Guðbjartur Hannesson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi ráðherra, er látinn, 65 ára að aldri. Hann hafði barist við krabbamein síðustu þrjá mánuði. RÚV greindi frá andláti hans rétt í þessu.
Guðbjartur sat á þingi fyrir Samfylkinguna frá árinu 2007, var forseti Alþingis árið 2009, og varð tryggingar- og heilbrigðisráðherra árið 2010. Hann gegndi svo embætti velferðarráðherra frá árinu 2011 til 2013.
Guðbjartur, sem greindi frá baráttu sinni við krabbamein í síðasta mánuði, skilur eftir sig eiginkonu, tvær dætur og barnabörn.
Athugasemdir