Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

„Grúfðum okkur niður og óskuðum þess heitast að það næði ekki til okkar“

Vil­borg Arna Giss­ur­ar­dótt­ir lýs­ir stóra skjálft­an­um í hlíð­um Mount Ev­erest.

„Grúfðum okkur niður og óskuðum þess heitast að það næði ekki til okkar“

Fjallagarpurinn Vilborg Arna Gissurardóttir lá í tjaldinu sínu þegar jörðin fór að titra undir henni. Hún var stödd á skriðjökli og óttaðist það versta. Vilborg lýsir því sem gerðist þegar jarðskjálfti upp á 7,9 á Richter skók Nepal, á sama tíma og hún dvaldi í tjaldi í hlíðum Mount Everest.

Heyrðu í snjóflóðunum í hlíðum fjallsins

Við vorum stödd í búðum eitt þegar stóri skjálftinn varð. Ég lá í tjaldinu mínu að slappa af þegar ég fann titringinn, verandi á skriðjökli stökk ég út til að kanna hvað var um að vera,“ segir Vilborg á Facebook-síðu sinni. 

„Hjartað sló hratt og óttinn var yfirgnæfandi.“

„Erfitt var að átta sig á aðstæðum og fljótlega fórum við að heyra í snjóflóðum. Við stukkum inn í tjald og grúfðum okkur niður og óskuðum þess heitast að það næði ekki til okkar. Hjartað sló hratt og óttinn var yfirgnæfandi. Búðirnar sluppu og við sátun eftir í stóru púðurskýi, það næsta sem við heyrðum var að ekkert væri eftir af búðunum okkar niðri.“

Áfall að sjá hvernig var umhorfs

Hún lýsir því hvernig mynd komst smám saman á hörmungarnar. „Smá saman fengum við fleiri bita í púsluspilið og myndin var skelfileg. Það var erfitt að vera fastur og geta lítið lagt af mörkum. Næstu klukkustundir og næsta nótt voru erfið. Ég hef aldrei verið jafn hrædd. Ég kom niður í base camp í gær og það vaf mikið áfall að sjá hvernig var umhorfs. Staðan í þorpunum í kringum okkur er mjög slæm.
Við erum nú að hreinsa umhverfið okkar en ekki er ljóst hvenær við leggjum af stað til höfuðborgarinnar. Við erum skelkuð eftir atburði síðustu daga en að öðru leyti hraust,“ segir hún.

„Sjálf er ég mjög þakklát fyrir að vera á lífi.“

Sjálf lítur Vilborg svo á að hún hafi verið lánsöm að lifa af. „Hjarta mitt slær með þeim sem eiga um sárt að binda, misst hafa heimili og ástvini. Við misstum 5 manns í kjölfarið á jarðskjálftanum og 9 slösuðust. Við syrgjum látna félaga og sendum fallegar hugsanir til hinna slösuðu. Sjálf er ég mjög þakklát fyrir að vera á lífi eftir þessar náttúruhamfarir.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár