Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Hefði verið „skemmtilegra“ að fá skýrsluna fyrir kosningar: „Held að þetta smellpassi“

Ótt­arr Proppé, formað­ur Bjartr­ar fram­tíð­ar, hef­ur tjáð sig um ákvörð­un Bjarna Bene­dikts­son­ar um að fresta birt­ingu skatta­skjóls­skýrslu fram yf­ir kosn­ing­ar. „Ég held að þetta smellpassi inn í okk­ar vinnu og hug­mynda­fræð­ina að baki mynd­un­ar þess­ar­ar rík­is­stjórn­ar.“

Hefði verið „skemmtilegra“ að fá skýrsluna fyrir kosningar: „Held að þetta smellpassi“

„Þetta er nú leiðindaklúður með birtingu skýrslunnar, ég get alveg tekið undir það um leið og ég fagna því að skýrslan sé komin fram,“ sagði Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, í kvöldfréttum Stöðvar 2 eftir að hann var inntur eftir afstöðu sinni til ákvörðunar Bjarna Benediktssonar um að birta almenningi ekki skýrslu um umfang skattaskjólseigna fyrr en eftir þingkosningar. „Þetta eru mikilvægar upplýsingar sem hefði auðvitað verið skemmtilegra að hefðu komið fram fyrir kosningar. En við göngum til stjórnarsamstarfsins á grundvelli málefna og málefnasamnings sem við höfum verið að vinna.“

Óttarr tjáði sig einnig um málið við RÚV. Þar eru eftirfarandi orð höfð eftir honum: „Við leggjum mikla áherslu, í þessum stjórnarmyndunarviðræðum öllum, að vanda verklag, auka gegnsæið og vinna nákvæmlega að svona málum. Vinna gegn skattaundanskotum og þar með talið gegn skattaskjólum. Þannig að ég held að þetta smellpassi inn í okkar vinnu og hugmyndafræðina að baki myndunar þessarar ríkisstjórnar.“

Stundin sendi Óttari fyrirspurn um afstöðu hans til vinnubragða Bjarna Benediktssonar í dag og mun greina frá svörunum þegar þau berast.

Eins og fram hefur komið fór Bjarni Benediktsson með rangt mál um helgina þegar hann sagðist ekki hafa fengið skýrslu starfshóps um umfang aflandseigna Íslendinga inn í ráðuneyti sitt fyrr en eftir að þingi var slitið í október. Í sama viðtali sakaði hann pólitíska andstæðinga um „þvætting“, „fyrirslátt“ og „pólitík“. Hið rétta er að umrædd skýrsla var afhent fjármála- og efnahagsráðuneytinu þann 13. september þegar um mánuður var eftir af þingstörfum. Bjarni hefur viðurkennt að hafa sjálfur ákveðið að birta skýrsluna ekki fyrr en eftir kosningar, enda hafi hann ekki viljað setja skýrsluna „í kosningasamhengi“. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnmálaflokkar

Fóru í boðsferð til Krímskaga á Pútínráðstefnu
FréttirStjórnmálaflokkar

Fóru í boðs­ferð til Krímskaga á Pútín­ráð­stefnu

Birgitta Jóns­dótt­ir, stjórn­ar­formað­ur IMMI, og Sara Elísa Þórð­ar­dótt­ir, vara­þing­kona Pírata, fóru á áróð­urs­ráð­stefnu sem er fjár­mögn­uð af rúss­nesk­um yf­ir­völd­um. „Ég er ekki sér­stak­ur stuðn­ings­mað­ur Rússa, Kína, Banda­ríkj­anna né annarra stór­velda og gagn­rýni þau öll við hvert tæki­færi, líka þarna,“ seg­ir Birgitta.

Mest lesið

Indriði Þorláksson
3
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu