Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri hjá Bónus, segir að bilun hafi komið upp í vog í verslun fyrirtækisins í Skipholti sem olli því að hver vigtuð vara var mæld 120 grömmum of þung. „Við fórum strax í málið þegar það kom upp og settum okkur í samband við Advania sem selur okkur þessi tæki. Þetta er splúnkuný búð og öll tæki eru ný. Í þessu tilfelli virðist vera um bilun að ræða í voginni sem af einhverrum orsökum poppast upp þarna á þessum tímapunkti. Það er búið að sannreyna allar vogir og allar aðrar vogir í búðinni eru hárréttar. Það var því strax farið í það að skipta þessari vog út,“ segir Guðmundur í samtali við Stundina.
Man ekki eftir sambærilegum atvikum
Stundin sagði frá því fyrr í dag að Flori Fundateanu hafi tekið eftir því um helgina að samkvæmt mælingu verslunarinnar hafi papríkan sem hún var að
Athugasemdir