Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

„Hann var að fara að fá sér köku, virðulegi forseti“

Svandís Svavars­dótt­ir seg­ir for­sæt­is­ráð­herra hafa yf­ir­gef­ið þingsal til þess að fá sér köku. Þing­menn stjórn­ar­and­stöð­unn­ar segja Sig­mund Dav­íð sýna sam­starfs­fólki sínu óvirð­ingu.

„Hann var að fara að fá sér köku, virðulegi forseti“

„Virðulegi forseti, var hann að fara til þess að fara á fund? Var hann að fara að tala við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn eða Sameinuðu þjóðirnar eða hvað? Hann var að fara að fá sér köku, virðulegi forseti. Ég verð bara að segja það að mér finnst þetta með algjörum ólíkindum. Ég spyr forseta hvort þetta geti talist til sóma í þinginu?“

Þetta sagði Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, um Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, á Alþingi í dag. Sigmundur Davíð mun hafa yfirgefið þingsalinn á meðan Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, beindi til hans fyrirspurn um vernd afhjúpenda.  Nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar tóku í kjölfarið til máls þar sem þeir sökuðu forsætisráðherra um að sýna samþingmönnum sínum óvirðingu. Kjarninn sagði fyrst frá málinu. 

 „Virðulegi forseti, við þekkjum auðvitað þennan hæstvirta forsætisráðherra sem verið hefur um skamma hríð að því að sýna hér ítrekað ótrúlega óvirðinu gagnvart samstarfsfólki sínu í þinginu og fyrir það að skorast undan því mánuðum og misserum saman að ræða við þingmenn efni sem þeir óska eftir því að fá að ræða við hæstvirtan forsætisráðherra.

Nú þegar forsætisráðherra fæst til þess að koma og svara fyrirspurn þá getur hann ekki einu sinni séð sóma sinn í því að ljúka umræðunni og hlusta á síðara innleggið frá þeim sem spyr hann,“ sagði Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, og skoraði á forseta Alþingis að taka þessa lítilsvirðingu forsætisráðherra gagnvart þinginu og gagnvart samstarfsmönnum sínum á Alþingi til greina. 

„Þetta er stanslaust og linnulaust. Þetta er óþolandi og þetta er Alþingi til mikils ósóma.“

„Virðulegi forseti, ég hélt að ég væri endanlega hættur að verða hissa á nokkurs konar lítilsvirðingu hæstvirts forsætisráðherra gagnvart þinginu en í þetta sinn varð ég pínulítið hissa. Þetta er óvenjuleg tegund af henni.

Hins vegar verð ég að viðurkenna, virðulegur forseti, að ég er orðinn svolítið þreyttur á því að þurfa að koma hingað og lýsa því að ég sé ekki hissa yfir því hvernig forsætisráðherra komi fram við þingið. Það er fullkomlega mannlegt að gera mistök, kannski af og til, og þá útskýra þau eða eitthvað því um líkt. En þetta er skýrt mynstur,“ sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, um málið. „Þetta er stanslaust og linnulaust. Þetta er óþolandi og þetta er Alþingi til mikils ósóma,“ sagði hann. 

„Það nær sífellt nýjum hæðum, hrokinn og yfirlætið sem forsætisráðherra þessa lands sýnir okkur samstarfsfólki sínu,“ sagði Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. „Málið sem hér var rætt var lagt fram 13. nóvember á síðasta ári og nú sá forsætisráðherra sér fært að mæta hingað í þingsal og ræða við formann Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs en hann hafði augljóslega ekki tækifæri eða tíma til að ljúka þeirri umræðu vegna þess að hann var hér frammi að fá sér kaffi og köku.

Hvert telur hann að hlutverk sitt sé sem ráðherra í ríkisstjórn? Er það ekki að eiga hér samskipti við þingmenn? Eða er það eitthvað allt annað?

Hér er talað um samskiptaörðugleika, óvirðingu og ýmislegt fleira sem manni dettur í hug. Það er alveg óhætt að segja það að hæstvirtur forsætisráðherra leggur ekkert að mörkum til þess að liðka fyrir þingstörfum, svo mikið er víst.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
2
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“
Baðstaður veldur klofningi í Önundarfirði
4
InnlentFerðamannalandið Ísland

Bað­stað­ur veld­ur klofn­ingi í Ön­und­ar­firði

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, fyrr­um þing­mað­ur, seg­ir bað­stað við Holts­fjöru munu hafa áhrif á fugla­líf og frið­sæld svæð­is­ins. Baðlón séu fal­leg en dýr: „Er það sem okk­ur vant­ar, alls stað­ar?“ Fram­kvæmdarað­ili seg­ir að bað­stað­ur­inn verði lít­ill og að til­lit hafi ver­ið tek­ið til at­huga­semda í um­sagn­ar­ferli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár