Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Stytta af Edward Snowden fjarlægð

Að­gerða­sinn­ar í New York vott­uðu upp­ljóstr­ar­an­um virð­ingu sína. Stytt­an var sam­dæg­urs fjar­lægð af lög­reglu. Sjáðu við­tal John Oli­vers við Edw­ard Snowd­en.

Stytta af Edward Snowden fjarlægð

Hópur listamanna í New York kom fyrir styttu af bandaríska uppljóstraranum Edward Snowden í Brooklyn garði síðastliðinn mánudag. Hópurinn kom styttunni fyrir í óleyfi í dögun, en um miðjan dag var hún horfin. Lögreglan hafði fjarlægt hana. 

Edward Snowden
Edward Snowden

Styttunni hafði verið stillt upp á stórri súlu í garðinum, en hún er hluti af minnisvarða um 11.500 fangelsaðra píslarvotta sem létust um borð í breskum fangaskipum í bandaríska frelsisstríðinu árið 1776. Staðsetning virðingarvottsins var engin tilviljun. 

Í viðtali við vefsíðuna Mashable sögðust aðgerðasinnarnir hafa valið þennan stað því hann væri hlaðinn merkingu og virðingu. Þá segja þeir staðsetninguna viðeigandi því saga Snowden væri í raun framhald á sögu þessara föllnu stríðsfanga sem áttu þátt í stofnun Bandaríkjanna. Í sumum fjölmiðlum sé Snowden úthrópaður landráðsmaður og hryðjuverkamaður, en það sama hafi eflaust verið sagt um píslavottana í frelsisstríðinu. Nú átti sig hins vegar flestir á mikilvægi málsstaðar þeirra. Eitt sinn hafi þeir verið glæpamenn, nú séu þeir hetjur. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár