Flestir eru sammála um að Donald Trump sé einn versti og vanhæfasti forsetaframbjóðandi í sögu Bandaríkjanna. Nýleg könnun Gallup sýndi til dæmis að 67% skráðra kjósenda telja hann skorta þá persónulegu eiginleika, stjórnunarhæfileika og skapgerð sem nauðsynleg er í embætti forseta.
Engu að síður hefur munurinn á stuðningi við hann og Hillary Clinton sjaldan verið minni, nú þegar rétt innan við vika er til kosninga. Kannanir síðustu daga sýna að forskot Clinton á landsvísu hefur ýmist horfið eða skroppið saman í 1–3% og í nýjustu könnun LA Times er Trump með 4% forskot.
Í könnunum LA Times hefur fylgi Trump reyndar alltaf mælst meira en hjá öðrum og Clinton er enn með nokkuð sannfærandi forskot í nógu mörgum af vígvallarríkjunum, „battleground states“, þar sem munurinn á frambjóðendunum er minnstur, til að vera nokkuð örugg um sigur. Tölfræðigúrúið Nate Silver telur til dæmis að Hillary eigi enn yfir 70% líkur á
Athugasemdir