Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Björn Ingi um fjárkúgunina: „Ég veit ekkert um þetta mál“

Hlín og Malín kröfðu Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son um millj­ón­ir. Ætl­uðu ann­ars að gera tölvu­póst um fjár­hags­leg tengsl for­sæt­is­ráð­herra við Björn Inga op­in­ber­an. Á að hafa kom­ið að fjár­mögn­un á hlut Björns Inga í DV.

Björn Ingi um fjárkúgunina: „Ég veit ekkert um þetta mál“

Systurnar og fjölmiðlakonurnar Hlín Einarsdóttir og Malín Brand voru handteknar á föstudag vegna fjárkúgunar á hendur Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra. Þetta kemur fram í frétt á vef Vísis. 

Samkvæmt upplýsingum fréttastofu Vísis sendu systurnar bréf til Sigmundar þar sem þess var krafist að hann myndi reiða fram nokkrar milljónir króna ella yrðu upplýsingar sem áttu að vera viðkvæmar fyrir forsætisráðherra gerðar opinberar.

Ætluðu að opinbera viðkvæmar upplýsingar
Ætluðu að opinbera viðkvæmar upplýsingar Kröfðu forsætisráðherra um milljónir.

Systurnar eru báðar þekktar fjölmiðlakonur. Hlín Einarsdóttir var áður ritstjóri Bleikt.is og þá er hún fyrrverandi sambýliskona Björns Inga Hrafnssonar aðaleiganda Vefpressunnar. Malín Brand er bílablaðamaður á Morgunblaðinu en samkvæmt frétt Vísis er hún komin í leyfi frá störfum til 1. ágúst næstkomandi.

Bæði Malín og Hlín eru með slökkt á símum sínum og ekki hefur náðst í þær með öðrum leiðum. 

Tölvupóstur á milli Sigmundar og Björns Inga

Upplýsingarnar sem systurnar Malín Brand og Hlín Einarsdóttir hótuðu að gera opinberar snúast um fjárhagsleg tengsl Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra og Björns Inga Hrafnssonar fjölmiðlamanns. Þetta kemur fram í frétt á Vísi

Samkvæmt heimildum Stundarinnar snýst málið um tölvupóst sem á að hafa farið á milli Sigmundar Davíðs og Björns Inga í tengslum við kaup þess síðarnefnda á DV í lok síðasta árs. Heimildir Vísis herma sömuleiðis að málið snúist um kaupin á DV. Björn Ingi Hrafnsson, fyrrum sambýlismaður Hlínar og útgefandi DV, segist ekki vita hvað systurnar höfðu á Sigmund Davíð í samtali við Stundina. „Ég veit ekki um það, ég veit ekkert um þetta mál. Það hefur enginn spurt mig um það. Maðurinn hefur ekkert að fela enda vísaði hann málinu til lögreglunnar,“ svarar Björn Ingi spurður um hvort málið snúi að tölvupósti sem á að hafa farið á milli hans og Sigmundar Davíðs. „Þetta er bara svo sorglegt mál,“ segir Björn Ingi að lokum.

Voru að sækja féð

Í tilkynningu frá lögreglu sem barst rétt eftir klukkan ellefu í morgun segir að tvær konur á fertugsaldri hafi verið handteknar fyrir helgina í tengslum við rannsókn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á tilraun til fjárkúgunar. „Konurnar voru handteknar í Hafnarfirði um hádegisbil sl. föstudag. Þær eru grunaðar um að hafa sent bréf í pósti heim til forsætisráðherra og krafist þess að hann greiddi þeim tiltekna fjárupphæð. Enn fremur var tilgreint að fjármunina ætti að skilja eftir á ákveðnum stað sunnan Vallahverfis í Hafnarfirði. Þar handtók lögreglan konurnar.
Við yfirheyrslur játuðu konurnar að hafa sent umrætt bréf og var þeim sleppt að yfirheyrslum loknum. Málið hefur verið rannsakað og unnið í góðri samvinnu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og embættis ríkislögreglustjóra. Málið telst að mestu upplýst en að lokinni rannsókn verður það sent til ríkissaksóknara, sem tekur ákvörðun um næstu skref,“ segir í tilkynningunni. 

„Eins og staðan er núna þá erum við ekki að bæta neinu við þær upplýsingar sem koma fram í tilkynningunni,“ segir Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, kynningarfulltrúi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, aðspurður um hvort til standi að greina efnislega frá því í hverju fjárkúgunin hafi falist.

Neitaði að tjá sig um fjármögnun

Björn Ingi var spurður af Kjarnanum í lok síðastliðins nóvembermánaðar hvernig kaupin á DV voru fjármögnuð. Hann neitaði þá að tjá sig um bæði kaupverð og fjármögnun. „Kaupverðið er trúnaðarmál. Og sömuleiðis hvernig þau eru fjármögnuð, en þetta er samvinnuverkefni með þeim sem áttu blaðið,“ var haft eftir Birni Inga í frétt Kjarnans.

Fréttin verður uppfærð þegar nýjar upplýsingar berast. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
2
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
3
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár