Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Helena varð fyrir neteinelti: „Það á bara ekki að líðast“

Helena Reyn­is­dótt­ir, förð­un­ar­fræð­ing­ur og vin­sæl­asta stúlk­an í Ung­frú Ís­land í sum­ar, vek­ur at­hygli á neteinelti á Beauty tips, lok­uð­um hópi kvenna á Face­book. „Aldrei séð jafn vont og ljótt bull áð­ur,“ seg­ir Helena.

Helena varð fyrir neteinelti: „Það á bara ekki að líðast“

Helena Reynisdóttir, förðunarfræðingur og þátttakandi í Ungfrú Ísland í sumar, vekur athygli á neteinelti sem hún varð fyrir á dögunum inni í Beauty tips, lokuðum hópi kvenna á Facebook. „Gaman þegar konur geta staðið saman. Sérstaklega gaman að þær séu að segja að kærastinn minn haldi fram hjá mér. Aldrei séð jafn vont og ljótt bull áður,“ skrifar Helena og birtir myndir af umræðuþræði á Instragram þar sem ungar stúlkur níða af henni skóinn. Þess má geta að Helena tók þátt í Ungfrú Ísland í sumar þar sem hún var kjörin vinsælasta stúlkan.

 „Ég fékk bara sting í hjartað og mér leið ömurlega.“

„Ég fékk sendar myndir af þessu á Snapchatið sem ég held úti. Ég fékk létt sjokk yfir því að fólk skuli virkilega setja svona út á eigin síðu, þar sem nokkur hundruð manns eru að fylgjast með. Þetta voru ekki persónuleg skilaboð. Þær eru í raun að ræða hvað ég sé ömurleg. Einhver segir að ég hafi sagt rauðhærðri stelpu að hún ætti ekki heima í förðunarbúð. Ég veit ekki hvaða rugl þetta er,“ segir Helena í samtali við Stundina.

Sumar stúlkunnar halda því fram að kærasti Helenu hafi haldið fram hjá henni. „Ég fékk bara sting í hjartað og mér leið ömurlega. Ég hef fengið svona áður. Það fylgir því að vera eitthvað þekktur, en ætti auðvitað ekki að gera það. Mér fannst þetta svo persónulegt, því það verið að tala um mig sem persónu en ekki mig sem förðunarfræðing eða eitthvað álíka. Þetta er alveg ömurlegt,“ svarar Helena þegar hún er innt eftir því hvernig henni hafi liðið þegar hún sá skilaboðin. 

Eftir að Helena deildi reynslu sinni inni á Beauty tips hefur hún verið gagnrýnd fyrir að birta skjáskot af eineltinu. Þá hefur henni verið tjáð að hún geti átt vona neikvæðri umræðu þar sem hún sé opinber persóna. „Þú ert orðin þekkt og mjöög margir eru að fylgjast með þér á samfélagsmiðlunum, ekki lesa hvað aðrir eru að segja um þig,“ skrifar ein. 

Helena leggur áherslu á að neteinelti eigi ekki að líðast þó fólk sé þekkt í samfélaginu. „Það á bara ekki að líðast. Fólk á ekki í lagi að hugsa þannig. Þetta er vandamál sem þarf að taka á,“ segir Helena.

„Það er svo fáránlegt að það sé í lagi að láta svona af því að maður er smá þekktur, að þetta fylgi því bara. Voðalega margir segja að ég sé rosaleg vond að birta nöfnin á stelpunum sem töluðu svona, en ef þær mega segja þetta um mig á netinu þá finnst mér ekki að ég eigi að verja þær.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
3
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár