Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Illugi hafnar því að ganga erinda Orka Energy

Ill­ugi Gunn­ars­son mennta­mála­ráð­herra seg­ist ekki þiggja laun frá orku­fé­lag­inu né starfa fyr­ir það leng­ur. Hann fór til Kína á dög­un­um og með hon­um í för voru full­trú­ar fé­lags­ins, en að sögn Ill­uga bar ís­lenska rík­ið eng­an kostn­að af því.

Illugi hafnar því að ganga erinda Orka Energy

Í gærkvöld birtist frétt á Hringbraut þar sem greint var frá því að Illugi Gunnarsson hafi verið í vinnuferð til Kína á vegum Orka Energy. Í þeirri frétt var því haldið fram að Illugi væri í aukastarfi hjá orkufyrirtækinu. Í samtali við Stundina segir Illugi þessa frétt vera á misskilningi byggð. Frétt Hringbrautar byggði á fréttatilkynningu frá menntamálaráðuneytinu þar sem sagt var frá vinnuferð Illuga til Kína, en í þeirri tilkynningu kemur fram að með í för hafi verið aðilar frá Marel og Orku Energy.

„Athygli vekur að ekki voru með í för forsvarsmenn fleiri íslenskra orkufyrirtækja. Það lítur óneitanlega heldur illa út að ráðherra sem þiggur ráðgjafalaun hjá fyrirtæki skuli nota stöðu sína sem ráðherra til að setja upp opinbera heimsókn til stórveldisins Kína og bjóða með í ferðina því fyrirtæki sem hann þiggur tekjur frá. Ríkissjóður kostar ferð ráðherrans og fylgdarfólks hans úr ráðuneytinu og utanríkisþjónusta þjóðarinnar er notuð til að skipuleggja heimsóknina,“ segir í frétt Hringbrautar.

Gleymska að taka ekki út ráðgjafalaun

Illugi segist hafi starfað hjá Orku Energy tímabundið meðan hann vék af þingi á árunum 2010 til 2012. Það hafi einfaldlega gleymst að breyta tengslaskráningu. „Það var gleymska að hafa ekki tekið þetta út. Vandinn er það sem menn skrá ekki, en ekki það sem þeir gleyma að afskrá,“ segir Illugi. Hann þiggi engin laun frá fyrirtækinu í dag og hann hafi aðeins verið ráðgjafi hjá þeim fyrir ríflega þremur árum.

Íslenska ríkið bar engan kostnað af fyrirtækjamönnum

Illugi ítrekar enn fremur að Íslenska ríkið hafi ekkert greitt fyrir aðilanna frá Marel og Orku Energy sem hafi verið með í för til Kína. Hann segir að starfsmenn Orka Energy hafi verið staddir í Kína og því hafi íslenska ríkið engan kostnað greitt af fundi þeirra. „Þeir voru algjörlega á eigin vegum. Íslenska ríkið bar engan kostnað af þessum mönnum,“ segir Illugi. Hann bætir við að allur ferðakostnaður við ferð Kristínar Ingólfsdóttur, rektor Háskóla Íslands, Ara Kristins Jónssonar, rektor Háskólans í Reykjavík  og Fríðu Björk Ingvarsdóttur, rektor Listaháskóla Íslands, hafi verið greiddur af viðkomandi skólum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Indriði Þorláksson
4
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu