Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

„Í sjálfu sér ekki ólöglegt að tengjast Cayman-eyjum“

Óli Björn Kára­son, formað­ur efna­hags- og við­skipta­nefnd­ar Al­þing­is, árétt­ar að lög­legt sé að stunda við­skipti í gegn­um skatta­skjól í til­efni af áhyggj­um af leyndu eign­ar­haldi Ari­on banka.

„Í sjálfu sér ekki ólöglegt að tengjast Cayman-eyjum“
Óli Björn Kárason Þingmaður Sjálfstæðisflokksins er formaður efnahags- og viðskiptanefndar, sem hefur með málefni bankanna að gera. Mynd: xd.is

Fjöldi þingmanna og annarra hafa lýst áhyggjum sínum af ógagnsæju eignarhaldi Arion banka í kjölfar kaupa vogunarsjóða og Goldman Sachs á þriðjungshlut í bankanum.

Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, sem hefur með málefni bankanna að gera á löggjafarsamkomunni, sefaði þær áhyggjur í viðtali við Ríkisútvarpið í gær.

„Auðvitað er það nú kannski ekki það jákvæðasta sem maður heyrir en menn verða þó að hafa í huga að það er í sjálfu sér ekki ólöglegt að tengjast Cayman-eyjum eða öðrum slíkum svæðum,“ sagði hann.

Sneiða hjá skoðun Fjármálaeftirlitsins

Nýir eigendur Arion banka, bandaríski stórbankinn Goldman Sachs og vogunarsjóðirnir Taconic Capital, Attestor Capital og Och-Ziff Capital, eru taldir ætla að greiða út verulegar fjárhæðir í arð.

Tilkynnt var um kaupin í kjölfar þess að fjármagnshöftum var aflétt. 

„Þetta eru alvöru fjárfestar“

„Þetta eru alvöru fjárfestar, að leggja fram mikla fjármuni af því að þeir hafa trú á Íslandi og Arion banka,“ sagði Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, í tilefni af kaupunum. Síðar kom þó í ljós að Och-Ziff Capital hefði verið fært niður í ruslflokk í lánshæfiseinkunn Standard & Poor's degi eftir kaupin á 6,6 prósenta hlut í Arion banka. Þá hefur komið í ljós að einn kaupendanna, Och-Ziff Capital Management Group, þurfti að greiða sekt upp á 23 milljarða króna fyrir víðtækt samsæri um að greiða opinberum embættismönnum í Líbýu og Lýðveldinu Kongó mútur.

Bæði Taconic Capital og Attestor Capital ákváðu að kaupa 9,99 prósenta hlut í bankanum. Ástæðan fyrir því er talin vera að fari eigendurnir upp í 10 prósent af eignarhlut í bankanum teljast þeir „virkir eigendur“ og þurfa þeir að undirgangast sérstakt mat Fjármálaeftirlitsins. Með þessu sneiða þeir hjá matinu. Í því er skoðað hvort viðkomandi er hæfur til að vera eigandi að fjármálastofnun út frá orðspori, fjárhagslegu heilbrigði og hvort ætla megi að eignarhaldið torveldi eftirlit með fjármálafyrirtækinu og geti meðal annars leitt til peningaþvættis.

Arion banki er hins vegar skyldugur til þess að birta nöfn þeirra sem eiga umfram 1 prósent hlutafjár, samkvæmt tilkynningu Fjármálaeftirlitsins, en það segir lítið um eignarhaldið á endanum, ekki síst þegar slóð þess endar í skattaskjóli.

Umræða um skattaskjólsviðskipti

Mikil umræða hefur verið um skattaskjól eftir að Panama-lekinn leiddi í ljós umfangsmikil skattaskjólsviðskipti áberandi íslenskra fjárfesta og stjórnmálamanna, eins og þáverandi forsætisráðherra og núverandi forsætisráðherra. Bjarni Benediktsson, núverandi forsætisráðherra og þáverandi fjármálaráðherra, ákvað hins vegar að birta ekki skýrslu um skattaskjólsviðskipti Íslendinga fyrir kosningar, en hún var birt eftir áramót. 

Í skýrslunni var ábyrgð á vanda aflandsviðskipta færð yfir á löggjafann.

„Eins og Panamaskjölin gefa til kynna var umfang aflandsvæðingar íslensks efnahagslífs einstakt í heiminum á þessum tíma ... Á sama hátt og Rannsóknarskýrsla Alþingis leiddi í ljós ákveðin lausatök í opinberri umgjörð um fjármálakerfið á þessum tíma, virðast íslensk skattalög hafa gefið meira svigrúm til flutnings eigna úr lögsögunni með löglegum hætti en víða annars staðar, en eftirfylgni og gagnaskráning á þessu sviði hélt ekki í við hraðan vöxt fjármagnsflutninga. Sem dæmi má nefna að Bandaríkin innleiddu CFC-löggjöf á sjöunda áratug síðustu aldar og Danir, Svíar og Norðmenn fyrir 2004, en henni er ætlað að hindra leynd og skattsniðgöngu með málamyndaeignarhaldi í gegnum aflandssvæði. Á Íslandi tóku reglurnar aftur á móti ekki gildi fyrr en 2011, þegar allt var um garð gengið.“

Hefur áhyggjur af umræðunni sem slíkri

Skattaskjólsviðskipti eru ekki ólögleg en þau gera hins vegar ólöglega gjörninga gerlegri og geta nýst til að koma í veg fyrir skattgreiðslur hér á landi. 

Brynjar Níelsson, annar þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur varað við því að umræða um banka á Íslandi verði of neikvæð. „Ég sjálfur hef talsverðar áhyggjur af viðbrögðum margra, og ekki síst stjórnmálamanna, við þessum fregnum um sölu á 30 prósenta hlut í Arion banka... Hér er um að ræða fjármálafyrirtæki sem þarf á trúverðugleika að halda. Við erum með kerfi, eftirlitsstofnun, FME, sem hefur eftirlit með þessu, sér um framkvæmd laganna og þð er mikilvægt að við förum ekki fram úr okkur í þessari umræðu.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
2
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.
Sjálfsvígi fylgir eitruð sorg
5
Viðtal

Sjálfs­vígi fylg­ir eitr­uð sorg

Eg­ill Heið­ar Ant­on Páls­son á ræt­ur að rekja til Spán­ar, þar sem móð­ir hans fædd­ist inn í miðja borg­ara­styrj­öld. Tólf ára gam­all kynnt­ist hann sorg­inni þeg­ar bróð­ir hans svipti sig lífi. Áð­ur en ein­hver gat sagt hon­um það vissi Eg­ill hvað hefði gerst og hvernig. Fyr­ir vik­ið glímdi hann við sjálfs­ásak­an­ir og sekt­ar­kennd. Eg­ill hef­ur dökkt yf­ir­bragð móð­ur sinn­ar og lengi var dökkt yf­ir, en hon­um tókst að rata rétta leið og á að baki far­sæl­an fer­il sem leik­stjóri. Nú stýr­ir hann Borg­ar­leik­hús­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
5
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár