Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

„Hann var að fara að fá sér köku, virðulegi forseti“

Svandís Svavars­dótt­ir seg­ir for­sæt­is­ráð­herra hafa yf­ir­gef­ið þingsal til þess að fá sér köku. Þing­menn stjórn­ar­and­stöð­unn­ar segja Sig­mund Dav­íð sýna sam­starfs­fólki sínu óvirð­ingu.

„Hann var að fara að fá sér köku, virðulegi forseti“

„Virðulegi forseti, var hann að fara til þess að fara á fund? Var hann að fara að tala við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn eða Sameinuðu þjóðirnar eða hvað? Hann var að fara að fá sér köku, virðulegi forseti. Ég verð bara að segja það að mér finnst þetta með algjörum ólíkindum. Ég spyr forseta hvort þetta geti talist til sóma í þinginu?“

Þetta sagði Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, um Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, á Alþingi í dag. Sigmundur Davíð mun hafa yfirgefið þingsalinn á meðan Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, beindi til hans fyrirspurn um vernd afhjúpenda.  Nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar tóku í kjölfarið til máls þar sem þeir sökuðu forsætisráðherra um að sýna samþingmönnum sínum óvirðingu. Kjarninn sagði fyrst frá málinu. 

 „Virðulegi forseti, við þekkjum auðvitað þennan hæstvirta forsætisráðherra sem verið hefur um skamma hríð að því að sýna hér ítrekað ótrúlega óvirðinu gagnvart samstarfsfólki sínu í þinginu og fyrir það að skorast undan því mánuðum og misserum saman að ræða við þingmenn efni sem þeir óska eftir því að fá að ræða við hæstvirtan forsætisráðherra.

Nú þegar forsætisráðherra fæst til þess að koma og svara fyrirspurn þá getur hann ekki einu sinni séð sóma sinn í því að ljúka umræðunni og hlusta á síðara innleggið frá þeim sem spyr hann,“ sagði Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, og skoraði á forseta Alþingis að taka þessa lítilsvirðingu forsætisráðherra gagnvart þinginu og gagnvart samstarfsmönnum sínum á Alþingi til greina. 

„Þetta er stanslaust og linnulaust. Þetta er óþolandi og þetta er Alþingi til mikils ósóma.“

„Virðulegi forseti, ég hélt að ég væri endanlega hættur að verða hissa á nokkurs konar lítilsvirðingu hæstvirts forsætisráðherra gagnvart þinginu en í þetta sinn varð ég pínulítið hissa. Þetta er óvenjuleg tegund af henni.

Hins vegar verð ég að viðurkenna, virðulegur forseti, að ég er orðinn svolítið þreyttur á því að þurfa að koma hingað og lýsa því að ég sé ekki hissa yfir því hvernig forsætisráðherra komi fram við þingið. Það er fullkomlega mannlegt að gera mistök, kannski af og til, og þá útskýra þau eða eitthvað því um líkt. En þetta er skýrt mynstur,“ sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, um málið. „Þetta er stanslaust og linnulaust. Þetta er óþolandi og þetta er Alþingi til mikils ósóma,“ sagði hann. 

„Það nær sífellt nýjum hæðum, hrokinn og yfirlætið sem forsætisráðherra þessa lands sýnir okkur samstarfsfólki sínu,“ sagði Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. „Málið sem hér var rætt var lagt fram 13. nóvember á síðasta ári og nú sá forsætisráðherra sér fært að mæta hingað í þingsal og ræða við formann Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs en hann hafði augljóslega ekki tækifæri eða tíma til að ljúka þeirri umræðu vegna þess að hann var hér frammi að fá sér kaffi og köku.

Hvert telur hann að hlutverk sitt sé sem ráðherra í ríkisstjórn? Er það ekki að eiga hér samskipti við þingmenn? Eða er það eitthvað allt annað?

Hér er talað um samskiptaörðugleika, óvirðingu og ýmislegt fleira sem manni dettur í hug. Það er alveg óhætt að segja það að hæstvirtur forsætisráðherra leggur ekkert að mörkum til þess að liðka fyrir þingstörfum, svo mikið er víst.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár