Hefði verið „skemmtilegra“ að fá skýrsluna fyrir kosningar: „Held að þetta smellpassi“

Ótt­arr Proppé, formað­ur Bjartr­ar fram­tíð­ar, hef­ur tjáð sig um ákvörð­un Bjarna Bene­dikts­son­ar um að fresta birt­ingu skatta­skjóls­skýrslu fram yf­ir kosn­ing­ar. „Ég held að þetta smellpassi inn í okk­ar vinnu og hug­mynda­fræð­ina að baki mynd­un­ar þess­ar­ar rík­is­stjórn­ar.“

Hefði verið „skemmtilegra“ að fá skýrsluna fyrir kosningar: „Held að þetta smellpassi“

„Þetta er nú leiðindaklúður með birtingu skýrslunnar, ég get alveg tekið undir það um leið og ég fagna því að skýrslan sé komin fram,“ sagði Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, í kvöldfréttum Stöðvar 2 eftir að hann var inntur eftir afstöðu sinni til ákvörðunar Bjarna Benediktssonar um að birta almenningi ekki skýrslu um umfang skattaskjólseigna fyrr en eftir þingkosningar. „Þetta eru mikilvægar upplýsingar sem hefði auðvitað verið skemmtilegra að hefðu komið fram fyrir kosningar. En við göngum til stjórnarsamstarfsins á grundvelli málefna og málefnasamnings sem við höfum verið að vinna.“

Óttarr tjáði sig einnig um málið við RÚV. Þar eru eftirfarandi orð höfð eftir honum: „Við leggjum mikla áherslu, í þessum stjórnarmyndunarviðræðum öllum, að vanda verklag, auka gegnsæið og vinna nákvæmlega að svona málum. Vinna gegn skattaundanskotum og þar með talið gegn skattaskjólum. Þannig að ég held að þetta smellpassi inn í okkar vinnu og hugmyndafræðina að baki myndunar þessarar ríkisstjórnar.“

Stundin sendi Óttari fyrirspurn um afstöðu hans til vinnubragða Bjarna Benediktssonar í dag og mun greina frá svörunum þegar þau berast.

Eins og fram hefur komið fór Bjarni Benediktsson með rangt mál um helgina þegar hann sagðist ekki hafa fengið skýrslu starfshóps um umfang aflandseigna Íslendinga inn í ráðuneyti sitt fyrr en eftir að þingi var slitið í október. Í sama viðtali sakaði hann pólitíska andstæðinga um „þvætting“, „fyrirslátt“ og „pólitík“. Hið rétta er að umrædd skýrsla var afhent fjármála- og efnahagsráðuneytinu þann 13. september þegar um mánuður var eftir af þingstörfum. Bjarni hefur viðurkennt að hafa sjálfur ákveðið að birta skýrsluna ekki fyrr en eftir kosningar, enda hafi hann ekki viljað setja skýrsluna „í kosningasamhengi“. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnmálaflokkar

Fóru í boðsferð til Krímskaga á Pútínráðstefnu
FréttirStjórnmálaflokkar

Fóru í boðs­ferð til Krímskaga á Pútín­ráð­stefnu

Birgitta Jóns­dótt­ir, stjórn­ar­formað­ur IMMI, og Sara Elísa Þórð­ar­dótt­ir, vara­þing­kona Pírata, fóru á áróð­urs­ráð­stefnu sem er fjár­mögn­uð af rúss­nesk­um yf­ir­völd­um. „Ég er ekki sér­stak­ur stuðn­ings­mað­ur Rússa, Kína, Banda­ríkj­anna né annarra stór­velda og gagn­rýni þau öll við hvert tæki­færi, líka þarna,“ seg­ir Birgitta.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár