Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Háskólabíó fylltist á hátíð til verndar hálendinu: Salurinn söng fyrir Vigdísi

Há­skóla­bíó fullt út að dyr­um og fólk varð frá að hverfa. Fjöl­menni frammi í and­dyri að fylgj­ast með há­tíð­inni á skjám sem þar voru. Andri Snær hóf er­indi sitt með af­mæl­is­söng fyr­ir frú Vig­dísi Finn­boga­dótt­ur.

Háskólabíó fylltist á hátíð til verndar hálendinu: Salurinn söng fyrir Vigdísi

„Við náttúrufólkið erum ekki lítill hópur sem auðvelt er að hunsa og hæðast að. Nei, við erum fjöldahreyfing,“ sagði Kristín Helga Gunnarsdóttir, rithöfundur í ræðu sem hún flutti rétt í þessu í Háskólabíó þar sem náttúruverndarsamtök standa fyrir hátíð til verndar hálendi Íslands, undir heitinu Paradísarmissir? „Þetta er barátta fyrir framtíðina. Þetta er orrustan um Ísland,“ sagði Kristín sem sagði meðal annars að við þyrftum ný gildi.

„Þetta er orrustan um Ísland“

Fullt er út úr dyrum í Háskólabíó og varð að loka stóra salnum þegar fleiri komust ekki að. Þá safnaðist fólk saman fyrir framan salinn og fylgdist með hátíðinni á skjám sem þar voru. Fyrr í dag höfðu um 2.000 manns boðað komu sína á hátíðina og því ljóst að það kæmust ekki allir inn: „Þetta snýst um að fylla húsið og umkringja það og gera þetta að viðburði sem fer í sögubækur. Mikilvægustu gestirnir verða þeir sem komast ekki inn í Háskólabíó í kvöld. Þeir gera það sýnilegt að okkur er alvara,“ skrifaði einn.

Frú Vigdís Finnabogadóttir er á meðal þeirra sem eru í salnum, en Andri Snær Magnasson hóf erindi sitt með því að ávarpa hana og óska henni til hamingju með afmælið í gær. Þá fékk hann Elísabetu Jökulsdóttur rithöfund til að leiða afmælissöng fyrir hana og tók salurinn undir. Vigdís er verndari Landverndar. 

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar, steig í pontu og sagði þetta ögurstundu, nú stæðum við á tímamótum og hefðum val um það hvort hjarta landsins yrði klofið eður ei. Nú væri tækifæri til að snúa paradísarmissi í paradísarheimt. 

Hægt er að horfa á beina útsendingu frá hátíðinni hér

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár