Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Hefði verið „skemmtilegra“ að fá skýrsluna fyrir kosningar: „Held að þetta smellpassi“

Ótt­arr Proppé, formað­ur Bjartr­ar fram­tíð­ar, hef­ur tjáð sig um ákvörð­un Bjarna Bene­dikts­son­ar um að fresta birt­ingu skatta­skjóls­skýrslu fram yf­ir kosn­ing­ar. „Ég held að þetta smellpassi inn í okk­ar vinnu og hug­mynda­fræð­ina að baki mynd­un­ar þess­ar­ar rík­is­stjórn­ar.“

Hefði verið „skemmtilegra“ að fá skýrsluna fyrir kosningar: „Held að þetta smellpassi“

„Þetta er nú leiðindaklúður með birtingu skýrslunnar, ég get alveg tekið undir það um leið og ég fagna því að skýrslan sé komin fram,“ sagði Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, í kvöldfréttum Stöðvar 2 eftir að hann var inntur eftir afstöðu sinni til ákvörðunar Bjarna Benediktssonar um að birta almenningi ekki skýrslu um umfang skattaskjólseigna fyrr en eftir þingkosningar. „Þetta eru mikilvægar upplýsingar sem hefði auðvitað verið skemmtilegra að hefðu komið fram fyrir kosningar. En við göngum til stjórnarsamstarfsins á grundvelli málefna og málefnasamnings sem við höfum verið að vinna.“

Óttarr tjáði sig einnig um málið við RÚV. Þar eru eftirfarandi orð höfð eftir honum: „Við leggjum mikla áherslu, í þessum stjórnarmyndunarviðræðum öllum, að vanda verklag, auka gegnsæið og vinna nákvæmlega að svona málum. Vinna gegn skattaundanskotum og þar með talið gegn skattaskjólum. Þannig að ég held að þetta smellpassi inn í okkar vinnu og hugmyndafræðina að baki myndunar þessarar ríkisstjórnar.“

Stundin sendi Óttari fyrirspurn um afstöðu hans til vinnubragða Bjarna Benediktssonar í dag og mun greina frá svörunum þegar þau berast.

Eins og fram hefur komið fór Bjarni Benediktsson með rangt mál um helgina þegar hann sagðist ekki hafa fengið skýrslu starfshóps um umfang aflandseigna Íslendinga inn í ráðuneyti sitt fyrr en eftir að þingi var slitið í október. Í sama viðtali sakaði hann pólitíska andstæðinga um „þvætting“, „fyrirslátt“ og „pólitík“. Hið rétta er að umrædd skýrsla var afhent fjármála- og efnahagsráðuneytinu þann 13. september þegar um mánuður var eftir af þingstörfum. Bjarni hefur viðurkennt að hafa sjálfur ákveðið að birta skýrsluna ekki fyrr en eftir kosningar, enda hafi hann ekki viljað setja skýrsluna „í kosningasamhengi“. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnmálaflokkar

Fóru í boðsferð til Krímskaga á Pútínráðstefnu
FréttirStjórnmálaflokkar

Fóru í boðs­ferð til Krímskaga á Pútín­ráð­stefnu

Birgitta Jóns­dótt­ir, stjórn­ar­formað­ur IMMI, og Sara Elísa Þórð­ar­dótt­ir, vara­þing­kona Pírata, fóru á áróð­urs­ráð­stefnu sem er fjár­mögn­uð af rúss­nesk­um yf­ir­völd­um. „Ég er ekki sér­stak­ur stuðn­ings­mað­ur Rússa, Kína, Banda­ríkj­anna né annarra stór­velda og gagn­rýni þau öll við hvert tæki­færi, líka þarna,“ seg­ir Birgitta.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
6
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár