Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Halldór Ásgrímsson fallinn frá

Fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra og formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins lát­inn, 67 ára að aldri.

Halldór Ásgrímsson fallinn frá

Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, lést á gjörgæsludeild Landspítalans í gærkvöldi, 67 ára að aldri. Morgunblaðið greindi frá þessu í morgun. Halldór fékk hjartaáfall aðfaranótt laugardags er hann var staddur í sumarbústað sínum við Álftavatn og var fluttur með sjúkrabíl til Reykjavíkur. Hann lá þungt haldinn á gjörgæsludeild þar til í gærkvöldi er hann lést. 

Halldór lætur eftir sig eiginkonu, Sigurjónu Sigurðardóttur og þrjár dætur, þær Helgu, Guðrúnu Lind og Írisi Huld, auk barnabarna og barnabarnabarna.

Innleiddi kvótakerfi í sjávarútvegi

Halldór fæddist á Vopnafirði árið 1947. Hann lauk Samvinnuskólaprófi árið 1965 og útskrifaðist sem löggiltur endurskoðandi árið 1970. Þá fór hann í framhaldnám við verslunarháskólana í Björgvin og Kaupmannahöfn á árunum 1971 til 1973. Við heimkomu var hann síðan ráðinn lektor við viðskiptadeild Háskóla Íslands en þeirri stöðu gegndi hann í tvö ár, eða til ársins 1975. 

Halldór var fyrst kjörinn á þing árið 1974. Árið 1980 var hann kjörinn varaformaður Framsóknarflokksins og 1983 var hann síðan skipaður sjávarútvegsráðherra. Eitt af hans fyrstu þingmálum sem ráðherra var að innleiða kvótakerfi í sjávarútvegi en frumvarpið var samþykkt árið 1984. 

Árið 1994 varð Halldór formaður Framsóknarflokksins og að loknum þingkosningum árið 1995 myndaði flokkurinn ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum undir forystu Davíðs Oddssonar. Halldór gegndi embætti utanríkisráðherra í stjórninni en samstarf flokkanna entist til ársins 2007. Halldór tók við af Davíð Oddssyni sem forsætisráðherra þann 15. september 2004 og gegndi því embætti í tvö ár.

Sagði af sér í kjölfar slæms gengis flokksins 

Halldór lét af þingmennsku og formennsku í Framsóknarflokknum að loknu flokksþingi í ágúst 2006. Það gerði hann í kjölfar slæms gengis Framsóknarflokksins í sveitarstjórnarkosningum en þá hafði hann setið í 31 ár á þing. Halldór gegndi ráðherraembætti nær samfellt í tvo áratugi, rúm 19 ár, og hefur aðeins Bjarni Benediktsson gegnt lengur ráðherraembætti í stjórnmálasögu landsins. 

Árið 2007 tók Halldór við sem framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar og sinnti hann því embætti til ársins 2013.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Athugasemdir eru ekki leyfðar við þessa grein.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár