Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Háskólabíó fylltist á hátíð til verndar hálendinu: Salurinn söng fyrir Vigdísi

Há­skóla­bíó fullt út að dyr­um og fólk varð frá að hverfa. Fjöl­menni frammi í and­dyri að fylgj­ast með há­tíð­inni á skjám sem þar voru. Andri Snær hóf er­indi sitt með af­mæl­is­söng fyr­ir frú Vig­dísi Finn­boga­dótt­ur.

Háskólabíó fylltist á hátíð til verndar hálendinu: Salurinn söng fyrir Vigdísi

„Við náttúrufólkið erum ekki lítill hópur sem auðvelt er að hunsa og hæðast að. Nei, við erum fjöldahreyfing,“ sagði Kristín Helga Gunnarsdóttir, rithöfundur í ræðu sem hún flutti rétt í þessu í Háskólabíó þar sem náttúruverndarsamtök standa fyrir hátíð til verndar hálendi Íslands, undir heitinu Paradísarmissir? „Þetta er barátta fyrir framtíðina. Þetta er orrustan um Ísland,“ sagði Kristín sem sagði meðal annars að við þyrftum ný gildi.

„Þetta er orrustan um Ísland“

Fullt er út úr dyrum í Háskólabíó og varð að loka stóra salnum þegar fleiri komust ekki að. Þá safnaðist fólk saman fyrir framan salinn og fylgdist með hátíðinni á skjám sem þar voru. Fyrr í dag höfðu um 2.000 manns boðað komu sína á hátíðina og því ljóst að það kæmust ekki allir inn: „Þetta snýst um að fylla húsið og umkringja það og gera þetta að viðburði sem fer í sögubækur. Mikilvægustu gestirnir verða þeir sem komast ekki inn í Háskólabíó í kvöld. Þeir gera það sýnilegt að okkur er alvara,“ skrifaði einn.

Frú Vigdís Finnabogadóttir er á meðal þeirra sem eru í salnum, en Andri Snær Magnasson hóf erindi sitt með því að ávarpa hana og óska henni til hamingju með afmælið í gær. Þá fékk hann Elísabetu Jökulsdóttur rithöfund til að leiða afmælissöng fyrir hana og tók salurinn undir. Vigdís er verndari Landverndar. 

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar, steig í pontu og sagði þetta ögurstundu, nú stæðum við á tímamótum og hefðum val um það hvort hjarta landsins yrði klofið eður ei. Nú væri tækifæri til að snúa paradísarmissi í paradísarheimt. 

Hægt er að horfa á beina útsendingu frá hátíðinni hér

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
2
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár