Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Helena varð fyrir neteinelti: „Það á bara ekki að líðast“

Helena Reyn­is­dótt­ir, förð­un­ar­fræð­ing­ur og vin­sæl­asta stúlk­an í Ung­frú Ís­land í sum­ar, vek­ur at­hygli á neteinelti á Beauty tips, lok­uð­um hópi kvenna á Face­book. „Aldrei séð jafn vont og ljótt bull áð­ur,“ seg­ir Helena.

Helena varð fyrir neteinelti: „Það á bara ekki að líðast“

Helena Reynisdóttir, förðunarfræðingur og þátttakandi í Ungfrú Ísland í sumar, vekur athygli á neteinelti sem hún varð fyrir á dögunum inni í Beauty tips, lokuðum hópi kvenna á Facebook. „Gaman þegar konur geta staðið saman. Sérstaklega gaman að þær séu að segja að kærastinn minn haldi fram hjá mér. Aldrei séð jafn vont og ljótt bull áður,“ skrifar Helena og birtir myndir af umræðuþræði á Instragram þar sem ungar stúlkur níða af henni skóinn. Þess má geta að Helena tók þátt í Ungfrú Ísland í sumar þar sem hún var kjörin vinsælasta stúlkan.

 „Ég fékk bara sting í hjartað og mér leið ömurlega.“

„Ég fékk sendar myndir af þessu á Snapchatið sem ég held úti. Ég fékk létt sjokk yfir því að fólk skuli virkilega setja svona út á eigin síðu, þar sem nokkur hundruð manns eru að fylgjast með. Þetta voru ekki persónuleg skilaboð. Þær eru í raun að ræða hvað ég sé ömurleg. Einhver segir að ég hafi sagt rauðhærðri stelpu að hún ætti ekki heima í förðunarbúð. Ég veit ekki hvaða rugl þetta er,“ segir Helena í samtali við Stundina.

Sumar stúlkunnar halda því fram að kærasti Helenu hafi haldið fram hjá henni. „Ég fékk bara sting í hjartað og mér leið ömurlega. Ég hef fengið svona áður. Það fylgir því að vera eitthvað þekktur, en ætti auðvitað ekki að gera það. Mér fannst þetta svo persónulegt, því það verið að tala um mig sem persónu en ekki mig sem förðunarfræðing eða eitthvað álíka. Þetta er alveg ömurlegt,“ svarar Helena þegar hún er innt eftir því hvernig henni hafi liðið þegar hún sá skilaboðin. 

Eftir að Helena deildi reynslu sinni inni á Beauty tips hefur hún verið gagnrýnd fyrir að birta skjáskot af eineltinu. Þá hefur henni verið tjáð að hún geti átt vona neikvæðri umræðu þar sem hún sé opinber persóna. „Þú ert orðin þekkt og mjöög margir eru að fylgjast með þér á samfélagsmiðlunum, ekki lesa hvað aðrir eru að segja um þig,“ skrifar ein. 

Helena leggur áherslu á að neteinelti eigi ekki að líðast þó fólk sé þekkt í samfélaginu. „Það á bara ekki að líðast. Fólk á ekki í lagi að hugsa þannig. Þetta er vandamál sem þarf að taka á,“ segir Helena.

„Það er svo fáránlegt að það sé í lagi að láta svona af því að maður er smá þekktur, að þetta fylgi því bara. Voðalega margir segja að ég sé rosaleg vond að birta nöfnin á stelpunum sem töluðu svona, en ef þær mega segja þetta um mig á netinu þá finnst mér ekki að ég eigi að verja þær.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár