Halldór Bragason tónlistarmaður fékk rétt í þessu afsökunarbeiðni frá lögreglunni, en skömmu áður hafði hann sagt í samtali við Stundina vera orðinn orkulaus eftir deilurnar.
„Þetta veldur orkuleysi og ég hef ekki tíma í þetta meira,“ sagði Halldór. „Það hefur allt komið fram eins og fljót sem rennur til sjávar. Lögreglan og borgin laga þetta. Verum bjartsýn og horfum til framtíðar. En það er ekki nóg að þurfa upplifa stanslausan „rútugný“ en að þurfa líka að fá leiðindi frá lögreglu. Ég reikna með afsökunarbeiðni frá þessum manni.“
Um helgina birti Halldór myndband á Facebook-síðu sinni, af því þegar rúta er við það að bakka á hús hans. Þar sést hvar lögreglumaður bannar honum að taka upp myndband. Hann segir að myndbandið tali sínu máli.
Halldór segist hafa heyrt frá lögreglunni að henni þyki framferði lögreglumannsins ekki til sóma. „Heyrði frá lögreglunni. Þeim þykir þetta miður og taka örugglega á þessu, enda hef ég átt farsælt samstarf við þá til margra ára . Þetta atvik dæmir sig sjálft,“ segir Halldór.
Hann hefur áður sagt að hann sé orðin langþreyttur á „rútuþjáningu íbúa í 101“ og á myndbandið rætur sína í þeirri þjáningu.
Ómar Smári Ármannsson, yfirmaður umferðardeildar lögreglunnar, varðist allra fregna þegar leitað eftir viðbrögðum hans. Rétt eftir samtalið var send út þar lögreglan bað Halldór afsökunnar. „Í gær barst Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um myndband sem tekið var upp við útkall lögreglu vegna rútu sem sat föst í þröngri götu í miðborginni. Í myndbandinu sést lögreglumaður eiga orðaskipti við þann sem tekur myndbandið upp,“ segir í tilkynningu.
Fyrir vikið líður Halldóri mun betur. „Frábært að fá afsökunarbeiðni frá lögreglunni og mér líður miklu betur. stórmannlegt af lögreglunni og þeim er fyrirgefið,“ skrifar Halldór á Facebook-síðu sinni.
Halldór birti tvö myndbönd á Facebook-síðu sinni. Fyrra myndbandið sýnir hvernig ferðamannarúta er við það að keyra inn á heimili Halldórs. Hann sagðist hafa tekið myndbandið ef rútan skyldi rekast á húsið. Seinna myndbandið sýnir þó lögreglumann sem var á vettvangi. Lögreglumaðurinn skiptar Halldóri að hætta upptöku og slær í síma hans.
Posted by Halldor Bragason on Saturday, May 16, 2015
Rútuþjáningar íbúa í 101Rútuþjáningar íbúa í 101 halda áfram. Í kvöld þurfti risastór rúta að bakka í Þingholtsstræti frá Bankastræti alla leið suður á Laufásveg vegna þess að hún gat hvergi beygt þarna í þröngum götum í 101. Munaði engu að ég fengi rútuna inn um stofugluggann og tók ég því myndband af atvikinu til að eiga fyrir tryggingafélagið ef rútan myndi rekast í heimili mitt. Lögreglan bannaði myndatökur og var mjög ógnandi við mig reyndi að rífa af mér símann en ég lagði hann niður og hljóðritaði samtal við lögreglumanninn. sem heimtaði nafn og kennitölu sem ég sagði honum ljúflega Ég fylgdi fyrirmælum valdsins í hvívetna og var staddur inná minni eignarlóð og ekki fyrir neinum og truflaði ekki neinn ekki lögreglu eða aðra. Ég spyr í hvers konar landi búum við? #reykjavik
Posted by Halldor Bragason on Saturday, May 16, 2015
Athugasemdir