Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Háskólabíó fylltist á hátíð til verndar hálendinu: Salurinn söng fyrir Vigdísi

Há­skóla­bíó fullt út að dyr­um og fólk varð frá að hverfa. Fjöl­menni frammi í and­dyri að fylgj­ast með há­tíð­inni á skjám sem þar voru. Andri Snær hóf er­indi sitt með af­mæl­is­söng fyr­ir frú Vig­dísi Finn­boga­dótt­ur.

Háskólabíó fylltist á hátíð til verndar hálendinu: Salurinn söng fyrir Vigdísi

„Við náttúrufólkið erum ekki lítill hópur sem auðvelt er að hunsa og hæðast að. Nei, við erum fjöldahreyfing,“ sagði Kristín Helga Gunnarsdóttir, rithöfundur í ræðu sem hún flutti rétt í þessu í Háskólabíó þar sem náttúruverndarsamtök standa fyrir hátíð til verndar hálendi Íslands, undir heitinu Paradísarmissir? „Þetta er barátta fyrir framtíðina. Þetta er orrustan um Ísland,“ sagði Kristín sem sagði meðal annars að við þyrftum ný gildi.

„Þetta er orrustan um Ísland“

Fullt er út úr dyrum í Háskólabíó og varð að loka stóra salnum þegar fleiri komust ekki að. Þá safnaðist fólk saman fyrir framan salinn og fylgdist með hátíðinni á skjám sem þar voru. Fyrr í dag höfðu um 2.000 manns boðað komu sína á hátíðina og því ljóst að það kæmust ekki allir inn: „Þetta snýst um að fylla húsið og umkringja það og gera þetta að viðburði sem fer í sögubækur. Mikilvægustu gestirnir verða þeir sem komast ekki inn í Háskólabíó í kvöld. Þeir gera það sýnilegt að okkur er alvara,“ skrifaði einn.

Frú Vigdís Finnabogadóttir er á meðal þeirra sem eru í salnum, en Andri Snær Magnasson hóf erindi sitt með því að ávarpa hana og óska henni til hamingju með afmælið í gær. Þá fékk hann Elísabetu Jökulsdóttur rithöfund til að leiða afmælissöng fyrir hana og tók salurinn undir. Vigdís er verndari Landverndar. 

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar, steig í pontu og sagði þetta ögurstundu, nú stæðum við á tímamótum og hefðum val um það hvort hjarta landsins yrði klofið eður ei. Nú væri tækifæri til að snúa paradísarmissi í paradísarheimt. 

Hægt er að horfa á beina útsendingu frá hátíðinni hér

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
2
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
Baðstaður veldur klofningi í Önundarfirði
4
InnlentFerðamannalandið Ísland

Bað­stað­ur veld­ur klofn­ingi í Ön­und­ar­firði

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, fyrr­um þing­mað­ur, seg­ir bað­stað við Holts­fjöru munu hafa áhrif á fugla­líf og frið­sæld svæð­is­ins. Baðlón séu fal­leg en dýr: „Er það sem okk­ur vant­ar, alls stað­ar?“ Fram­kvæmdarað­ili seg­ir að bað­stað­ur­inn verði lít­ill og að til­lit hafi ver­ið tek­ið til at­huga­semda í um­sagn­ar­ferli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár