Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Hvers konar flokkur er þessi Viðreisn?

Nýja stjórn­mála­afl­ið Við­reisn hef­ur ver­ið kynnt sem frjáls­lynd­ur miðju­flokk­ur, en er það rétt lýs­ing? Við­reisn spratt upp úr lof­orða­svik­um Sjálf­stæð­is­flokks­ins um þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu vegna að­ild­ar­við­ræðna við Evr­ópu­sam­band­ið en er líka upp­gjör mark­aðssinna við íhalds­semi Sjálf­stæð­is­flokks­ins.

Hvers konar flokkur er þessi Viðreisn?
Benedikt Jóhannesson Gengur frá fréttamönnum á Bessastöðum. Mynd: Pressphotos

„Þetta eru ólíkir flokkar, við erum lengst til vinstri og það eru þarna flokkar sem eru lengst til hægri. Það er því ekki skrýtið að ekki hafi náðst samkomulag.“

Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna á dögunum þegar slitnaði upp úr viðræðum fimm flokka um ríkisstjórnarmyndun.

Í eftirmálunum – margvíslegum tilraunum til að útskýra fyrir þjóðinni hverjum var um að kenna og hvers vegna – fékk þessi athyglisverða yfirlýsing ekki þá athygli sem hún verðskuldaði.

Það eru þarna flokkar sem eru lengst til hægri, sagði formaður Vg.

Engum dylst að þarna á Katrín við Viðreisn, en fleirtalan sprettur eflaust af því að Viðreisn og Björt framtíð hafa gengið svo samhent til stjórnarmyndunar að ekki verður séð að skugga beri á.

Fáir myndu þó kalla Bjarta framtíð hægri flokk, hvað þá flokk lengst til hægri.

 

Óttarr og BenediktTvíeykið sem myndaðist eftir kosningar.

En er þessi einkunn rétt þegar Viðreisn á í hlut? Flokkurinn sem hefur frá upphafi skilgreint sig fyrst og fremst sem „frjálslyndan“, og eftir kosningar notað „miðjuflokkur“ æ oftar aukreitis, líklega vegna hins óvænta samstarfs við Bjarta framtíð?

Er Viðreisn virkilega hægri flokkur lengst úti á kanti? Hægra megin við Sjálfstæðisflokkinn?

Svarið við því er bæði já og nei. Samt oftar já, ef litið er á stefnu, málflutning og forsögu helztu forystumanna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár