Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Illugi telur Guðlaug Þór stýra Vigdísi

Furða sig á orð­um Vig­dís­ar Hauks­dótt­ur á Face­book, sem lýsti því yf­ir á Út­varpi Sögu að rit­stjóri Kjarn­ans væri mögu­lega að af­vega­leiða les­end­ur. „Röð af til­hæfu­laus­um ásök­un­um,“ seg­ir Þórð­ur Snær.

Illugi telur Guðlaug Þór stýra Vigdísi

Orð sem Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, lét falla á Útvarpi Sögu í gær hafa vakið nokkurn kurr í dag. Vigdís gaf í skyn að Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, væri vísvitandi að blekkja lesendur í máli Víglundar Þorsteinssonar, fyrrum eigandi BM Vallár.

Hún taldi að tengsl samstarfsmanns Þórðar, Magnúsar Halldórssonar, við fyrrverandi aðstoðarmann Steingríms J. Sigfússonar sýni fram á vanhæfi hans til að fjalla um málið. Magnús er bróðir Valdimars Halldórssonar sem var aðstoðarmaður Steingríms J. Sigfússonar á meðan hann gegndi embætti viðskipta- og atvinnuvegaráðherra.

„Mér hefur tekist nokkuð sem engum hefur tekist áður! Það er að stýra Vigdísi Hauksdóttur!“

Taldi Kjarnann verja Steingrím

Magnús birti í gær eftirfarandi tilvitnun í orð Vigdísar á Útvarp Sögu: „Ég veit ekki hvort það hafi áhrif, að aðili sem er með honum þarna á Kjarnanum, er bróðir fyrrverandi aðstoðarmanns Steingríms J. Sigfússonar … Þannig að það gætu nú alveg verið þarna einhverjar upplýsingar sem lægu þarna inni skiluru, sem eru til varnar fyrrverandi fjármálaráðherra.

Ég ætla einmitt að spyrja hann að þessu, þegar þar að kemur, þegar hann kemur fyrir nefndina, hvort það hafi haft áhrif á skrif hans.

Síðan var það náttúrulega aðstoðarmaður fjármálaráðherra, sem lak upplýsingum úr ráðuneytinu og var að reyna að afvegaleiða fjölmiðla, þegar hérna, fyrirgefðu orðbragðið, þegar pósturinn sem að nefndist tussufínt, að afvegaleiða, fjölmiðla, þetta var nú sá tími sjáðu.“

Hver stýrir Vigdísi?

Illugi Jökulsson, rithöfundur og fyrrum ritstjóri, skrifaði færslu um málið á Facebook-síðu sína í dag þar sem hann upplýsir lesendur um leyndarmál úr innsta hring Framsóknarflokksins. „Ég hef fengið þær óvæntu upplýsingar úr innsta hring Framsóknarflokksins, þar sem menn eru misjafnlega ánægðir með framgöngu Vigdísar Hauksdóttur, að flestallar þær furður frá henni komi séu í raun ættaðar frá sjálfstæðismanninum Guðlaugi Þór Þórðarsyni. Ætli sé eitthvað til í því?,“ spyr Illugi.

Guðlaugur Þór var ekki lengi að svara þessari kenningu á sinni síðu. „Nú er það staðfest mér hefur tekist nokkuð sem engum hefur tekist áður! Það er að stýra Vigdísi Hauksdóttur! Allir vita að hún myndi aldrei gagnrýna vinstrimenn nema að því að ég segði henni að gera það,“ skrifar þingmaðurinn.

„Þetta þykir víst bara í lagi í dag. Að þingmenn geti delerað tómt rugl um nafngreint fólk í fjölmiðlum. Það er hresst.“

„Facepalm“

Vísaði ásökunum á bug
Vísaði ásökunum á bug Formaður fjárlaganefndar gaf til kynna að Þórður Snær, ritstjóri Kjarnans, léti fréttaflutning stýrast af tengslum samstarfsmanns hans við fyrrverandi aðstoðarmann Steingríms.

Þingmaðurinn og rithöfundurinn eru ekki þeir einu sem gantast með orð Vigdísar á Facebook. Þórður Snær skrifar fyrr í dag stöðufærslu þar sem hann furðar sig á orðum Vigdísar. „Maður veit eiginlega ekki hvað maður á að segja. Hérna er röð af tilhæfulausum ásökunum sem þingmaður í mikilli valdastöðu setur fram án nokkurs rökstuðnings og dæma. Allt sem haldið er fram er þvæla. En þetta þykir víst bara í lagi í dag. Að þingmenn geti delerað tómt rugl um nafngreint fólk í fjölmiðlum. Það er hresst,“ skrifar Þórður.

Kastljósmaðurinn Helgi Seljan lýsir yfir skoðun sinni á málinu í athugasemd við þessa færsla og er ekki að flækja málið. „facepalm (fast),“ skrifar Helgi.

Þórður Snær notar tækifærið til að sýna fram á hversu fjarstæðukennd kenning formanns fjárlaganefndar sé. „Með því að kommenta ertu að opinbera að við þekkjumst Helgi Seljan. Ég sé risastórt samsæri í smíðum um samantekin eineltismátt fjölmiðla. Þekkir þú nokkur bróðir einhvers sem hefur einhvern tímann verið aðstoðarmaður einhvers?“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár