Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Illugi telur Guðlaug Þór stýra Vigdísi

Furða sig á orð­um Vig­dís­ar Hauks­dótt­ur á Face­book, sem lýsti því yf­ir á Út­varpi Sögu að rit­stjóri Kjarn­ans væri mögu­lega að af­vega­leiða les­end­ur. „Röð af til­hæfu­laus­um ásök­un­um,“ seg­ir Þórð­ur Snær.

Illugi telur Guðlaug Þór stýra Vigdísi

Orð sem Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, lét falla á Útvarpi Sögu í gær hafa vakið nokkurn kurr í dag. Vigdís gaf í skyn að Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, væri vísvitandi að blekkja lesendur í máli Víglundar Þorsteinssonar, fyrrum eigandi BM Vallár.

Hún taldi að tengsl samstarfsmanns Þórðar, Magnúsar Halldórssonar, við fyrrverandi aðstoðarmann Steingríms J. Sigfússonar sýni fram á vanhæfi hans til að fjalla um málið. Magnús er bróðir Valdimars Halldórssonar sem var aðstoðarmaður Steingríms J. Sigfússonar á meðan hann gegndi embætti viðskipta- og atvinnuvegaráðherra.

„Mér hefur tekist nokkuð sem engum hefur tekist áður! Það er að stýra Vigdísi Hauksdóttur!“

Taldi Kjarnann verja Steingrím

Magnús birti í gær eftirfarandi tilvitnun í orð Vigdísar á Útvarp Sögu: „Ég veit ekki hvort það hafi áhrif, að aðili sem er með honum þarna á Kjarnanum, er bróðir fyrrverandi aðstoðarmanns Steingríms J. Sigfússonar … Þannig að það gætu nú alveg verið þarna einhverjar upplýsingar sem lægu þarna inni skiluru, sem eru til varnar fyrrverandi fjármálaráðherra.

Ég ætla einmitt að spyrja hann að þessu, þegar þar að kemur, þegar hann kemur fyrir nefndina, hvort það hafi haft áhrif á skrif hans.

Síðan var það náttúrulega aðstoðarmaður fjármálaráðherra, sem lak upplýsingum úr ráðuneytinu og var að reyna að afvegaleiða fjölmiðla, þegar hérna, fyrirgefðu orðbragðið, þegar pósturinn sem að nefndist tussufínt, að afvegaleiða, fjölmiðla, þetta var nú sá tími sjáðu.“

Hver stýrir Vigdísi?

Illugi Jökulsson, rithöfundur og fyrrum ritstjóri, skrifaði færslu um málið á Facebook-síðu sína í dag þar sem hann upplýsir lesendur um leyndarmál úr innsta hring Framsóknarflokksins. „Ég hef fengið þær óvæntu upplýsingar úr innsta hring Framsóknarflokksins, þar sem menn eru misjafnlega ánægðir með framgöngu Vigdísar Hauksdóttur, að flestallar þær furður frá henni komi séu í raun ættaðar frá sjálfstæðismanninum Guðlaugi Þór Þórðarsyni. Ætli sé eitthvað til í því?,“ spyr Illugi.

Guðlaugur Þór var ekki lengi að svara þessari kenningu á sinni síðu. „Nú er það staðfest mér hefur tekist nokkuð sem engum hefur tekist áður! Það er að stýra Vigdísi Hauksdóttur! Allir vita að hún myndi aldrei gagnrýna vinstrimenn nema að því að ég segði henni að gera það,“ skrifar þingmaðurinn.

„Þetta þykir víst bara í lagi í dag. Að þingmenn geti delerað tómt rugl um nafngreint fólk í fjölmiðlum. Það er hresst.“

„Facepalm“

Vísaði ásökunum á bug
Vísaði ásökunum á bug Formaður fjárlaganefndar gaf til kynna að Þórður Snær, ritstjóri Kjarnans, léti fréttaflutning stýrast af tengslum samstarfsmanns hans við fyrrverandi aðstoðarmann Steingríms.

Þingmaðurinn og rithöfundurinn eru ekki þeir einu sem gantast með orð Vigdísar á Facebook. Þórður Snær skrifar fyrr í dag stöðufærslu þar sem hann furðar sig á orðum Vigdísar. „Maður veit eiginlega ekki hvað maður á að segja. Hérna er röð af tilhæfulausum ásökunum sem þingmaður í mikilli valdastöðu setur fram án nokkurs rökstuðnings og dæma. Allt sem haldið er fram er þvæla. En þetta þykir víst bara í lagi í dag. Að þingmenn geti delerað tómt rugl um nafngreint fólk í fjölmiðlum. Það er hresst,“ skrifar Þórður.

Kastljósmaðurinn Helgi Seljan lýsir yfir skoðun sinni á málinu í athugasemd við þessa færsla og er ekki að flækja málið. „facepalm (fast),“ skrifar Helgi.

Þórður Snær notar tækifærið til að sýna fram á hversu fjarstæðukennd kenning formanns fjárlaganefndar sé. „Með því að kommenta ertu að opinbera að við þekkjumst Helgi Seljan. Ég sé risastórt samsæri í smíðum um samantekin eineltismátt fjölmiðla. Þekkir þú nokkur bróðir einhvers sem hefur einhvern tímann verið aðstoðarmaður einhvers?“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vegir sem valda banaslysum
6
FréttirFerðamannalandið Ísland

Veg­ir sem valda bana­slys­um

Í Ör­æf­un­um hef­ur auk­in um­ferð haft al­var­leg­ar af­leið­ing­ar í för með sér en inn­við­ir eru ekki í sam­ræmi við mann­fjölda á svæð­inu og bíl­slys eru al­geng. Stefnt er að því að fá sjúkra­bíl á svæð­ið í vet­ur í fyrsta skipti. Ír­is Ragn­ars­dótt­ir Peder­sen og Árni Stefán Haldor­sen í björg­un­ar­sveit­inni Kára segja veg­ina vera vanda­mál­ið. Þau hafa ekki tölu á bana­slys­um sem þau hafa kom­ið að.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár