Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, gagnrýnir harðlega afstöðu Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem gagnrýndi fjárframlög til Útlendingastofnunar vegna fjölgunar hælisleitenda í ræðu á Alþingi í dag. Sagði hann að fyrir sömu fjárhæð mætti reka skurðstofu á sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum. Helgi Hrafn segir Ásmund með þessu misnota sér bágindi saklauss fólks til þess að réttlæta sín eigin bölvanlegu viðhorf til hælisleitenda.
„Ef þetta snerist um aldraða og öryrkja (sem það gerir ekki), þá myndi Ásmundur Friðriksson kannski stinga upp á því að við aðskiljum ríki og kirkju og fáum þannig sirka 1,6 milljarð í ríkissjóð á ári til að standa undir þörfum öryrkja og ellilífeyrisþega. Ástæðan fyrir því að honum dettur það ekki í hug, er vegna þess að þetta snýst ekkert um að fjármagna málaflokka viðkvæmra hópa; hann er eingöngu að misnota stöðu þeirra til að skreyta sinn rangláta málstað með þjáningu annars fólks,“ segir Helgi Hrafn meðal
Athugasemdir