær hafa vakið nokkurn kurr í dag. Vigdís gaf í skyn að Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, væri vísvitandi að blekkja lesendur í máli Víglundar Þorsteinssonar, fyrrum eigandi BM Vallár.

Hún taldi að tengsl samstarfsmanns Þórðar, Magnúsar Halldórssonar, við fyrrverandi aðstoðarmann Steingríms J. Sigfússonar sýni fram á vanhæfi hans til að fjalla um málið. Magnús er bróðir Valdimars Halldórssonar sem var aðstoðarmaður Steingríms J. Sigfússonar á meðan hann gegndi embætti viðskipta- og atvinnuvegaráðherra.

„Mér hefur tekist nokkuð sem engum hefur tekist áður! Það er að stýra Vigdísi Hauksdóttur!“

Taldi Kjarnann verja Steingrím

Magnús birti í gær eftirfarandi tilvitnun í orð Vigdísar á Útvarp Sögu: „Ég veit ekki hvort það hafi áhrif, að aðili sem er með honum þarna á Kjarnanum, er bróðir fyrrverandi aðstoðarmanns Steingríms J. Sigfússonar … Þannig að það gætu nú alveg verið þarna einhverjar upplýsingar sem lægu þarna inni skiluru, sem eru til varnar fyrrverandi fjármálaráðherra.

Ég ætla einmitt að spyrja hann að þessu, þegar þar að kemur, þegar hann kemur fyrir nefndina, hvort það hafi haft áhrif á skrif hans.

Síðan var það náttúrulega aðstoðarmaður fjármálaráðherra, sem lak upplýsingum úr ráðuneytinu og var að reyna að afvegaleiða fjölmiðla, þegar hérna, fyrirgefðu orðbragðið, þegar pósturinn sem að nefndist tussufínt, að afvegaleiða, fjölmiðla, þetta var nú sá tími sjáðu.“

Hver stýrir Vigdísi?

Illugi Jökulsson, rithöfundur og fyrrum ritstjóri, skrifaði færslu um málið á Facebook-síðu sína í dag þar sem hann upplýsir lesendur um leyndarmál úr innsta hring Framsóknarflokksins. „Ég hef fengið þær óvæntu upplýsingar úr innsta hring Framsóknarflokksins, þar sem menn eru misjafnlega ánægðir með framgöngu Vigdísar Hauksdóttur, að flestallar þær furður frá henni komi séu í raun ættaðar frá sjálfstæðismanninum Guðlaugi Þór Þórðarsyni. Ætli sé eitthvað til í því?,“ spyr Illugi.

Guðlaugur Þór var ekki lengi að svara þessari kenningu á sinni síðu. „Nú er það staðfest mér hefur tekist nokkuð sem engum hefur tekist áður! Það er að stýra Vigdísi Hauksdóttur! Allir vita að hún myndi aldrei gagnrýna vinstrimenn nema að því að ég segði henni að gera það,“ skrifar þingmaðurinn.

„Þetta þykir víst bara í lagi í dag. Að þingmenn geti delerað tómt rugl um nafngreint fólk í fjölmiðlum. Það er hresst.“

„Facepalm“

Vísaði ásökunum á bug
Vísaði ásökunum á bug Formaður fjárlaganefndar gaf til kynna að Þórður Snær, ritstjóri Kjarnans, léti fréttaflutning stýrast af tengslum samstarfsmanns hans við fyrrverandi aðstoðarmann Steingríms.

Þingmaðurinn og rithöfundurinn eru ekki þeir einu sem gantast með orð Vigdísar á Facebook. Þórður Snær skrifar fyrr í dag stöðufærslu þar sem hann furðar sig á orðum Vigdísar. „Maður veit eiginlega ekki hvað maður á að segja. Hérna er röð af tilhæfulausum ásökunum sem þingmaður í mikilli valdastöðu setur fram án nokkurs rökstuðnings og dæma. Allt sem haldið er fram er þvæla. En þetta þykir víst bara í lagi í dag. Að þingmenn geti delerað tómt rugl um nafngreint fólk í fjölmiðlum. Það er hresst,“ skrifar Þórður.

Kastljósmaðurinn Helgi Seljan lýsir yfir skoðun sinni á málinu í athugasemd við þessa færsla og er ekki að flækja málið. „facepalm (fast),“ skrifar Helgi.

Þórður Snær notar tækifærið til að sýna fram á hversu fjarstæðukennd kenning formanns fjárlaganefndar sé. „Með því að kommenta ertu að opinbera að við þekkjumst Helgi Seljan. Ég sé risastórt samsæri í smíðum um samantekin eineltismátt fjölmiðla. Þekkir þú nokkur bróðir einhvers sem hefur einhvern tímann verið aðstoðarmaður einhvers?“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár