Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

„Hann er að hætta sem forsætisráðherra, enginn vafi á því“

Ásmund­ur Ein­ar Daða­son, þing­flokks­formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins, seg­ir að Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son sé að hætta sem for­sæt­is­ráð­herra. Yf­ir­lýs­ing Sig­mund­ar til er­lendra fjöl­miðla var tækni­leg árétt­ing.

„Hann er að hætta sem forsætisráðherra, enginn vafi á því“
Ásmundur og Sigurður Ingi Ásmundur Einar Daðason og Sigurður Ingi Jóhannsson ræddu við fjölmiðla um að Sigurður yrði forsætisráðherra. Mynd: Nútíminn

Yfirlýsing Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar til erlendra fjölmiðla um að hann hafi ekki sagt af sér sem forsætisráðherra hefur vakið óvissu um stjórn landsins. 

Ásmundur Einar Daðason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, segir ljóst að Sigmundur hætti sem forsætisráðherra.

Hann er bara að hætta sem forsætisráðherra og Sigurður Ingi að taka við, það er bara þannig. Enginn vafi á því,“ segir Ásmundur Einar í samtali við Stundina. „Hann er bara að stíga til hliðar og Sigurður Ingi Jóhannsson tekur við sem forsætisráðherra,“ ítrekar hann.

Forsætisráðherra hefur ekki sagt af sér

Fjölmiðlar um allan heim hafa greint frá fréttinni um að forsætisráðherra Íslands segi af sér. Í yfirlýsingu frá Sigmundi til erlendra fjölmiðla áréttar hann ekki einungis að hann hafi ekki sagt af sér, heldur er einnig settur fyrirvari við tímann:

„Í dag hefur forsætisráðherra Íslands, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, lagt til við þingflokk Framsóknarflokksins að varaformaður flokksins taki við forsætisráðuneytinu um ótilgreindan tíma. Forsætisráðherra hefur ekki sagt af sér og mun halda áfram formennsku í Framsóknarflokknum,“ segir í yfirlýsingunni.

Yfirlýsingin hefur vakið óvissu með stöðu stjórnar landsins. 

Tæknileg árétting

Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður forsætisráðherra, útskýrir í samtali við Morgunblaðið að yfirlýsingin sé tæknileg árétting. „Það var lagt til við þing­flokk­inn að [Sig­mund­ur] stigi til hliðar og Sig­urður Ingi tæki við embætt­is­skyld­um ráðherra um lengri eða skemmri tíma, eft­ir því sem semd­ist milli flokk­anna. Þannig að þetta er nú bara ná­kvæm­lega það sem gerðist, og bara til að svara spurn­ing­um um hvort hann sé bú­inn að segja af sér eða ekki. Þetta er bara tækni­lega rétt,“ segir Jóhannes. Hann segir að til að segja af sér þurfi forseti að hafa veitt ráðherranum lausn, samkvæmt 15. grein stjórnarskrárinnar. „Það má vel vera að ein­hverj­ir mis­skilji þetta. En þetta er svona.“

Óljóst hvort ráðstöfunin sé tímabundin

Ekki virðist hafa verið ákveðið hvort ráðstöfunin sé aðeins tímabundin. Aðspurður hvort Sigmundur sé að hætta tímabundið segist Ásmundur þurfa að skoða málið betur til að átta sig á umræðunni. „Ég er að keyra hérna, ég verð að fá að kíkja á þetta betur.“

Ásmundur Einar segir að yfirlýsing þingflokksins sé skýr. „Þetta kemur skýrt fram í yfirlýsingunni. Hann er bara að stíga til hliðar.“

Yfirlýsing þingflokksins er svohljóðandi: 

„For­sæt­is­ráðherra legg­ur til að vara­formaður flokks­ins taki við embætti for­sæt­is­ráðherra svo það megi verða til að rík­is­stjórn­in geti lokið þeim mik­il­væg­um verk­um sem hún hef­ur unnið að og varða mik­il­væga þjóðar­hags­muni.

Þing­flokk­ur­inn lýs­ir ánægju með þá virðing­ar­verðu af­stöðu for­manns­ins sem felst í því að hann skuli vera reiðubú­inn að stíga þetta skref til að gera rík­is­stjórn­inni kleift að vinna áfram að þeim mik­il­vægu verk­efn­um sem nú liggja fyr­ir.  Þing­flokk­ur­inn styður eft­ir sem áður formann flokks­ins og þykir mik­il­vægt að halda áfram þeirri vinnu sem sem formaður­inn hef­ur átt svo stór­an þátt í að leggja grunn að.

Formaður, vara­formaður og aðrir þing­menn flokks­ins eru sam­mála um að  mik­il­vægt sé að halda áfram að upp­lýsa um þann fjölda fyr­ir­tækja í eigu Íslend­inga sem skráð eru er­lend­is til að tryggja að all­ir standi skil á sínu til sam­fé­lags­ins eins og formaður flokks­ins og kona hans hafa gert.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár