Hælisleitendur gistu í bílastæðahúsi í nótt

Út­lend­inga­stofn­un bauð hæl­is­leit­end­um hús­næði á af­skekkt­um stað á Kjal­ar­nesi fjarri mat­vöru­versl­un. Þeir gengu í sex tíma til borg­ar­inn­ar í nótt. Þeir eru nú á ver­gangi og biðja al­menn­ing um teppi eða tjald.

Hælisleitendur gistu í bílastæðahúsi í nótt

Níu hælisleitendur gistu í bílastæðahúsi í miðborginni í nótt eftir að hafa gengið í um sex klukkustundir frá Arnarholti við Kjalarnes þar sem Útlendingastofnun hafði útvegað þeim húsnæði. Þeir líkja dvölinni á Arnarholti við fangelsisvist. Einangrunin sé algjör og langt sé í næstu matvöruverslun. „Okkur fannst Keflavík lítið samfélag, með íbúafjölda upp á tíu þúsund manns, og vildum vera nær Reykjavík. Við viljum geta gengið um, kíkt í verslanir, sest niður og fengið okkur kaffi og jafnvel gleymt fortíðinni um stundarsakir. En þeir senda okkur þangað. Þarna er ekkert. Bara fjall og þessi bygging,“ segir Nangyalai Sharefi, hælisleitandi frá Afghanistan, í samtali við Stundina. 

Níumennirnir eru á aldrinum 24 ára til 31 árs og koma frá Afghanistan, Marokkó, Írak, Íran og Sýrlandi. Flestir hafa verið á landinu í meira en tvo mánuði en samkvæmt viðmiðum Útlendingastofnunar á málsmeðferð hælisleitenda ekki að taka meira en þrjá mánuði. Mönnunum var fyrst 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Segir umræðu um að senda flóttafólk heim veruleikafirrta og hættulega
5
Stjórnmál

Seg­ir um­ræðu um að senda flótta­fólk heim veru­leikafirrta og hættu­lega

Jasmina Vajzovic, sem flúði sem ung­ling­ur til Ís­lands und­an stríði, seg­ist hafa djúp­ar áhyggj­ur af um­ræðu stjórn­valda og stjórn­mála­manna um að senda flótta­fólk aft­ur til Palestínu og Sýr­lands. Jens Garð­ar Helga­son, vara­formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, fagn­aði því að dóms­mála­ráð­herra vilji senda Sýr­lend­inga aft­ur til baka og spurði á þingi: „Hvað með Palestínu?“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
1
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár