Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Halldór Ásgrímsson fallinn frá

Fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra og formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins lát­inn, 67 ára að aldri.

Halldór Ásgrímsson fallinn frá

Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, lést á gjörgæsludeild Landspítalans í gærkvöldi, 67 ára að aldri. Morgunblaðið greindi frá þessu í morgun. Halldór fékk hjartaáfall aðfaranótt laugardags er hann var staddur í sumarbústað sínum við Álftavatn og var fluttur með sjúkrabíl til Reykjavíkur. Hann lá þungt haldinn á gjörgæsludeild þar til í gærkvöldi er hann lést. 

Halldór lætur eftir sig eiginkonu, Sigurjónu Sigurðardóttur og þrjár dætur, þær Helgu, Guðrúnu Lind og Írisi Huld, auk barnabarna og barnabarnabarna.

Innleiddi kvótakerfi í sjávarútvegi

Halldór fæddist á Vopnafirði árið 1947. Hann lauk Samvinnuskólaprófi árið 1965 og útskrifaðist sem löggiltur endurskoðandi árið 1970. Þá fór hann í framhaldnám við verslunarháskólana í Björgvin og Kaupmannahöfn á árunum 1971 til 1973. Við heimkomu var hann síðan ráðinn lektor við viðskiptadeild Háskóla Íslands en þeirri stöðu gegndi hann í tvö ár, eða til ársins 1975. 

Halldór var fyrst kjörinn á þing árið 1974. Árið 1980 var hann kjörinn varaformaður Framsóknarflokksins og 1983 var hann síðan skipaður sjávarútvegsráðherra. Eitt af hans fyrstu þingmálum sem ráðherra var að innleiða kvótakerfi í sjávarútvegi en frumvarpið var samþykkt árið 1984. 

Árið 1994 varð Halldór formaður Framsóknarflokksins og að loknum þingkosningum árið 1995 myndaði flokkurinn ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum undir forystu Davíðs Oddssonar. Halldór gegndi embætti utanríkisráðherra í stjórninni en samstarf flokkanna entist til ársins 2007. Halldór tók við af Davíð Oddssyni sem forsætisráðherra þann 15. september 2004 og gegndi því embætti í tvö ár.

Sagði af sér í kjölfar slæms gengis flokksins 

Halldór lét af þingmennsku og formennsku í Framsóknarflokknum að loknu flokksþingi í ágúst 2006. Það gerði hann í kjölfar slæms gengis Framsóknarflokksins í sveitarstjórnarkosningum en þá hafði hann setið í 31 ár á þing. Halldór gegndi ráðherraembætti nær samfellt í tvo áratugi, rúm 19 ár, og hefur aðeins Bjarni Benediktsson gegnt lengur ráðherraembætti í stjórnmálasögu landsins. 

Árið 2007 tók Halldór við sem framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar og sinnti hann því embætti til ársins 2013.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Athugasemdir eru ekki leyfðar við þessa grein.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár