Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Illugi hafnar því að ganga erinda Orka Energy

Ill­ugi Gunn­ars­son mennta­mála­ráð­herra seg­ist ekki þiggja laun frá orku­fé­lag­inu né starfa fyr­ir það leng­ur. Hann fór til Kína á dög­un­um og með hon­um í för voru full­trú­ar fé­lags­ins, en að sögn Ill­uga bar ís­lenska rík­ið eng­an kostn­að af því.

Illugi hafnar því að ganga erinda Orka Energy

Í gærkvöld birtist frétt á Hringbraut þar sem greint var frá því að Illugi Gunnarsson hafi verið í vinnuferð til Kína á vegum Orka Energy. Í þeirri frétt var því haldið fram að Illugi væri í aukastarfi hjá orkufyrirtækinu. Í samtali við Stundina segir Illugi þessa frétt vera á misskilningi byggð. Frétt Hringbrautar byggði á fréttatilkynningu frá menntamálaráðuneytinu þar sem sagt var frá vinnuferð Illuga til Kína, en í þeirri tilkynningu kemur fram að með í för hafi verið aðilar frá Marel og Orku Energy.

„Athygli vekur að ekki voru með í för forsvarsmenn fleiri íslenskra orkufyrirtækja. Það lítur óneitanlega heldur illa út að ráðherra sem þiggur ráðgjafalaun hjá fyrirtæki skuli nota stöðu sína sem ráðherra til að setja upp opinbera heimsókn til stórveldisins Kína og bjóða með í ferðina því fyrirtæki sem hann þiggur tekjur frá. Ríkissjóður kostar ferð ráðherrans og fylgdarfólks hans úr ráðuneytinu og utanríkisþjónusta þjóðarinnar er notuð til að skipuleggja heimsóknina,“ segir í frétt Hringbrautar.

Gleymska að taka ekki út ráðgjafalaun

Illugi segist hafi starfað hjá Orku Energy tímabundið meðan hann vék af þingi á árunum 2010 til 2012. Það hafi einfaldlega gleymst að breyta tengslaskráningu. „Það var gleymska að hafa ekki tekið þetta út. Vandinn er það sem menn skrá ekki, en ekki það sem þeir gleyma að afskrá,“ segir Illugi. Hann þiggi engin laun frá fyrirtækinu í dag og hann hafi aðeins verið ráðgjafi hjá þeim fyrir ríflega þremur árum.

Íslenska ríkið bar engan kostnað af fyrirtækjamönnum

Illugi ítrekar enn fremur að Íslenska ríkið hafi ekkert greitt fyrir aðilanna frá Marel og Orku Energy sem hafi verið með í för til Kína. Hann segir að starfsmenn Orka Energy hafi verið staddir í Kína og því hafi íslenska ríkið engan kostnað greitt af fundi þeirra. „Þeir voru algjörlega á eigin vegum. Íslenska ríkið bar engan kostnað af þessum mönnum,“ segir Illugi. Hann bætir við að allur ferðakostnaður við ferð Kristínar Ingólfsdóttur, rektor Háskóla Íslands, Ara Kristins Jónssonar, rektor Háskólans í Reykjavík  og Fríðu Björk Ingvarsdóttur, rektor Listaháskóla Íslands, hafi verið greiddur af viðkomandi skólum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár