Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Halldór Ásgrímsson fallinn frá

Fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra og formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins lát­inn, 67 ára að aldri.

Halldór Ásgrímsson fallinn frá

Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, lést á gjörgæsludeild Landspítalans í gærkvöldi, 67 ára að aldri. Morgunblaðið greindi frá þessu í morgun. Halldór fékk hjartaáfall aðfaranótt laugardags er hann var staddur í sumarbústað sínum við Álftavatn og var fluttur með sjúkrabíl til Reykjavíkur. Hann lá þungt haldinn á gjörgæsludeild þar til í gærkvöldi er hann lést. 

Halldór lætur eftir sig eiginkonu, Sigurjónu Sigurðardóttur og þrjár dætur, þær Helgu, Guðrúnu Lind og Írisi Huld, auk barnabarna og barnabarnabarna.

Innleiddi kvótakerfi í sjávarútvegi

Halldór fæddist á Vopnafirði árið 1947. Hann lauk Samvinnuskólaprófi árið 1965 og útskrifaðist sem löggiltur endurskoðandi árið 1970. Þá fór hann í framhaldnám við verslunarháskólana í Björgvin og Kaupmannahöfn á árunum 1971 til 1973. Við heimkomu var hann síðan ráðinn lektor við viðskiptadeild Háskóla Íslands en þeirri stöðu gegndi hann í tvö ár, eða til ársins 1975. 

Halldór var fyrst kjörinn á þing árið 1974. Árið 1980 var hann kjörinn varaformaður Framsóknarflokksins og 1983 var hann síðan skipaður sjávarútvegsráðherra. Eitt af hans fyrstu þingmálum sem ráðherra var að innleiða kvótakerfi í sjávarútvegi en frumvarpið var samþykkt árið 1984. 

Árið 1994 varð Halldór formaður Framsóknarflokksins og að loknum þingkosningum árið 1995 myndaði flokkurinn ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum undir forystu Davíðs Oddssonar. Halldór gegndi embætti utanríkisráðherra í stjórninni en samstarf flokkanna entist til ársins 2007. Halldór tók við af Davíð Oddssyni sem forsætisráðherra þann 15. september 2004 og gegndi því embætti í tvö ár.

Sagði af sér í kjölfar slæms gengis flokksins 

Halldór lét af þingmennsku og formennsku í Framsóknarflokknum að loknu flokksþingi í ágúst 2006. Það gerði hann í kjölfar slæms gengis Framsóknarflokksins í sveitarstjórnarkosningum en þá hafði hann setið í 31 ár á þing. Halldór gegndi ráðherraembætti nær samfellt í tvo áratugi, rúm 19 ár, og hefur aðeins Bjarni Benediktsson gegnt lengur ráðherraembætti í stjórnmálasögu landsins. 

Árið 2007 tók Halldór við sem framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar og sinnti hann því embætti til ársins 2013.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Athugasemdir eru ekki leyfðar við þessa grein.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
6
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár