Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Getum aðstoðað tífalt fleiri ef fjármagnið yrði notað erlendis

„Það hef­ur ekk­ert upp á sig á flytja flótta­manna­búð­ir til Ís­lands,“ seg­ir Ásmund­ur Frið­riks­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Rík­is­stjórn­in gagn­rýnd fyr­ir seina­gang í mál­efn­um flótta­manna. Ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ir nefnd skila af sér „ekki inn­an langs tíma“.

Getum aðstoðað tífalt fleiri ef fjármagnið yrði notað erlendis

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi í velferðarnefnd, sagði í viðtali á Bylgjunni í morgun að mikilvægt væri að velta fyrir sér hvernig því fjármagni, sem Íslendingar muni setja í aðstoð til flóttamanna, sé best varið. „Við þurfum að gera þetta þannig að við hugsum vel um þetta fólk. Það hefur ekkert upp á sig á flytja flóttamannabúðir til Íslands. Við þurfum auðvitað að koma þessu fólki fyrir á heimilum og undirbúa það fyrir lífið og taka þátt í lífinu á íslenska vísu. Það kostar fullt af peningum,“ sagði hann meðal annars.

„Það kostar fullt af peningum“

„Mér er sagt að það væri jafnvel hægt að tífalda þann fjölda sem við getum aðstoðað ef fjármagnið yrði notað erlendis. Ég er að segja þetta án þess að ég hafi fullt vit á því. En það er mjög mikilvægt fyrir okkur, einmitt í þessari stöðu þegar við erum fús að hjálpa, að gera okkur grein fyrir því hvar peningarnir koma sér best. Hvar verður mest úr þeim,“ segir Ásmundur.

Forsætisráðherra talar um tilfærslu framlaga

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra talaði á svipuðum nótum að loknum fyrsta fundi ráðherranefndar um málefni flóttafólks og innflytjenda í byrjun mánaðar. Á fundinum var ekki tekin ákvörðun um hve margir flóttamenn fá hæli á íslandi á þessu ári, en Sigmundur Davíð sagði hins vegar brýnt að huga að flóttamönnum utan Evrópu.

„Þetta er það stórt verkefni að við munum aldrei geta sagt að við séum búin að setja nóg í málaflokkinn. En ég sé fyrir mér að við munum auka verulega framlög okkar til þessa málaflokks með nýjum framlögum, hugsanlega með einhverri tilfærslu framlaga og einnig í gegnum samstarf okkar við önnur lönd til dæmis í EFTA þar sem liggur fyrir tillaga um að nýta þróunarsjóð EFTA í auknum mæli til þess að aðstoða við þetta vandamál,“ segir Sigmundur Davíð.

Ríkisstjórnin gagnrýnd fyrir seinagang

Tæpar tvær vikur eru síðan ráðherranefnd um málefni flóttafólks og innflytjenda kom fyrst saman og enn hafa engar aðgerðir verið kynntar. Ríkisstjórnin hefur verið gagnrýnd fyrir að draga lappirnar í málinu og að félagsmálaráðherra gefi óljós svör um hvað skuli gert. 

Sigurður Már Jónsson, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, sagði í svari við fyrirspurn Stundarinnar í síðustu viku að „innan skamms“ myndi ríkisstjórnin greina frá aðgerðum til að bregðast við flóttamannavandanum í Evrópu og hvernig Ísland geti lagt sitt að mörkum. Þá sagði Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra í viðtali við Stöð 2 í gærkvöldi að aðgerðirnar verði kynntar á næstu dögum eða „ekki innan langs tíma.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Fá ekki að læra hér frekar en í Afganistan
FréttirFlóttamenn

Fá ekki að læra hér frek­ar en í Af­gan­ist­an

Í Af­gan­ist­an var þeim bann­að að læra. Á Ís­landi hafa þær mætt hindr­un­um í hvert sinn sem þær hafa reynt að kom­ast í skóla. Þær þrá ekk­ert heit­ar en að læra ís­lensku, kom­ast inn í sam­fé­lag­ið og sækja sér há­skóla­mennt­un. En þær eru fast­ar; kom­ast ekki út úr störf­um sín­um sem hót­el­þern­ur þar sem þær hafa eng­in tæki­færi til að þjálfa ís­lensk­una: lyk­il­inn að sam­fé­lag­inu.
Ágreiningurinn um útlendingamáin
Greining

Ágrein­ing­ur­inn um út­lend­inga­má­in

„Ég tel ekki að slík frum­vörp eigi er­indi inn í þing­ið,“ sagði Svandís Svavars­dótt­ir. „Þar er­um við inn­viða­ráð­herra held ég ósam­mála,“ svar­aði Guð­rún Haf­steins­dótt­ir. Þetta var gam­alt stef og nýtt, að flokk­arn­ir væru ósam­mála í út­lend­inga­mál­um, en það hafði þó varla ver­ið jafn skýrt fyrr en rétt áð­ur en stjórn­in féll, skömmu áð­ur en Guð­rún ætl­aði sér að leggja fram frum­varp um lok­að bú­setu­úr­ræði.
Jón Gunnars og Áslaug Arna hringdu í ríkislögreglustjóra vegna Yazans
FréttirFlóttamenn

Jón Gunn­ars og Áslaug Arna hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra vegna Yaz­ans

Gögn sem Heim­ild­in fékk af­hent frá dóms­mála­ráðu­neyt­inu varpa ljósi á það að fleiri stjórn­mála­menn en Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son fé­lags­mála­ráð­herra tóku upp tól­ið og hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra áð­ur en ákveð­ið var að fresta brott­vís­un Yaz­ans Tamimi og fjöl­skyldu. Tveir fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins hringdu í Sig­ríði Björk Guð­jóns­dótt­ur rík­is­lög­reglu­stjóra og ræddu mál­ið.

Mest lesið

Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
2
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
4
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
5
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár