Níu hælisleitendur gistu í bílastæðahúsi í miðborginni í nótt eftir að hafa gengið í um sex klukkustundir frá Arnarholti við Kjalarnes þar sem Útlendingastofnun hafði útvegað þeim húsnæði. Þeir líkja dvölinni á Arnarholti við fangelsisvist. Einangrunin sé algjör og langt sé í næstu matvöruverslun. „Okkur fannst Keflavík lítið samfélag, með íbúafjölda upp á tíu þúsund manns, og vildum vera nær Reykjavík. Við viljum geta gengið um, kíkt í verslanir, sest niður og fengið okkur kaffi og jafnvel gleymt fortíðinni um stundarsakir. En þeir senda okkur þangað. Þarna er ekkert. Bara fjall og þessi bygging,“ segir Nangyalai Sharefi, hælisleitandi frá Afghanistan, í samtali við Stundina.
Níumennirnir eru á aldrinum 24 ára til 31 árs og koma frá Afghanistan, Marokkó, Írak, Íran og Sýrlandi. Flestir hafa verið á landinu í meira en tvo mánuði en samkvæmt viðmiðum Útlendingastofnunar á málsmeðferð hælisleitenda ekki að taka meira en þrjá mánuði. Mönnunum var fyrst
Athugasemdir