Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Gamla konan komin í kjallaraholu eftir að sáttatilraun strandaði

Að­stand­end­ur ní­ræð­ar konu krefjast rétt­læt­is en þeir telja að Garða­bær beri ábyrgð á að ein­býl­is­hús­ið sem hef­ur ver­ið henn­ar heim­ili í ára­tugi sé ónýtt. Barna­barn kon­unn­ar seg­ir að Garða­bær hafi rétt fram sátt­ar­hönd þeg­ar mál­ið komst í há­mæli en síð­an hafi ekk­ert gerst.

Gamla konan komin í kjallaraholu eftir að sáttatilraun strandaði
Goðatún Hús konunnar er ónýtt og fær hún engar bætur frá Garðabæ.

Umtalsvert hefur verið fjallað um dómsmál níræðrar konu gegn heimabæ sínum, Garðabæ, eftir að hún fór í skaðabótamál við bæinn vegna framkvæmda sem hún taldi að hefðu ollið skemmdum á einbýlishúsi hennar. Árið 2013 vann konan málið í Héraðsdómi Reykjaness og var Garðabæ gert að borga henni 35 milljónir krónur. Þeim dómi var áfrýjað og síðastliðinn nóvember fór svo að Hæstiréttur dæmdi Garðabæ í vil.

Konan óskar eftir nafnleynd en aðstandendur hennar hafa komið á fót Facebook-síðu fyrir hana og krefjast réttlætis. 

Héðinn Ásbjörnsson, barnabarn konunnar, segir í samtali við Stundina að amma sín búi nú í kjallaraholu í Garðabæ, auk þess sem hún borgi enn fasteignagjöld vegna ónýta hússins sem stendur við Goðatún. 

„Amma mín er eignalaus og lífeyrir hennar er í rúst. Hún er búin að búa þarna í nærri fjörutíu ár. Húsið var dæmt ónýtt og hún er bara að leigja einhverja holu,“ segir Héðinn.

„Hún er búin að búa þarna í nærri fjörutíu ár. Húsið var dæmt ónýtt og hún er bara að leigja einhverja holu.“ 

Gagnrýnir Hæstarétt

Héðinn gagnrýnir harðlega vinnubrögð Hæstaréttar í máli ömmu sinnar og segir þau ekki til þess fallin að auka trúverðugleika á því dómstigi. „ Allur þessi aðdragandi að uppkvaðningu í Hæstarétti var svo vitlaus að hálfa væri nóg. Þegar það átti að taka málið fyrir í Hæstarétti loksins þá fékk lögmaður Garðabæjar í bakið þannig að réttarhöldum var frestað um þrjár vikur. Í millitíðinni var skipt um dómaratríó. Þetta sama dómaratríó gat ekki komist að niðurstöðu þannig að málinu var vísað frá Hæstarétti sem heyrir alveg til undantekninga,“ segir Héðinn.

Ný skýrsla lögð fyrir Hæstarétt

Héðinn segir að ein helsta ástæða þess að Hæstiréttur hafi dæmt ömmu sinni í óhag sé skýrsla sem lögð hafi verið  fyrir Hæstarétt en ekki héraðsdóm. „Vegna þess að það voru svo miklir hagsmunir í húfi fyrir Garðabæ gátu þeir ekki kveðið upp dóm sem byggði á þeim gögnum sem lágu fyrir í málinu á þessum tímapunkti. 

Síðan liðu nokkrar vikur og þá var skipaður nýr dómur með fimm dómurum. Í millitíðinni kom sækjandi Garðabæjar með ný gögn sem byggðu á skýrslu um hús nágrannakonu ömmu minnar. Þar bendir allt til þess að húsið sé svo illa byggt. Dómurinn var svo byggður á þeirri skýrslu, en ekki þeim sem lágu fyrir,“ segir Héðinn.

Sáttatillaga eftir Kastljós

Kastljós fjallaði um málið í desember. Héðinn segir að eftir það hafi margir haft samband við sig vegna máls ömmu sinnar. „Kastljósið vakti mjög hörð viðbrögð í samfélaginu og maður fékk skeyti og kveðjur frá fólki sem maður þekkti ekki.

Allt fór á fullt, þetta var mikið í umræðunni, og þá kom sáttatillaga frá Garðabæ, við ættum að koma og ræða málin. Við fórum þangað á nýju ári í janúar og áttum að koma með tillögu að sátt. Við gerðum það en síðan gerðist ekkert.

Í mars kom svo í ljós að þeir ætla ekkert að gera fyrir okkur. Þetta var bara til að drepa niður málið í fjölmiðlum, svo það yrði ekki einhver smánarblettur á Garðabæ,“ segir Héðinn. 

Stundin óskaði eftir skýringum frá bænum en þaðan hafa svör ekki enn borist. 

„Við fórum þangað á nýju ári í janúar og áttum að koma með tillögu að sátt. Við gerðum það en síðan gerðist ekkert.“

Mýrin að þorna upp

Héðinn segir að handvömm Garðabæjar, sem málið snúist allt um, sé hvernig staðið var að því að skipta um jarðveg við götuna. „Málið snýst um að framkvæmdir sem voru unnar af Garðabæ árið 2008 gerðu það að verkum að hús sem var byggt miðað við þáverandi byggingarreglugerðir og byggingarleyfi liggur undir skemmdum er ónýtt.

Það er búið að henda fleiri fleiri milljónum í málsvörn og sókn. Við reyndum að fara samningaleiðina áður en farið var í málssókn. Húsið er allt að síga og er á fleygiferð vegna þess að það er búið að grafa götuna og skipta um jarðveg. Mýrin sem húsið stóð á er að þorna upp þannig að jarðvegurinn heldur húsinu ekki uppi lengur,“ segir Héðinn.

Uppfært klukkan 15:30

Hulda Hauksdóttir, upplýsinga- og menningarfulltrúi Garðabæjar, segir í svari við fyrirspurn Stundarinnar að bærinn kannist ekkert við að hafa haft frumkvæði að sérstakri sáttargerð í málinu. Hún segir að lögmaður húseigenda hafi gert Garðabæ sölutilboð vegna hússins að fjárhæð 47 milljónir kr. Það bréf var tekið fyrir á bæjarfundi og vísar Hulda í eftirfarandi bókun af fundi bæjarráðs 3. mars síðastliðinn:

„Í dómi Hæstaréttar, sem kveðinn var upp 27. nóvember sl. var Garðabær sýknaður af kröfu húseiganda Goðatúns 34 um greiðslu bóta vegna skemmda á húsnæðinu sem húseigandi taldi að væru tilkomnar vegna framkvæmda á vegum Garðabæjar við götuna Silfurtún. Bæjarráð samþykkir með vísan til niðurstöðu dóms Hæstaréttar að leggja til við bæjarstjórn að hafna sölutilboði bréfritara.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
1
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
6
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár