Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Viðreisn vill ekki efna eigin útgjaldaloforð

Við­reisn lof­aði 46 millj­arða ár­legri út­gjalda­aukn­ingu í að­drag­anda þing­kosn­inga en þing­mað­ur flokks­ins seg­ir nú að „hvorki sé þörf né rétt á þess­um tíma­punkti hagsveiflu að stór­auka rík­is­út­gjöld“. Hann hnýt­ir í hina flokk­ana fyr­ir að hafa vilj­að 40 til 50 millj­arða út­gjalda­aukn­ingu, sem er sams kon­ar aukn­ing og Við­reisn lof­aði á blaða­manna­fundi.

Viðreisn vill ekki efna eigin útgjaldaloforð

Viðreisn lofaði 46 milljarða útgjaldaaukningu í aðdraganda kosninga. Nú segir hins vegar Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, að kröfur annarra flokka um 40 til 50 milljarða útgjaldaaukningu hafi ekki hugnast Viðreisn og að hann efist um að slík útgjöld séu sjálfbær á þessu stigi hagsveiflunnar.

Þetta kom fram í viðtali við hann á Mbl.is í gærkvöldi og í Fréttablaðinu ítrekar hann að Viðreisn vilji ekki stórauka ríkisútgjöld, hvað þá fjármagna þau með skattahækkunum. 

Málflutningur Þorsteins heyrir til tíðinda í ljósi þess að hans eigin flokkur lofaði 46 milljarða útgjaldaaukningu í aðdraganda þingkosninga, til heilbrigðis- og velferðarmála, menntamála og fjárfestinga í innviðum. Samkvæmt heimildum Stundarinnar eru þetta nær sömu málaflokkar og hinir flokkarnir sem komu að stjórnarmyndunarviðræðunum vildu að auknum útgjöldum yrði varið til. 

Þegar Viðreisn kynnti fjármálaáætlun sína á blaðamannafundi þann 23. október síðastliðinn tilgreindu fulltrúar flokksins ákveðnar upphæðir sem ætti að verja til umræddra málaflokka og notuðu orðið „útgjaldaloforð“. Eins og sjá má á myndinni hér að neðan var því lofað að ríkisútgjöld ykjust sem þessu nemur á hverju ári á kjörtímabilinu, eða samtals um 184 milljarða á fjórum árum. 

Á sama fundi kynnti Viðreisn hugmyndir um fjármögnunarleiðir, einkum útboð aflaheimilda, vaxtalækkun með sölu ríkiseigna og vaxtalækkun með því að koma á fót myntráði. Samkvæmt heimildum Stundarinnar hafði náðst samstaða um það meðal flokkanna í stjórnarmyndunar-viðræðunum að einhvers konar útboði aflaheimilda yrði hrint í framkvæmd. Hins vegar var ekki búið að greiða úr öllum álitamálum um útfærslu og framkvæmd slíkrar leiðar. Þá er almennur vilji fyrir því að halda áfram sölu ríkiseigna og að skuldir ríkisins verði niðurgreiddar til að ná niður vaxtakostnaði ríkisins. Þá var samhljómur í stjórnarmyndunarviðræðunum um að stofnuð yrði nefnd um framtíðarskipan peningamála sem myndi meðal annars kanna möguleikann á því að setja á fót myntráð.

Í Kastljósi í gær sagði Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, að ekki væri rétt túlkun að Viðreisn hefði í raun og veru slitið stjórnarmyndunarviðræðum flokkanna. Í viðtali Mbl.is við Þorstein Víglundsson, undir yfirskriftinni „Heiðarlegast að slíta viðræðunum“ segir hins vegar: „Þor­steinn Víg­lunds­son, þingmaður Viðreisn­ar, seg­ir áhersl­ur á stór­felld­ar skatta­hækk­an­ir sem fram hefðu komið í stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræðum síðustu daga ekki hafa hugn­ast Viðreisn og því hafi hún talið heiðarleg­ast að slíta viðræðunum áður en lengra væri haldið.“ Þá staðfesti Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, í samtali við Stundina í gær að Benedikt hefði tilkynnt sér að hann hefði ekki sannfæringu um að stjórnarmyndun tækist og í kjölfarið hefði viðræðunum verið hætt.

Eins og Stundin fjallaði um í gær véku ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins frá samþykktri fjármálaáætlun sinni í tveimur veigamiklum atriðum í lok síðasta kjörtímabils, annars vegar með viðbótarfjárfestingum í samgönguáætlun og hins vegar með auknu fjármagni til almannatrygginga. Báðar aðgerðirnar eru í raun ófjármagnaðar, en um er að ræða hátt í 30 milljarða útgjöld sem munu valda hallarekstri ríkissjóðs á næsta ári ef aukinna tekna verður ekki aflað. 

Fram kom í viðtali Mbl.is við Benedikt í gærmorgun að það hefði sett „strik í reikn­ing­inn í stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræðunum að staðan í rík­is­fjár­mál­um sé tug­um millj­arða þrengri en talið var við upp­haf viðræðnanna“. Þá sagði hann í Kastljósi: „Allt í einu kemur í ljós að ríkisfjármálin standa ekki jafn vel og við töldum“. 

Hins vegar er ljóst að umræddar útgjaldaskuldbindingar lágu þegar fyrir og höfðu verið samþykktar á Alþingi áður en Viðreisn kynnti hugmyndir sínar um stórfellda aukningu ríkisútgjalda þann 23. október. 

Þorsteinn Víglundsson hefur lýst efasemdum um að rétt sé að ráðast í útgjaldaaukningu upp á 40 til 50 milljarða. Í viðtalinu við Mbl.is segir

„„Það var búið að varpa fram hug­mynd­um um hversu mikið þyrfti að auka út­gjöld­in að mati sér í lagi kannski Vinstri grænna,“ seg­ir Þor­steinn og kveður 40-50 millj­arða út­gjalda­aukn­ingu hafa ít­rekað verið setta fram í viðræðunum.  […] Hann seg­ir þó líka um­hugs­un­ar­efni að ef ekki sé hægt að fjár­magna þau lof­orð sem hafa verið gef­in í vel­ferðar- og heil­brigðismál­um við nú­ver­andi stig hagsveifl­unn­ar, hvort slík út­gjaldalof­orð séu þá yf­ir­höfuð sjálf­bær. „Þetta kall­ar á end­ur­skoðun á rík­is­fjár­mál­um og nýja for­gangs­röðun. Það er vinna sem við treyst­um okk­ur fylli­lega í á kjör­tíma­bil­inu. Það þarf hins veg­ar þol­in­mæði og vönduð vinnu­brögð til að ljúka þeirri vinnu.““

Þá er haft eftir honum á Vísi.is: „Það var ljóst að við værum flokkur sem höfum lagt á það áherslu að hvorki sé þörf né rétt á þessum tímapunkti hagsveiflu að stórauka ríkisútgjöld og hækka skatta þegar allir skattstofnar ríkisins eru í hámarks afrakstri. Það mætti spyrja sig hvort þetta útgjaldastig væri sjálfbært þegar skattbyrði hér er há í alþjóðlegum samanburði. Við töldum ekki hægt að vinna með þessar tillögur þó það væri hægt að ræða afmarkaðar breytingar.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

Segist notuð sem leppur í Vorstjörnunni, sem lúti sjóræningjastjórn
4
Fréttir

Seg­ist not­uð sem lepp­ur í Vor­stjörn­unni, sem lúti sjó­ræn­ingja­stjórn

Sigrún E. Unn­steins­dótt­ir, stjórn­ar­mað­ur í Vor­stjörn­unni, seg­ir fram­kvæmda­stjórn Sósí­al­ista­flokks­ins fara með raun­veru­lega stjórn fé­lags­ins. Sjálf viti hún ekk­ert hvað fari fram inn­an þess. „Þetta er sjó­ræn­ingja­stjórn,“ seg­ir hún. Vara­formað­ur fram­kvæmda­stjórn­ar flokks­ins seg­ir ekk­ert ann­ar­legt í gangi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár